Veður

Appel­sínu­gular við­varanir í kortunum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í kortunum næsta sólarhringinn.
Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í kortunum næsta sólarhringinn. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir á Suðurlandi, í Faxaflóa, Breiðafirði, á Ströndum og Norðurlandi vestra.

Þær appelsínu fara í gildi fyrst klukkan níu í kvöld í Breiðafirði en verða allar viðvarnair fallnar úr gildi klukkan fjögur aðfaranótt mánudags.

Búast má við átján til 25 metrum á sekúndu og snarpar vindhviður. Þá verði lélegt skyggni og ekkert ferðaveður.

Gular veðurviðvaranir eru nú í gildi í Breiðafirði, Faxaflóa, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi.

Gulu viðvararnirnar verða allar farnar úr gildi klukkan níu á mánudagsmorgun.

Svona á veðrið að vera klukkan þrjú í nótt.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×