Lífið

Ældi á hliðar­línunni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Tracy Morgan leið ekki vel á körfuboltaleik gærkvöldsins.
Tracy Morgan leið ekki vel á körfuboltaleik gærkvöldsins. Evan Agostini/Invision/AP)

Bandaríski leikarinn Tracy Morgan veiktist skyndilega á hliðarlínunni þar sem hann fylgdist með leik New York Knicks og Miami í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Hann ældi og fékk auk þess blóðnasir. Leikaranum var komið til aðstoðar og honum rúllað í burtu í hjólastól.

Frá þessu greinir Page Six. Þar kemur fram að ekki hafi fengist svör frá talsmanni leikarans um það hvað hafi verið um að vera. Segir þar að leikarinn hafi rætt heilsufarsvandræði sín opinskátt undanfarin ár, hann hefur meðal annars þurft að kljást við sykursýki, undirgengist lifrarígræðslu áirð 2010 og auk þess lent í lífshættulegu bílslysi árið 2014.

Í umfjöllun miðilsins segir að fresta hafi þurft körfuboltaleiknum um tíu mínútur vegna málsins. Á myndum sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum má sjá hvernig leikarinn ælir á gólfið á meðan áhyggjufullur vinur hans fylgist með. Þá segir vitni að hann hafi auk þess fengið blóðnasir og hafi í raun ekki getað staðið upp. Honum var komið til aðstoðar af bráðaliðum í Madison Square Garden höllinni og honum rúllað í burtu í hjólastól.

Leikurinn fór að endingu 116-95 í vil heimamanna í Knicks. Morgan hefur um árabil verið einn helsti stuðningsmaður liðsins en leikarinn er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt í grínþáttunum 30 Rock auk þess sem hann lék í Saturday Night Live um árabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.