Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2025 11:31 Það eru mikil tímamót framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Við munum kjósa okkur nýja forystu og í kjöri eru nú þegar tvær frábærar konur. Það er mjög jákvætt og fellur það í skaut okkar ágætu landsfundarfulltrúa,að velja á milli þeirra. Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur, en hvers vegna? Ég þekkti afar vel föður Guðrúnar, Hafstein Kristinsson heitinn, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði og stofnanda Kjöríss. Heiðarleiki og sanngirni voru hans aðalsmerki og ég veit af kynnum mínum við Guðrúnu að þau eru það einnig hjá henni. Guðrún hefur langa reynslu af ýmiss konar störfum í þágu atvinnulífsins, sem formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins og formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Auk þess hefur hún komið að rekstri fjölskyldufyrirtækisins í áratugi. Þessi víðtæka reynsla úr atvinnulífinu er gulls ígildi fyrir formann Sjálfstæðisflokksins. Guðrún stóð sig mjög vel sem dómsmálaráðherra, þann stutta tíma sem hún var í því ráðuneyti. Það var ekki hávaðinn sem einkenndi hennar störf þar heldur lét hún verkin tala. Hún lét þó engan vaða yfir sig í almennri né þinglegri umræðu. Það sýnir styrk hennar sem stjórnanda og pólitískan fulltrúa landsmanna. Guðrún er ekki fædd með silfurskeið í munni heldur hefur hún þurft að vinna fyrir sér frá unga aldri. Hún er mikil fjölskyldukona og hefur marga fjöruna sopið. Lífið er mismunandi hjá okkur öllum og ekki alltaf einfalt eins og flestir landsmenn hafa reynt um ævina. Guðrún vill báknið burt og mun stuðla að því eftir bestu getu. Frelsi með ábyrgð er ein af grundvallarstoðum Sjálfstæðisflokksins og þar vill hún vera. Þar vilja sjálfstæðismenn líka vera. Guðrún nær vel til ungs fólks sem og þeirra sem eldri eru og það er mikill kostur. Hún gefur sig að þeim sem hún talar við hverju sinni en það er eiginleiki sem ekki er öllum gefinn. Við getum því búist við að með því móti takist henni að laða unga fólkið að flokknum og eldri borgarar sem stutt hafa flokkinn, en snúið tímabundið frá honum, komi til baka. Það þarf flokkurinn sannarlega núna. Guðrún er fædd á landsbyggðinni og býr þar ennþá. Ég held að það væri gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá slíkan einstakling sem formann. Flestir formenn Sjálfstæðisflokksins hafa komið af höfuðborgarsvæðinu og kominn tími til að breyta því. Guðrún er á góðum aldri, með mikla víðtæka lífsreynslu, hefur verið lengi á vinnumarkaði bæði sem launþegi og stjórnandi og er því frábær kandidat í formannsembættið hjá Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna styð ég hana í það embætti um næstu helgi. Það ættu aðrir ágætir landsfundarfulltrúar líka að gera. Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru mikil tímamót framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Við munum kjósa okkur nýja forystu og í kjöri eru nú þegar tvær frábærar konur. Það er mjög jákvætt og fellur það í skaut okkar ágætu landsfundarfulltrúa,að velja á milli þeirra. Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur, en hvers vegna? Ég þekkti afar vel föður Guðrúnar, Hafstein Kristinsson heitinn, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði og stofnanda Kjöríss. Heiðarleiki og sanngirni voru hans aðalsmerki og ég veit af kynnum mínum við Guðrúnu að þau eru það einnig hjá henni. Guðrún hefur langa reynslu af ýmiss konar störfum í þágu atvinnulífsins, sem formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins og formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Auk þess hefur hún komið að rekstri fjölskyldufyrirtækisins í áratugi. Þessi víðtæka reynsla úr atvinnulífinu er gulls ígildi fyrir formann Sjálfstæðisflokksins. Guðrún stóð sig mjög vel sem dómsmálaráðherra, þann stutta tíma sem hún var í því ráðuneyti. Það var ekki hávaðinn sem einkenndi hennar störf þar heldur lét hún verkin tala. Hún lét þó engan vaða yfir sig í almennri né þinglegri umræðu. Það sýnir styrk hennar sem stjórnanda og pólitískan fulltrúa landsmanna. Guðrún er ekki fædd með silfurskeið í munni heldur hefur hún þurft að vinna fyrir sér frá unga aldri. Hún er mikil fjölskyldukona og hefur marga fjöruna sopið. Lífið er mismunandi hjá okkur öllum og ekki alltaf einfalt eins og flestir landsmenn hafa reynt um ævina. Guðrún vill báknið burt og mun stuðla að því eftir bestu getu. Frelsi með ábyrgð er ein af grundvallarstoðum Sjálfstæðisflokksins og þar vill hún vera. Þar vilja sjálfstæðismenn líka vera. Guðrún nær vel til ungs fólks sem og þeirra sem eldri eru og það er mikill kostur. Hún gefur sig að þeim sem hún talar við hverju sinni en það er eiginleiki sem ekki er öllum gefinn. Við getum því búist við að með því móti takist henni að laða unga fólkið að flokknum og eldri borgarar sem stutt hafa flokkinn, en snúið tímabundið frá honum, komi til baka. Það þarf flokkurinn sannarlega núna. Guðrún er fædd á landsbyggðinni og býr þar ennþá. Ég held að það væri gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá slíkan einstakling sem formann. Flestir formenn Sjálfstæðisflokksins hafa komið af höfuðborgarsvæðinu og kominn tími til að breyta því. Guðrún er á góðum aldri, með mikla víðtæka lífsreynslu, hefur verið lengi á vinnumarkaði bæði sem launþegi og stjórnandi og er því frábær kandidat í formannsembættið hjá Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna styð ég hana í það embætti um næstu helgi. Það ættu aðrir ágætir landsfundarfulltrúar líka að gera. Höfundur er eldri borgari á Akureyri.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar