„Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. mars 2025 16:22 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins Vísir/Anton Brink Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í framboðsræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði áherslu á sameiningu flokksins í ræðu sinni. „Það er nákvæmlega þetta sem vinstri menn hræðist, fullur salur af kraftmiklu fólki sem hefur trú á Sjálfstæðisstefnunni,“ hóf Áslaug ræðu sína á. „Verkefni okkar er skýrt, við eigum að tala skýrar fyrir Sjálfstæðisstefnunni, vera óhrædd og stolt í að sýna Sjálfstæðisstefnuna í verki. Þannig verður Sjálfstæðisflokkurinn aftur stór, þannig náum við árangri fyrir Ísland,“ sagði hún. Hún skautaði ekkert fram hjá niðurstöðum nýjustu Alþingiskosninga og sagði fylgið í sögulegu lágmarki þar sem að kjósendur hefðu ekki næga trú á flokknum. Ekki væri hægt að kenna neinum um en þeim sjálfum en þá væri það líka í þeirra höndum að laga stöðuna. Margt ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að kenna „Við vitum að sterkara efnahagslíf hvílir á öflugum atvinnurekstri,“ sagði Áslaug. Þá var ýmislegt annað sem hún taldi Sjálfstæðismenn vita og vilja gera, svo sem að verðlauna dugnað. „Við verðlaunum dugnað, hver stendur í vegi fyrir því? Jú ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ætlar ekki bara að hækka skatta heldur líka handvelja hvaða atvinnugreinar fá að blómstra og hverjar ekki. Við vitum að hér eru einstök tækifæri til að ýta undir hagvöxt, varðveita sjálfstæði okkar og einfalda regluverk. Hver stendur í vegi fyrir því? Jú ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ætlar að beita brögðum til að koma okkur hratt inn Evrópusamband þar sem hagvöxtur er sagnfræðilegt hugtak,“ segir hún. „Það kemur á daginn að planið var að fórna fullveldi okkar, auðlindum og sjálfstæði með inngöngu í Evrópusambandið og við höfnum slíkum hugmyndum.“ Þá sé það einnig ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, ásamt flokki hennar í borgarstjórn, að kenna að ungt fólk fái ekki húsnæði né græn svæði. Ríkisstjórnin komi þá einnig í veg fyrir öflugri heilbrigðisþjónustu eldri borgara, skilvirkari aðferðir í málefni hælisleitenda og betra menntakerfi í grunnskólum landsins. „Ég er viss um að þessi ríkisstjórn standi nú þegar á öndinni og ég efast að eitthvert þeirra kunni að beita Heimlich aðferðinni,“ segir Áslaug sem bjargaði kafnandi konu á Kastrup veitingastaðnum með Heimlich aðferðinni í desember. „Við stjórnarflokkanna sem emja undan því að við veitum þeim eðlilegt aðhald segi ég, afsakið það sem þið hafið nú þegar kynnst eru hveitibrauðsdagarnir, við erum rétt að byrja.“ Þurfi að snúa bökum saman Áslaug Arna lagði líka áherslu á sameiningu innan flokksins og mikilvægi þessi að tala fyrir stefnu hans. „Tímabili dýrkeyptra málamiðlana við vinstri flokkana er lokið,“ sagði hún og hlaut standandi lófaklapp frá landsfundargestum. Hún segir vandamál að fólki þori ekki að viðurkenna að þau styðji flokkinn en hún hafi samt trú á að hægt sé að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins. „Verkefnið núna er að virkja og sameina flokksmenn alla og færa starfið inn í nútímann,“ sagði Áslaug. Flokksmenn þurfi að snúa saman bökum og þétta raðirnar. Þá hafi flokknum alltaf gengið vel þegar hann nær til ungs fólks. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það að það hefur verið farsælt þegar hann treystir ungu fólki,“ segir hún. Að lokum segist hún tilbúin að leggja allt undir og hvetur flokksmenn að fresta ekki framtíðinni. Hlusta má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það er nákvæmlega þetta sem vinstri menn hræðist, fullur salur af kraftmiklu fólki sem hefur trú á Sjálfstæðisstefnunni,“ hóf Áslaug ræðu sína á. „Verkefni okkar er skýrt, við eigum að tala skýrar fyrir Sjálfstæðisstefnunni, vera óhrædd og stolt í að sýna Sjálfstæðisstefnuna í verki. Þannig verður Sjálfstæðisflokkurinn aftur stór, þannig náum við árangri fyrir Ísland,“ sagði hún. Hún skautaði ekkert fram hjá niðurstöðum nýjustu Alþingiskosninga og sagði fylgið í sögulegu lágmarki þar sem að kjósendur hefðu ekki næga trú á flokknum. Ekki væri hægt að kenna neinum um en þeim sjálfum en þá væri það líka í þeirra höndum að laga stöðuna. Margt ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að kenna „Við vitum að sterkara efnahagslíf hvílir á öflugum atvinnurekstri,“ sagði Áslaug. Þá var ýmislegt annað sem hún taldi Sjálfstæðismenn vita og vilja gera, svo sem að verðlauna dugnað. „Við verðlaunum dugnað, hver stendur í vegi fyrir því? Jú ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ætlar ekki bara að hækka skatta heldur líka handvelja hvaða atvinnugreinar fá að blómstra og hverjar ekki. Við vitum að hér eru einstök tækifæri til að ýta undir hagvöxt, varðveita sjálfstæði okkar og einfalda regluverk. Hver stendur í vegi fyrir því? Jú ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ætlar að beita brögðum til að koma okkur hratt inn Evrópusamband þar sem hagvöxtur er sagnfræðilegt hugtak,“ segir hún. „Það kemur á daginn að planið var að fórna fullveldi okkar, auðlindum og sjálfstæði með inngöngu í Evrópusambandið og við höfnum slíkum hugmyndum.“ Þá sé það einnig ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, ásamt flokki hennar í borgarstjórn, að kenna að ungt fólk fái ekki húsnæði né græn svæði. Ríkisstjórnin komi þá einnig í veg fyrir öflugri heilbrigðisþjónustu eldri borgara, skilvirkari aðferðir í málefni hælisleitenda og betra menntakerfi í grunnskólum landsins. „Ég er viss um að þessi ríkisstjórn standi nú þegar á öndinni og ég efast að eitthvert þeirra kunni að beita Heimlich aðferðinni,“ segir Áslaug sem bjargaði kafnandi konu á Kastrup veitingastaðnum með Heimlich aðferðinni í desember. „Við stjórnarflokkanna sem emja undan því að við veitum þeim eðlilegt aðhald segi ég, afsakið það sem þið hafið nú þegar kynnst eru hveitibrauðsdagarnir, við erum rétt að byrja.“ Þurfi að snúa bökum saman Áslaug Arna lagði líka áherslu á sameiningu innan flokksins og mikilvægi þessi að tala fyrir stefnu hans. „Tímabili dýrkeyptra málamiðlana við vinstri flokkana er lokið,“ sagði hún og hlaut standandi lófaklapp frá landsfundargestum. Hún segir vandamál að fólki þori ekki að viðurkenna að þau styðji flokkinn en hún hafi samt trú á að hægt sé að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins. „Verkefnið núna er að virkja og sameina flokksmenn alla og færa starfið inn í nútímann,“ sagði Áslaug. Flokksmenn þurfi að snúa saman bökum og þétta raðirnar. Þá hafi flokknum alltaf gengið vel þegar hann nær til ungs fólks. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það að það hefur verið farsælt þegar hann treystir ungu fólki,“ segir hún. Að lokum segist hún tilbúin að leggja allt undir og hvetur flokksmenn að fresta ekki framtíðinni. Hlusta má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10