Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Hjörvar Ólafsson skrifar 28. febrúar 2025 21:01 Haukur Helgi og Hörður Axel voru drjúgir í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Álftanes vann sinn fimmta sigur í röð í Bónus-deild karla í körfubolta þegar liðið lagði topplið deildarinnar, Tindastól, að velli í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í kvöld. Leikurinn var liður í 19. umferð deildarinnar en Álftanes hefur nú 20 stig, líkt og Grindavík og Valur í fjörða til sjötta sæti deildarinnar. Álftanes hóf leikinn mun betur og komst með 18 stigum yfir, 24-6, undir lok fyrsta leikhluta. Eins og sjá má á stigaskorun Tindastóls var vörn heimamanna mjög þétt og sóknarleikur gestanna um leið afar stirður. Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu fimm mínútum leiksins og leikmenn Tindastóls tóku loksins aðeins við sér á lokakafla fyrsta fjórðungs og löguðu stðuna í 27-13. Stólar með Adama Drungilas og Giannis Agravanis í broddi fylkingar vöknuðu af værum blundi sínum eftir landsleikjahléið þegar líða tók á annan leiklhuta. Fimm stig í röð frá gríska landsliðsmanninum breyttu stöðunni í 38-33 og allt önnur leikmynd blasti við. Stólarnir héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt. Það kviknaði á Sigtryggi Arnari Björnssyni og allt annað að sjá lið Tindastóls á þessum tímapunkti. Fimm stig í röð hjá Drungilas sáu til þess að Tindastóll náði forystunni í fyrsta skipti í leiknum, 44-45, þegar skammt var var eftir af fyrri hálfleik. Sigtryggur Arnar skoraði svo síðustu stig annars leikhluta og staðan jöfn, 47-47, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Drungilas var á þessum stað í leiknum kominn fram úr Okeke með sín 15 stig en Okeke var með 12 stig. Haukur Helgi og Dimitrios Klonaras voru búnir að leggja til 10 stig hvor leikmaður fyrir Álftanes. Álftanes sterkari á svellinu undir lokin Sama spenna hélt áfram í þriðja leikhluta þar sem jafnt var á öllum tölum. Okeke skoraði síðustu stig þriðja leikhluta og staðan var 76-74 Álftanesi í vil þegar síðustu tíu mínútur leiksins voru fram undan. Þegar fjórði leikhluti var um það bil hálfnaður var staðan jöfn, 85-85, en Álftnesingar voru sterkari þegar á hólminn var komið. Heimamenn skoruðu sjö stig í röð og voru sterkari aðilinn þegar mest á reyndi. Sadio Doucoure fékk sína fimmtu villu um miðbik fjórða leihkhluta og Adamas Drungilas meiddist skömmu síðar. Það var skarð fyrir skildi hjá gestunum úr Skagafirðinum sem fara tómhentir heim. Álftanes var án bandaríska leikmannsins Justin James í þessum leik sem gerir sigurinn síst minni fyrir Álftnesinga sem berjast fyrir sæti í úrslitakeppni. Stjarnan, sem er keppinautur Tindastóls um deildarmeistaratitilinn, laut einnig í lægra í haldi í kvöld en liðið tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn sem hefur nú 18 stig í sjöunda sæti. Njarðvík vann svo Hauka í kvöld og er í þriðja sæti með 26 stig. Kjartan Atli Kjartansson var kampakátur að leik loknum. Vísir / Anton Brink Kjartan Atli: Stór viðburður hérna á Álftanesi „Þetta var mjög skemmtilegur leikur og bara frábært kvöld yfir höfuð. Það var vel mætt hjá stuðningsmönnum beggja liða og það var geggjað að heyra stúkurnar kallast á. Tilefnið og viðburðurinn í heild sinni var stór og sterkt að ná að landa sigri í þessum aðstæðum. Við byrjuðum leikinn mjög vel en það mátti alveg vita að jafn gott lið og Tindastóll er myndi koma sér inn í leikinn eins og varð raunin,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness um þennan mikilvæga sigur. „Þeir fóru að setja stór þriggja stiga skot og stemmingin var þeirra megin í þriðja leikhluta. Við náðum sem betur fer að stöðva þá blæðingu og sýndum mikinn karakter, gæði og yfirvegun undir lokin. Þessi sigur var þýðingamikill í þeim leðjuslag sem fram undan er í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Kjartan Atli enn fremur. „Nú er bara að fagna þessu vel og innilega í kvöld en á morgun er bara að reima á sig skóna, taka endurheimt og skoða þennan leik. Við förum sáttir á koddann í kvöld en svo hefst bara undirbúningur undir annan stórleik á móti Stjörnunni. Við þurfum bara að taka einn dag í einu og einn leik í einu. Það er sama gamla tuggan,“ sagði þjálfarinn um framhaldið. Benedikt Rúnar: Getum ekki mætt svona flatir til leiks „Ég er fyrst og fremst hundsvekktur með það hvernig við mætum til leiks. Við erum gjörsamlega á hælunum fyrstu mínútur leiksins og erum sirka 20 stigum undir þegar skammt er liðið af leiknum. Leikmenn mínir tóku sig vissulega saman í andlitinu en það dugði því miður ekki til,“ sagði Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Tindastóls. „Það má samt ekki gleyma því að við erum að mæta hörkuliði Álftaness sem hefur verið á miklu skriði og var hér að vinna sinn fimmta leik í röð. Þetta er vel mannað lið með reynslumikla leikmenn og við vissum það vel að við værum að fara í hörkurimmu. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum með hvernig við spiluðum í fyrsta leikhluta,“ sagði Benedikt Rúnar þar að auki. „Við ýtum þessu bara til hliðar núna og áfram gakk. Við erum að spila við Keflavík heima í næstu umferð og ég treysti því að mínir menn mæta ekki með hálfum hug inn í það verkefni eins og þeir gerðu hér í kvöld. Það er farið að líða að þeim tíma þar sem allt er undir og við þurfum að koma okkur upp á tærnar ef vel á að fara,“ sagði hann um komandi verkefni Tindastóls. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ekki sáttur við byrjun leiksins hjá sínum mönnum. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Þegar skammt var eftir af leiknum breyttu Álftnesingar stöðunni úr 85-85 í 92-85 og eftir það var ekki aftur snúið. Haukur Helgi, sem var aðsópsmikill fyrir Álftanes, á lokasprettnum og Drungilas skullu þá saman og litáíski miðherjinn þurfti að fara meiddur af velli. Álftanes leit ekki til baka og innbyrti góðan sigur. Stjörnur og skúrkar David Okeke var stigahæstur á vellinum með 31 stig og Dimitrios Klonaras kom næstur með 24 stig. Okeke hirti 11 fráköst og Klonaras 10. Haukur Helgi setti niður 19 stig og tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Adamas Drungilas var atkvæðamestur hjá Tindastóli með 19 stig og tók aukinheldur sjö fráköst. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir, Sigmundur Már Herbertsson, Sigurbaldur Frímannsson og Bjarni Rúnar Lárusson, fengu krefjandi verkefni að dæma þennan hörkuleik og leystu það bara prýðilega af hendi. Þeir fá sjö í einkunn fyrir sín störf í þessum leik. Stemming og umgjörð Það var úrslitakeppnisbragur á þessum leik. Vel mætt í stúkuna hjá stuðningsmönnum beggja liða sem létu vel í sér heyra. Þessi leikur gefur góð fyrirheit fyrir það sem koma skal í körfuboltanum hér heima. Fyrir leik var tilkynnt að Álftnesingar hyggðust bjóða sjálfboðaliðum sínum á fjáröflunarkvöldverð Ljósssins sem haldinn verður 7. mars næstkomandi og ástæða til þess að hvetja fólk til þess að fjölmenna þangað og styrkja að góða starf sem unnið er í Ljósinu. Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll
Álftanes vann sinn fimmta sigur í röð í Bónus-deild karla í körfubolta þegar liðið lagði topplið deildarinnar, Tindastól, að velli í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í kvöld. Leikurinn var liður í 19. umferð deildarinnar en Álftanes hefur nú 20 stig, líkt og Grindavík og Valur í fjörða til sjötta sæti deildarinnar. Álftanes hóf leikinn mun betur og komst með 18 stigum yfir, 24-6, undir lok fyrsta leikhluta. Eins og sjá má á stigaskorun Tindastóls var vörn heimamanna mjög þétt og sóknarleikur gestanna um leið afar stirður. Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu fimm mínútum leiksins og leikmenn Tindastóls tóku loksins aðeins við sér á lokakafla fyrsta fjórðungs og löguðu stðuna í 27-13. Stólar með Adama Drungilas og Giannis Agravanis í broddi fylkingar vöknuðu af værum blundi sínum eftir landsleikjahléið þegar líða tók á annan leiklhuta. Fimm stig í röð frá gríska landsliðsmanninum breyttu stöðunni í 38-33 og allt önnur leikmynd blasti við. Stólarnir héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt. Það kviknaði á Sigtryggi Arnari Björnssyni og allt annað að sjá lið Tindastóls á þessum tímapunkti. Fimm stig í röð hjá Drungilas sáu til þess að Tindastóll náði forystunni í fyrsta skipti í leiknum, 44-45, þegar skammt var var eftir af fyrri hálfleik. Sigtryggur Arnar skoraði svo síðustu stig annars leikhluta og staðan jöfn, 47-47, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Drungilas var á þessum stað í leiknum kominn fram úr Okeke með sín 15 stig en Okeke var með 12 stig. Haukur Helgi og Dimitrios Klonaras voru búnir að leggja til 10 stig hvor leikmaður fyrir Álftanes. Álftanes sterkari á svellinu undir lokin Sama spenna hélt áfram í þriðja leikhluta þar sem jafnt var á öllum tölum. Okeke skoraði síðustu stig þriðja leikhluta og staðan var 76-74 Álftanesi í vil þegar síðustu tíu mínútur leiksins voru fram undan. Þegar fjórði leikhluti var um það bil hálfnaður var staðan jöfn, 85-85, en Álftnesingar voru sterkari þegar á hólminn var komið. Heimamenn skoruðu sjö stig í röð og voru sterkari aðilinn þegar mest á reyndi. Sadio Doucoure fékk sína fimmtu villu um miðbik fjórða leihkhluta og Adamas Drungilas meiddist skömmu síðar. Það var skarð fyrir skildi hjá gestunum úr Skagafirðinum sem fara tómhentir heim. Álftanes var án bandaríska leikmannsins Justin James í þessum leik sem gerir sigurinn síst minni fyrir Álftnesinga sem berjast fyrir sæti í úrslitakeppni. Stjarnan, sem er keppinautur Tindastóls um deildarmeistaratitilinn, laut einnig í lægra í haldi í kvöld en liðið tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn sem hefur nú 18 stig í sjöunda sæti. Njarðvík vann svo Hauka í kvöld og er í þriðja sæti með 26 stig. Kjartan Atli Kjartansson var kampakátur að leik loknum. Vísir / Anton Brink Kjartan Atli: Stór viðburður hérna á Álftanesi „Þetta var mjög skemmtilegur leikur og bara frábært kvöld yfir höfuð. Það var vel mætt hjá stuðningsmönnum beggja liða og það var geggjað að heyra stúkurnar kallast á. Tilefnið og viðburðurinn í heild sinni var stór og sterkt að ná að landa sigri í þessum aðstæðum. Við byrjuðum leikinn mjög vel en það mátti alveg vita að jafn gott lið og Tindastóll er myndi koma sér inn í leikinn eins og varð raunin,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness um þennan mikilvæga sigur. „Þeir fóru að setja stór þriggja stiga skot og stemmingin var þeirra megin í þriðja leikhluta. Við náðum sem betur fer að stöðva þá blæðingu og sýndum mikinn karakter, gæði og yfirvegun undir lokin. Þessi sigur var þýðingamikill í þeim leðjuslag sem fram undan er í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Kjartan Atli enn fremur. „Nú er bara að fagna þessu vel og innilega í kvöld en á morgun er bara að reima á sig skóna, taka endurheimt og skoða þennan leik. Við förum sáttir á koddann í kvöld en svo hefst bara undirbúningur undir annan stórleik á móti Stjörnunni. Við þurfum bara að taka einn dag í einu og einn leik í einu. Það er sama gamla tuggan,“ sagði þjálfarinn um framhaldið. Benedikt Rúnar: Getum ekki mætt svona flatir til leiks „Ég er fyrst og fremst hundsvekktur með það hvernig við mætum til leiks. Við erum gjörsamlega á hælunum fyrstu mínútur leiksins og erum sirka 20 stigum undir þegar skammt er liðið af leiknum. Leikmenn mínir tóku sig vissulega saman í andlitinu en það dugði því miður ekki til,“ sagði Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Tindastóls. „Það má samt ekki gleyma því að við erum að mæta hörkuliði Álftaness sem hefur verið á miklu skriði og var hér að vinna sinn fimmta leik í röð. Þetta er vel mannað lið með reynslumikla leikmenn og við vissum það vel að við værum að fara í hörkurimmu. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum með hvernig við spiluðum í fyrsta leikhluta,“ sagði Benedikt Rúnar þar að auki. „Við ýtum þessu bara til hliðar núna og áfram gakk. Við erum að spila við Keflavík heima í næstu umferð og ég treysti því að mínir menn mæta ekki með hálfum hug inn í það verkefni eins og þeir gerðu hér í kvöld. Það er farið að líða að þeim tíma þar sem allt er undir og við þurfum að koma okkur upp á tærnar ef vel á að fara,“ sagði hann um komandi verkefni Tindastóls. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ekki sáttur við byrjun leiksins hjá sínum mönnum. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Þegar skammt var eftir af leiknum breyttu Álftnesingar stöðunni úr 85-85 í 92-85 og eftir það var ekki aftur snúið. Haukur Helgi, sem var aðsópsmikill fyrir Álftanes, á lokasprettnum og Drungilas skullu þá saman og litáíski miðherjinn þurfti að fara meiddur af velli. Álftanes leit ekki til baka og innbyrti góðan sigur. Stjörnur og skúrkar David Okeke var stigahæstur á vellinum með 31 stig og Dimitrios Klonaras kom næstur með 24 stig. Okeke hirti 11 fráköst og Klonaras 10. Haukur Helgi setti niður 19 stig og tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Adamas Drungilas var atkvæðamestur hjá Tindastóli með 19 stig og tók aukinheldur sjö fráköst. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir, Sigmundur Már Herbertsson, Sigurbaldur Frímannsson og Bjarni Rúnar Lárusson, fengu krefjandi verkefni að dæma þennan hörkuleik og leystu það bara prýðilega af hendi. Þeir fá sjö í einkunn fyrir sín störf í þessum leik. Stemming og umgjörð Það var úrslitakeppnisbragur á þessum leik. Vel mætt í stúkuna hjá stuðningsmönnum beggja liða sem létu vel í sér heyra. Þessi leikur gefur góð fyrirheit fyrir það sem koma skal í körfuboltanum hér heima. Fyrir leik var tilkynnt að Álftnesingar hyggðust bjóða sjálfboðaliðum sínum á fjáröflunarkvöldverð Ljósssins sem haldinn verður 7. mars næstkomandi og ástæða til þess að hvetja fólk til þess að fjölmenna þangað og styrkja að góða starf sem unnið er í Ljósinu.
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti