Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 07:47 Senn líður að 45. landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem sjálfstæðismenn standa frammi fyrir því að kjósa sér nýja forystu. Tvær mjög hæfar konur, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafa boðið sig fram til formanns flokksins sem er fagnaðarefni fyrir flokkinn og flokkstarfið. Flokkurinn er í brekku og ég sem landsfundarfulltrúi og almennur flokksmaður er mjög í mun að landsfundurinn velji þann frambjóðenda sem mun takast að styrkja og stækka flokkinn og fá flokksmenn til að sameinast um eina sýn. Í seinni tíð höfum við séð togstreitu innan Sjálfstæðisflokksins þar sem fylkingar hafa tekist á. Sjálfur tel ég mig ekki vera bundin neinum fylkingum, þó ég hafi ætíð stutt Bjarna Benediktsson allt frá því hann var kosin formaður enda yfirburða stjórnmálamaður. Eru honum þökkuð góð störf í þá flokksins lands og þjóðar. Guðrún Hafsteinsdóttur er leiðtogaefni Sjálfstæðisflokksins og með sína krafta og reynslu mun henni takast að sameina mismunandi hópa sem aðhyllast stefnu flokksins og grunngildi hans. Reynsla og þátttaka Guðrúnar úr atvinnulífinu og ýmsum stjórnum þess og lífeyrissjóða er forystu Sjálfstæðisflokksins nauðsynleg og dýrmæt og þar með þjóðinni allri. Sjálfstæðismenn hafa nú tækifæri til þess að kjósa sér formann með reynslu úr atvinnulífinu, því lítil verður velmegunin nema atvinnulífið fái að njóta frelsis á skynsamlegan hátt, blómstra og dafna um land allt. Þess vegna þarf flokkurinn formann sem skilur hversu grafalvarlegt það er að rödd atvinnulífsins á sín lítils orðið á hinu háa Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn er einum flokka treystandi til að snúa þessu við og þar er Guðrún á heimavelli. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil enda okkur veitt umboð í nafni fulltrúalýðræðis. Sá háttur á að allir flokksmenn geti ekki valið sér æðstu forystu flokksins er tímaskekkja nú á tímum rafrænna samskipta. Ég vona því að þetta verði síðasta formannskjör, þar sem kosið verður með þessum hætti. Okkur landsfundarfulltrúum ber skylda til þess að hlusta á almenning og þá sem ekki eiga kost á að mæta til fundar. Skoðanakannanir sem og aðrar kannanir hafa sýnt fram á að framboð Guðrúnar nýtur velvildar og yfirburðar í stuðningi á landsvísu og fólk telur hana betur til þess fallna að byggja flokkinn upp í átt að fyrri styrk. Okkur ber að hlusta á þessar raddir ætlum við okkur að komast aftur í fremstu línu íslenskra stjórnmála. Engum er hollt að vera í eigin bermálshelli og hlusta ekkert út fyrir hann. Hvet ég því alla landsfundarfulltrúa sem ekki hafa ákveðið val sitt á næsta formanni Sjálfstæðisflokksins að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins, flokknum landi og þjóð til heilla. Hittumst með sól í sinni á landsfundinum um komandi helgi. Höfundur er bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Senn líður að 45. landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem sjálfstæðismenn standa frammi fyrir því að kjósa sér nýja forystu. Tvær mjög hæfar konur, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafa boðið sig fram til formanns flokksins sem er fagnaðarefni fyrir flokkinn og flokkstarfið. Flokkurinn er í brekku og ég sem landsfundarfulltrúi og almennur flokksmaður er mjög í mun að landsfundurinn velji þann frambjóðenda sem mun takast að styrkja og stækka flokkinn og fá flokksmenn til að sameinast um eina sýn. Í seinni tíð höfum við séð togstreitu innan Sjálfstæðisflokksins þar sem fylkingar hafa tekist á. Sjálfur tel ég mig ekki vera bundin neinum fylkingum, þó ég hafi ætíð stutt Bjarna Benediktsson allt frá því hann var kosin formaður enda yfirburða stjórnmálamaður. Eru honum þökkuð góð störf í þá flokksins lands og þjóðar. Guðrún Hafsteinsdóttur er leiðtogaefni Sjálfstæðisflokksins og með sína krafta og reynslu mun henni takast að sameina mismunandi hópa sem aðhyllast stefnu flokksins og grunngildi hans. Reynsla og þátttaka Guðrúnar úr atvinnulífinu og ýmsum stjórnum þess og lífeyrissjóða er forystu Sjálfstæðisflokksins nauðsynleg og dýrmæt og þar með þjóðinni allri. Sjálfstæðismenn hafa nú tækifæri til þess að kjósa sér formann með reynslu úr atvinnulífinu, því lítil verður velmegunin nema atvinnulífið fái að njóta frelsis á skynsamlegan hátt, blómstra og dafna um land allt. Þess vegna þarf flokkurinn formann sem skilur hversu grafalvarlegt það er að rödd atvinnulífsins á sín lítils orðið á hinu háa Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn er einum flokka treystandi til að snúa þessu við og þar er Guðrún á heimavelli. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil enda okkur veitt umboð í nafni fulltrúalýðræðis. Sá háttur á að allir flokksmenn geti ekki valið sér æðstu forystu flokksins er tímaskekkja nú á tímum rafrænna samskipta. Ég vona því að þetta verði síðasta formannskjör, þar sem kosið verður með þessum hætti. Okkur landsfundarfulltrúum ber skylda til þess að hlusta á almenning og þá sem ekki eiga kost á að mæta til fundar. Skoðanakannanir sem og aðrar kannanir hafa sýnt fram á að framboð Guðrúnar nýtur velvildar og yfirburðar í stuðningi á landsvísu og fólk telur hana betur til þess fallna að byggja flokkinn upp í átt að fyrri styrk. Okkur ber að hlusta á þessar raddir ætlum við okkur að komast aftur í fremstu línu íslenskra stjórnmála. Engum er hollt að vera í eigin bermálshelli og hlusta ekkert út fyrir hann. Hvet ég því alla landsfundarfulltrúa sem ekki hafa ákveðið val sitt á næsta formanni Sjálfstæðisflokksins að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins, flokknum landi og þjóð til heilla. Hittumst með sól í sinni á landsfundinum um komandi helgi. Höfundur er bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar