„Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. mars 2025 16:22 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins Vísir/Anton Brink Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í framboðsræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði áherslu á sameiningu flokksins í ræðu sinni. „Það er nákvæmlega þetta sem vinstri menn hræðist, fullur salur af kraftmiklu fólki sem hefur trú á Sjálfstæðisstefnunni,“ hóf Áslaug ræðu sína á. „Verkefni okkar er skýrt, við eigum að tala skýrar fyrir Sjálfstæðisstefnunni, vera óhrædd og stolt í að sýna Sjálfstæðisstefnuna í verki. Þannig verður Sjálfstæðisflokkurinn aftur stór, þannig náum við árangri fyrir Ísland,“ sagði hún. Hún skautaði ekkert fram hjá niðurstöðum nýjustu Alþingiskosninga og sagði fylgið í sögulegu lágmarki þar sem að kjósendur hefðu ekki næga trú á flokknum. Ekki væri hægt að kenna neinum um en þeim sjálfum en þá væri það líka í þeirra höndum að laga stöðuna. Margt ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að kenna „Við vitum að sterkara efnahagslíf hvílir á öflugum atvinnurekstri,“ sagði Áslaug. Þá var ýmislegt annað sem hún taldi Sjálfstæðismenn vita og vilja gera, svo sem að verðlauna dugnað. „Við verðlaunum dugnað, hver stendur í vegi fyrir því? Jú ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ætlar ekki bara að hækka skatta heldur líka handvelja hvaða atvinnugreinar fá að blómstra og hverjar ekki. Við vitum að hér eru einstök tækifæri til að ýta undir hagvöxt, varðveita sjálfstæði okkar og einfalda regluverk. Hver stendur í vegi fyrir því? Jú ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ætlar að beita brögðum til að koma okkur hratt inn Evrópusamband þar sem hagvöxtur er sagnfræðilegt hugtak,“ segir hún. „Það kemur á daginn að planið var að fórna fullveldi okkar, auðlindum og sjálfstæði með inngöngu í Evrópusambandið og við höfnum slíkum hugmyndum.“ Þá sé það einnig ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, ásamt flokki hennar í borgarstjórn, að kenna að ungt fólk fái ekki húsnæði né græn svæði. Ríkisstjórnin komi þá einnig í veg fyrir öflugri heilbrigðisþjónustu eldri borgara, skilvirkari aðferðir í málefni hælisleitenda og betra menntakerfi í grunnskólum landsins. „Ég er viss um að þessi ríkisstjórn standi nú þegar á öndinni og ég efast að eitthvert þeirra kunni að beita Heimlich aðferðinni,“ segir Áslaug sem bjargaði kafnandi konu á Kastrup veitingastaðnum með Heimlich aðferðinni í desember. „Við stjórnarflokkanna sem emja undan því að við veitum þeim eðlilegt aðhald segi ég, afsakið það sem þið hafið nú þegar kynnst eru hveitibrauðsdagarnir, við erum rétt að byrja.“ Þurfi að snúa bökum saman Áslaug Arna lagði líka áherslu á sameiningu innan flokksins og mikilvægi þessi að tala fyrir stefnu hans. „Tímabili dýrkeyptra málamiðlana við vinstri flokkana er lokið,“ sagði hún og hlaut standandi lófaklapp frá landsfundargestum. Hún segir vandamál að fólki þori ekki að viðurkenna að þau styðji flokkinn en hún hafi samt trú á að hægt sé að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins. „Verkefnið núna er að virkja og sameina flokksmenn alla og færa starfið inn í nútímann,“ sagði Áslaug. Flokksmenn þurfi að snúa saman bökum og þétta raðirnar. Þá hafi flokknum alltaf gengið vel þegar hann nær til ungs fólks. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það að það hefur verið farsælt þegar hann treystir ungu fólki,“ segir hún. Að lokum segist hún tilbúin að leggja allt undir og hvetur flokksmenn að fresta ekki framtíðinni. Hlusta má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
„Það er nákvæmlega þetta sem vinstri menn hræðist, fullur salur af kraftmiklu fólki sem hefur trú á Sjálfstæðisstefnunni,“ hóf Áslaug ræðu sína á. „Verkefni okkar er skýrt, við eigum að tala skýrar fyrir Sjálfstæðisstefnunni, vera óhrædd og stolt í að sýna Sjálfstæðisstefnuna í verki. Þannig verður Sjálfstæðisflokkurinn aftur stór, þannig náum við árangri fyrir Ísland,“ sagði hún. Hún skautaði ekkert fram hjá niðurstöðum nýjustu Alþingiskosninga og sagði fylgið í sögulegu lágmarki þar sem að kjósendur hefðu ekki næga trú á flokknum. Ekki væri hægt að kenna neinum um en þeim sjálfum en þá væri það líka í þeirra höndum að laga stöðuna. Margt ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að kenna „Við vitum að sterkara efnahagslíf hvílir á öflugum atvinnurekstri,“ sagði Áslaug. Þá var ýmislegt annað sem hún taldi Sjálfstæðismenn vita og vilja gera, svo sem að verðlauna dugnað. „Við verðlaunum dugnað, hver stendur í vegi fyrir því? Jú ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ætlar ekki bara að hækka skatta heldur líka handvelja hvaða atvinnugreinar fá að blómstra og hverjar ekki. Við vitum að hér eru einstök tækifæri til að ýta undir hagvöxt, varðveita sjálfstæði okkar og einfalda regluverk. Hver stendur í vegi fyrir því? Jú ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ætlar að beita brögðum til að koma okkur hratt inn Evrópusamband þar sem hagvöxtur er sagnfræðilegt hugtak,“ segir hún. „Það kemur á daginn að planið var að fórna fullveldi okkar, auðlindum og sjálfstæði með inngöngu í Evrópusambandið og við höfnum slíkum hugmyndum.“ Þá sé það einnig ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, ásamt flokki hennar í borgarstjórn, að kenna að ungt fólk fái ekki húsnæði né græn svæði. Ríkisstjórnin komi þá einnig í veg fyrir öflugri heilbrigðisþjónustu eldri borgara, skilvirkari aðferðir í málefni hælisleitenda og betra menntakerfi í grunnskólum landsins. „Ég er viss um að þessi ríkisstjórn standi nú þegar á öndinni og ég efast að eitthvert þeirra kunni að beita Heimlich aðferðinni,“ segir Áslaug sem bjargaði kafnandi konu á Kastrup veitingastaðnum með Heimlich aðferðinni í desember. „Við stjórnarflokkanna sem emja undan því að við veitum þeim eðlilegt aðhald segi ég, afsakið það sem þið hafið nú þegar kynnst eru hveitibrauðsdagarnir, við erum rétt að byrja.“ Þurfi að snúa bökum saman Áslaug Arna lagði líka áherslu á sameiningu innan flokksins og mikilvægi þessi að tala fyrir stefnu hans. „Tímabili dýrkeyptra málamiðlana við vinstri flokkana er lokið,“ sagði hún og hlaut standandi lófaklapp frá landsfundargestum. Hún segir vandamál að fólki þori ekki að viðurkenna að þau styðji flokkinn en hún hafi samt trú á að hægt sé að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins. „Verkefnið núna er að virkja og sameina flokksmenn alla og færa starfið inn í nútímann,“ sagði Áslaug. Flokksmenn þurfi að snúa saman bökum og þétta raðirnar. Þá hafi flokknum alltaf gengið vel þegar hann nær til ungs fólks. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það að það hefur verið farsælt þegar hann treystir ungu fólki,“ segir hún. Að lokum segist hún tilbúin að leggja allt undir og hvetur flokksmenn að fresta ekki framtíðinni. Hlusta má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10