Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar 27. febrúar 2025 07:16 Iðnaður er ein af undirstöðum íslensks samfélags og við iðnaðarmenn vitum hversu mikilvægt það er að stjórnvöld tryggi okkur, sem í honum starfa, gott starfsumhverfi. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir iðnaðarmennina sjálfa, sem leggja höfuðáherslu á að viðhalda og efla fagmennsku, heldur einnig íslenskt atvinnulíf og neytendur – samfélagið allt. Þar skiptir öflug iðnmenntun miklu. Hún er forsenda þess að fyrirtækin okkar og iðnaðurinn í heild vaxi og þróist. Í störfum sínum sem formaður Samtaka iðnaðarins vann Guðrún Hafsteinsdóttir ötullega að hagsmunum iðnaðar í landinu. Hún var öflugur málsvari iðnaðar bæði innan samtakanna sem utan og lagði áherslu á mikilvægi þess að skapa fyrirtækjum og einstaklingum í iðnaði góð skilyrði til vaxtar. Undir hennar forystu lögðu SI mikla áherslu á öfluga iðnmenntun, þar sem framtíðarstarfsfólk fær þá þjálfun og færni sem nauðsynleg er til að takast á við kröfur samfélagsins. Með skýrum skilaboðum og elju stuðlaði Guðrún að því að iðnmenntun fengi þann sess sem hún á skilið í samfélaginu og að mikilvægi iðngreina væri viðurkennt á við aðrar menntaleiðir. Gæði íslensks atvinnulífs ráðast ekki síst af því að atvinnugreinar fái þá umgjörð sem nauðsynleg er til að vaxa og dafna. Til þess að íslenskur iðnaður geti blómstrað þarf skýra stefnu og skilning á þörfum iðnaðarmanna og fyrirtækja. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sýnt fram á dýpri skilning á þessum þáttum en margir aðrir. Hún hefur barist fyrir umbótum sem auka samkeppnishæfni iðnaðarins og stuðla að aukinni áherslu á faglega þróun innan greinarinnar. Með hennar forystu hefur verið lögð áhersla á að styrkja iðnnám og bæta tengsl atvinnulífsins við menntakerfið, sem er lykilatriði til að tryggja gæði og framþróun í greininni. Í ljósi þess frábæra starfs sem Guðrún hefur unnið innan Samtaka iðnaðarins og utan, teljum við iðnaðarmenn hana hafa alla þá eiginleika að bera sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að hafa til að stækka flokkinn og efla samfélagið allt til framtíðar. Hún hefur sýnt í verki að hún skilur mikilvægi þess að efla íslenskt atvinnulíf og stuðla að bættum starfsskilyrðum fyrir iðnaðinn. Hún veit að án öflugs iðnaðar, án öflugs atvinnulífs verður ekki blómstrandi samfélag. Þá hefur hún sýnt einstaka hæfileika til að sameina ólíka hópa og skapa sameiginlega sýn í stórum og mikilvægum málum. Af þessum sökum styðjum við Guðrúnu Hafsteinsdóttur heils hugar í komandi formannskosningum innan Sjálfstæðisflokksins. Arna Arnardóttir, gullsmíðameistari Bergsteinn Jónasson, rafvirkjameistari Björn Árni Ágústsson, úrsmíðameistari Guðmundur Þórir Ingólfsson, rafvirkjameistari Hjörleifur Stefánsson, rafvirkjameistari Ingibjörg Sveinsdóttir, hársnyrtimeistari Jón Sigurðsson, húsasmíðameistari Kristján Baldvinsson, pípulagningameistari Lúðvík Gunnarsson, pípulagningameistari Pétur H. Halldórsson, rafvirkjameistari Reynir Þór Ragnarsson, rafvirkjameistari Rúnar Helgason, pípulagningameistari Sævar Jónsson, blikksmíðameistari Snjólfur Eiríksson, skrúðgarðyrkjumeistari Stefán Bogi Stefánsson, gullsmíðameistari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Iðnaður er ein af undirstöðum íslensks samfélags og við iðnaðarmenn vitum hversu mikilvægt það er að stjórnvöld tryggi okkur, sem í honum starfa, gott starfsumhverfi. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir iðnaðarmennina sjálfa, sem leggja höfuðáherslu á að viðhalda og efla fagmennsku, heldur einnig íslenskt atvinnulíf og neytendur – samfélagið allt. Þar skiptir öflug iðnmenntun miklu. Hún er forsenda þess að fyrirtækin okkar og iðnaðurinn í heild vaxi og þróist. Í störfum sínum sem formaður Samtaka iðnaðarins vann Guðrún Hafsteinsdóttir ötullega að hagsmunum iðnaðar í landinu. Hún var öflugur málsvari iðnaðar bæði innan samtakanna sem utan og lagði áherslu á mikilvægi þess að skapa fyrirtækjum og einstaklingum í iðnaði góð skilyrði til vaxtar. Undir hennar forystu lögðu SI mikla áherslu á öfluga iðnmenntun, þar sem framtíðarstarfsfólk fær þá þjálfun og færni sem nauðsynleg er til að takast á við kröfur samfélagsins. Með skýrum skilaboðum og elju stuðlaði Guðrún að því að iðnmenntun fengi þann sess sem hún á skilið í samfélaginu og að mikilvægi iðngreina væri viðurkennt á við aðrar menntaleiðir. Gæði íslensks atvinnulífs ráðast ekki síst af því að atvinnugreinar fái þá umgjörð sem nauðsynleg er til að vaxa og dafna. Til þess að íslenskur iðnaður geti blómstrað þarf skýra stefnu og skilning á þörfum iðnaðarmanna og fyrirtækja. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sýnt fram á dýpri skilning á þessum þáttum en margir aðrir. Hún hefur barist fyrir umbótum sem auka samkeppnishæfni iðnaðarins og stuðla að aukinni áherslu á faglega þróun innan greinarinnar. Með hennar forystu hefur verið lögð áhersla á að styrkja iðnnám og bæta tengsl atvinnulífsins við menntakerfið, sem er lykilatriði til að tryggja gæði og framþróun í greininni. Í ljósi þess frábæra starfs sem Guðrún hefur unnið innan Samtaka iðnaðarins og utan, teljum við iðnaðarmenn hana hafa alla þá eiginleika að bera sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að hafa til að stækka flokkinn og efla samfélagið allt til framtíðar. Hún hefur sýnt í verki að hún skilur mikilvægi þess að efla íslenskt atvinnulíf og stuðla að bættum starfsskilyrðum fyrir iðnaðinn. Hún veit að án öflugs iðnaðar, án öflugs atvinnulífs verður ekki blómstrandi samfélag. Þá hefur hún sýnt einstaka hæfileika til að sameina ólíka hópa og skapa sameiginlega sýn í stórum og mikilvægum málum. Af þessum sökum styðjum við Guðrúnu Hafsteinsdóttur heils hugar í komandi formannskosningum innan Sjálfstæðisflokksins. Arna Arnardóttir, gullsmíðameistari Bergsteinn Jónasson, rafvirkjameistari Björn Árni Ágústsson, úrsmíðameistari Guðmundur Þórir Ingólfsson, rafvirkjameistari Hjörleifur Stefánsson, rafvirkjameistari Ingibjörg Sveinsdóttir, hársnyrtimeistari Jón Sigurðsson, húsasmíðameistari Kristján Baldvinsson, pípulagningameistari Lúðvík Gunnarsson, pípulagningameistari Pétur H. Halldórsson, rafvirkjameistari Reynir Þór Ragnarsson, rafvirkjameistari Rúnar Helgason, pípulagningameistari Sævar Jónsson, blikksmíðameistari Snjólfur Eiríksson, skrúðgarðyrkjumeistari Stefán Bogi Stefánsson, gullsmíðameistari
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar