Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2025 19:35 Hákon Arnar Haraldsson á ferðinni með boltann í leiknum á móti Borussia Dortmund í kvöld. AP/Michel Euler Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. Lille tapaði þá 2-1 á móti þýska liðinu Borussia Dortmund á heimavelli sínum og það þýddi 3-2 tap samanlagt. Lille náði í jafntefli í fyrri leiknum í Þýskalandi og komst yfir í kvöld en það dugði ekki. Hákon lét til sín taka í leiknum og var nálægt því að leggja upp mark fyrir fyrirliðann Benjamin André í fyrri hálfleik en skallinn fór rétt fram hjá markinu. Í þeim seinni átti Hákon síðan frábæra tilraun sem var varin yfir en þetta gerðist skömmu áður en Dortmund komst yfir. Skot Hákonar var rétt utan teigs en markvörður Dortmund var vel á verði. Hákon bjó líka til dauðfæri fyrir Jonathan David en allt kom fyrir ekki. Lille fékk óskabyrjun í leiknum þegar Jonathan David skoraði strax á sjöttu mínútu en hann átti þá laust skot sem fór í gegnum klofið á bæði varnarmanni og markverði þýska liðsins. Strax í kjölfarið hófst mikil stórskotahríð hjá þeim þýsku en Lille lifði hana af á einhvern ótrúlegan hátt. Þeir voru því yfir í hálfleik en svo breyttist allt í seinni hálfleiknum. Dortmund fékk víti og jafnaði metin á 55. mínútu. Thomas Meunier braut á Serhou Guirassy og reynsluboltinn Emre Can skoraði af öryggi úr vítinu. Sex mínútum síðar var Hákon svo nálægt því að skora en Dortmund tók síðan forystuna á 65. mínútu. Maximilian Beier gerði mjög vel með því að snúa sér í teignum og ná frábæru skoti upp í bláhornið. Jonathan David fékk síðan dauðafæri á 79. mínútu eftir sendingu frá Hákoni en tókst ekki að koma boltanum framhjá markverði Dortmund. Nær komst Lille ekki og liðið er því úr leik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. Lille tapaði þá 2-1 á móti þýska liðinu Borussia Dortmund á heimavelli sínum og það þýddi 3-2 tap samanlagt. Lille náði í jafntefli í fyrri leiknum í Þýskalandi og komst yfir í kvöld en það dugði ekki. Hákon lét til sín taka í leiknum og var nálægt því að leggja upp mark fyrir fyrirliðann Benjamin André í fyrri hálfleik en skallinn fór rétt fram hjá markinu. Í þeim seinni átti Hákon síðan frábæra tilraun sem var varin yfir en þetta gerðist skömmu áður en Dortmund komst yfir. Skot Hákonar var rétt utan teigs en markvörður Dortmund var vel á verði. Hákon bjó líka til dauðfæri fyrir Jonathan David en allt kom fyrir ekki. Lille fékk óskabyrjun í leiknum þegar Jonathan David skoraði strax á sjöttu mínútu en hann átti þá laust skot sem fór í gegnum klofið á bæði varnarmanni og markverði þýska liðsins. Strax í kjölfarið hófst mikil stórskotahríð hjá þeim þýsku en Lille lifði hana af á einhvern ótrúlegan hátt. Þeir voru því yfir í hálfleik en svo breyttist allt í seinni hálfleiknum. Dortmund fékk víti og jafnaði metin á 55. mínútu. Thomas Meunier braut á Serhou Guirassy og reynsluboltinn Emre Can skoraði af öryggi úr vítinu. Sex mínútum síðar var Hákon svo nálægt því að skora en Dortmund tók síðan forystuna á 65. mínútu. Maximilian Beier gerði mjög vel með því að snúa sér í teignum og ná frábæru skoti upp í bláhornið. Jonathan David fékk síðan dauðafæri á 79. mínútu eftir sendingu frá Hákoni en tókst ekki að koma boltanum framhjá markverði Dortmund. Nær komst Lille ekki og liðið er því úr leik.
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti