Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 4. mars 2025 08:03 Undirrituð stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Vegna erfiðra langvinnra veikinda töldu flestir langsótt að ég ætti eitthvað í jafn stórt og krefjandi verkefni og doktorsnám er. Þar á meðal ég sjálf. En ekki leiðbeinandi minn, Silja Bára Ómarsdóttir, frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Í veikindum mínum mættu mér mjög víða lokaðar dyr. Ég var þvinguð aftur til vinnu alltof snemma af þáverandi heimilislækni, og í framhaldinu var ég þvinguð úr starfi af þáverandi vinnuveitanda. Ég var talin veik og einskis virði. Ég var ekki einhver til að veðja á. Á því var þó ein einstök og afar falleg undantekning. Þegar ég sótti um aðgang að doktorsnámi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands mætti mér ekkert nema skilyrðislaus stuðningur. Þar átti Silja Bára stærstan hlut að mál. Þegar ég byrjaði að vinna að umsókninni var ég rúmföst með getu til að vinna í tölvu í um 15 mínútur á viku. Það tók mig rúm tvö ár að skrifa rannsóknaráætlunina; 26 mánuði. Silja vissi vel hversu slæm staða mín var en það skipti hana engu máli. Hún var með mér í liði sama hvað. Það er erfitt að útskýra hversu mikilvægt þetta var. Hversu mikla líflínu þetta veitti mér á erfiðasta tíma lífs míns. Hversu mikla gleði og hversu mikinn létti. Að hafa tilgang og að tilheyra einhversstaðar. Ég á erfitt með að koma þakklæti mínu í orð. Doktorsverkefnið er nú komið á flug. Dropinn holar steininn. Í mínu tilfelli hefði það aldrei gerst án þessa skilyrðislausa stuðnings. Fyrir hversu marga aðra þarna úti á það sama við? Víst má telja að við séum að verða af mikilvægu framlagi þeirra sem geta lagt sitt að mörkum til samfélagsins á sínum eigin hraða og forsendum, en fá ekki tækifæri til þess. Ég vil rektor sem tryggir að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum, óháð þeim lífsáskorunum sem það stendur frammi fyrir hverju sinni. Rektor sem tryggir jafna möguleika allra til náms. Rektor sem stuðlar að því að kraftar allra í samfélaginu eigi möguleika á að vera virkjaðir. Rektor sem hvetur fólk til dáða og gerir það sem annars væri ómögulegt mögulegt. Silja hefur allt það til brunns að bera sem embætti rektors Háskóla Íslands krefst. Leiðtogahæfileika, skýrrar framtíðarsýnar, þekkingar, reynslu, samskiptahæfnis, og einstaks lags á að ná fólki saman og miðla málum. En til viðbótar er hún, líkt og ég deili með ykkur í þessari grein, með hjartað á réttum stað, sem að mínu mati skiptir engu minna máli. X við Silju Báru Ómarsdóttir Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Undirrituð stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Vegna erfiðra langvinnra veikinda töldu flestir langsótt að ég ætti eitthvað í jafn stórt og krefjandi verkefni og doktorsnám er. Þar á meðal ég sjálf. En ekki leiðbeinandi minn, Silja Bára Ómarsdóttir, frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Í veikindum mínum mættu mér mjög víða lokaðar dyr. Ég var þvinguð aftur til vinnu alltof snemma af þáverandi heimilislækni, og í framhaldinu var ég þvinguð úr starfi af þáverandi vinnuveitanda. Ég var talin veik og einskis virði. Ég var ekki einhver til að veðja á. Á því var þó ein einstök og afar falleg undantekning. Þegar ég sótti um aðgang að doktorsnámi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands mætti mér ekkert nema skilyrðislaus stuðningur. Þar átti Silja Bára stærstan hlut að mál. Þegar ég byrjaði að vinna að umsókninni var ég rúmföst með getu til að vinna í tölvu í um 15 mínútur á viku. Það tók mig rúm tvö ár að skrifa rannsóknaráætlunina; 26 mánuði. Silja vissi vel hversu slæm staða mín var en það skipti hana engu máli. Hún var með mér í liði sama hvað. Það er erfitt að útskýra hversu mikilvægt þetta var. Hversu mikla líflínu þetta veitti mér á erfiðasta tíma lífs míns. Hversu mikla gleði og hversu mikinn létti. Að hafa tilgang og að tilheyra einhversstaðar. Ég á erfitt með að koma þakklæti mínu í orð. Doktorsverkefnið er nú komið á flug. Dropinn holar steininn. Í mínu tilfelli hefði það aldrei gerst án þessa skilyrðislausa stuðnings. Fyrir hversu marga aðra þarna úti á það sama við? Víst má telja að við séum að verða af mikilvægu framlagi þeirra sem geta lagt sitt að mörkum til samfélagsins á sínum eigin hraða og forsendum, en fá ekki tækifæri til þess. Ég vil rektor sem tryggir að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum, óháð þeim lífsáskorunum sem það stendur frammi fyrir hverju sinni. Rektor sem tryggir jafna möguleika allra til náms. Rektor sem stuðlar að því að kraftar allra í samfélaginu eigi möguleika á að vera virkjaðir. Rektor sem hvetur fólk til dáða og gerir það sem annars væri ómögulegt mögulegt. Silja hefur allt það til brunns að bera sem embætti rektors Háskóla Íslands krefst. Leiðtogahæfileika, skýrrar framtíðarsýnar, þekkingar, reynslu, samskiptahæfnis, og einstaks lags á að ná fólki saman og miðla málum. En til viðbótar er hún, líkt og ég deili með ykkur í þessari grein, með hjartað á réttum stað, sem að mínu mati skiptir engu minna máli. X við Silju Báru Ómarsdóttir Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar