Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar 25. mars 2025 13:16 Kvótakerfið var bundið í lög árið 1983. Framsal á kvóta var gefið frjálst nokkrum árum síðar og heimild til að veðsetja þann kvóta, sem úthlutað hafði verið án endurgjalds, fyrir bankalánum var gefin árið 1997. Þau bankalán voru notuð til að kaupa upp kvóta eða aðrar eignir með þeim afleiðingum að virði kvótans hækkaði gríðarlega. Úr varð stétt stórútgerða sem á bókfært eigið fé upp á að minnsta kosti hátt í fimm hundruð milljarða króna – en líklega miklu meira þar sem kvóti er verulega vanmetinn í bókum þeirra – og er með miklu hærra rekstrarhagnaðarhlutfall en þorri viðskiptahagkerfisins. Allan þennan tíma síðan kerfið var sett á, í meira en fjóra áratugi, hafa átt sér stað átök um þetta fyrirkomulag. Krafa um að sanngjarnt afgjald sé greitt fyrir afnot af þjóðarauðlindinni hefur mætt pólitískri fyrirstöðu þeirra flokka sem ráðið hafa íslensku samfélagi að mestu frá lýðveldisstofnun, þrátt fyrir að allar kannanir hafi í áratugi sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar standi á bakvið þá kröfu. Nú verður breyting þar á. Útgerðin heldur áfram eftir tveimur af hverjum þremur krónum Í frumvarpi til laga um veiðigjöld sem kynnt var í dag er lögð til leiðrétting á veiðigjöldum sem mun auka tekjur hins opinbera af þeim umtalsvert. Þrátt fyrir breytinguna mun útgerðin samt taka til sín um 67 prósent af hverri veiðiferð, en33 prósent af hagnaði hennar mun fara í að greiða fyrir afnot af þjóðarauðlindinni. Ef lögin hefðu verið í gildi árið 2023 hefði hagnaður sjávarútvegs í heild farið úr 67,5 í 59,9 milljarða króna. Það er allt og sumt. Rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs verður áfram sem áður umtalsvert hærra en þorra annarra geira og framlegð hans líka. Áhrifin á fjárfestingargetu greinarinnar eru engin, enda sú upphæð sem gjöldin verða hækkuð um bara brot af þeim hagnaði sem hún er með árlega, eftir að búið er að taka tillit til allrar fjárfestingar. Ólíkt því sem haldið hefur verið fram af hagsmunagæsluaðilum þá er engin ástæða til þess að fara með vinnslur úr landi vegna breytinganna. Það er einfaldlega hræðsluáróður. Enn verður meiri hagnaður af vinnslu sjávarafurða en gengur og gerist í öðrum greinum í hagkerfinu og breytingarnar eru ekki til þess fallnar að skerða samkeppnishæfni þeirra. Breiðustu bökin borga mest Fyrirkomulagið verður þannig að frítekjumark verður hækkað þannig að breytingarnar hafi ekki mikil áhrif á litlar og meðalstórar útgerðir. Breiðustu bökin í stórútgerð, sem hagnast mest, munu borga mest. Frumvarpið er líka hannað þannig að áhrif á landsbyggðina verði hverfandi og gert er ráð fyrir því að fjármagnið sem fæst í ríkiskassann muni að stóru leyti fara í löngu nauðsynlegar vegabætur í landsbyggðunum. Ekki veitir af, enda uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu komin í 265 til 290 milljarða króna. Fyrir liggur að aukið slit á kerfinu er að uppistöðu vegna stóraukinna þungaflutninga, enda sýna útreikningar að ein ferð 20 tonna vörubíls slítur vegum á við tíu þúsund ferðir tveggja tonna fólksbíls. Ein þeirra atvinnugreina sem nýtir vegakerfið hvað mest til þungaflutninga er sjávarútvegur. Leiðrétting, ekki hækkun Til viðbótar við réttlætis- og sanngirniskröfuna sem er undirliggjandi í nú kynntri lagabreytingu um hækkun veiðigjalda þá liggur fyrir að gildandi fyrirkomulag var úr sér gengið. Skýrast birtingarmynd þess er sú að tekjur af veiðigjaldi hafa ekki staðið undir kostnaði við þá þjónustu sem ríkið veitir sjávarútvegi. Sá kostnaður var ellefu milljarðar króna árið 2023 á meðan að veiðigjöld voru um tíu milljarðar króna. Það segir sig sjálft að skattgreiðendur geta ekki verið að greiða með þjónustu sem hið opinbera er að veita atvinnugrein sem skilaði um 60 milljörðum króna í hagnað á umræddu ári. Það er því ekki „þungur róður fram undan“ líkt og hagsmunagæsluöfl útgerða hafa haldið fram. Hérlendis eiga stórútgerðir svo oftar en ekki alla virðiskeðjuna og selja sjálfri sér aflann til vinnslu. Verðið í þeim viðskiptum er mun lægra en verð á opnum markaði fyrir sambærilegan fisk. Í því fyrirkomulagi er skýr hvati til að selja aflann ódýrt inn í vinnsluna og taka út raunveruleg verðmæti eftir þann hlekk í keðjunni. Veiðigjöldin eru nefnilega einungis greidd af aflanum sjálfum. Leiðréttingin sem ráðist verður í felur annars vegar í sér að miða verð á síld, kolmunna og makríl við verð á markaði í Noregi. Þar er, ólíkt Íslandi, aðskilnaður milli veiða og vinnslu og allur afli fer því beint á markað. Við það myndast markaðsverð. Hins vegar felur leiðréttingin í sér að láta verð á þorski og ýsu sem veiðigjald er greitt af miða við meðalverð á fiskmarkaði yfir tólf mánaða tímabil til að nálgast betur raunveruleg aflaverðmæti. Fólk sem stendur með almenningi Sú ríkisstjórn sem tók við völdum í desember lofaði að breyta þessu. Að taka almannahagsmuni fram fyrir sérhagsmuni. Nú, 94 dögum síðar, liggur fyrir frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda sem mun nálægt tvöfalda þá upphæð sem þau eiga að skila. Það kemur til viðbótar þegar fyrirliggjandi breytingum á strandveiðikerfinu. Það kemur til viðbótar þegar framlögðu frumvarpi sem ætlað er að auka gagnsæi í sjávarútvegi, aðlaga leikreglurnar sem geirinn spilar eftir við aðrar og skilgreina systkini og sambúðarfólk sem tengda aðila. Það kemur til viðbótar skýrslubeiðni um að atvinnuvegaráðherra flytji Alþingi skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku viðskiptalífi. Það sem öðrum tókst ekki að gera á 42 árum tókst ríkisstjórninni að ýta af stað á 94 dögum. Nú ríður á að allir sem hafa beðið eftir þessu í áratugi standi saman og sigli þessu þjóðþrifamáli í höfn. Það er vert að hafa ofangreint í huga þegar stjórnarandstöðuflokkarnir tala um sitjandi ríkisstjórn sem verklausa. Hafið þetta líka í huga þegar hún talar um suma flokkanna sem að henni standa sem eitthvað skítugt sem hafi óvart villst inn í stássstofuna þeirra. Aðskotahlut sem sé sestur við völd og eigi, að þeirra mati, ekkert erindi upp á dekk þrátt fyrir skýrt lýðræðislegt umboð vegna þess að bakgrunnur þeirra og lífssaga er öðruvísi en þeirra sem vanir eru því að stjórna. Hafið í huga að stundum þarf nefnilega öðruvísi fólk til að knýja í gegn nauðsynlegar breytingar. Fólk sem lætur verkin tala. Fólk eins og það sem er við völd á Íslandi í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Skattar og tollar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Kvótakerfið var bundið í lög árið 1983. Framsal á kvóta var gefið frjálst nokkrum árum síðar og heimild til að veðsetja þann kvóta, sem úthlutað hafði verið án endurgjalds, fyrir bankalánum var gefin árið 1997. Þau bankalán voru notuð til að kaupa upp kvóta eða aðrar eignir með þeim afleiðingum að virði kvótans hækkaði gríðarlega. Úr varð stétt stórútgerða sem á bókfært eigið fé upp á að minnsta kosti hátt í fimm hundruð milljarða króna – en líklega miklu meira þar sem kvóti er verulega vanmetinn í bókum þeirra – og er með miklu hærra rekstrarhagnaðarhlutfall en þorri viðskiptahagkerfisins. Allan þennan tíma síðan kerfið var sett á, í meira en fjóra áratugi, hafa átt sér stað átök um þetta fyrirkomulag. Krafa um að sanngjarnt afgjald sé greitt fyrir afnot af þjóðarauðlindinni hefur mætt pólitískri fyrirstöðu þeirra flokka sem ráðið hafa íslensku samfélagi að mestu frá lýðveldisstofnun, þrátt fyrir að allar kannanir hafi í áratugi sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar standi á bakvið þá kröfu. Nú verður breyting þar á. Útgerðin heldur áfram eftir tveimur af hverjum þremur krónum Í frumvarpi til laga um veiðigjöld sem kynnt var í dag er lögð til leiðrétting á veiðigjöldum sem mun auka tekjur hins opinbera af þeim umtalsvert. Þrátt fyrir breytinguna mun útgerðin samt taka til sín um 67 prósent af hverri veiðiferð, en33 prósent af hagnaði hennar mun fara í að greiða fyrir afnot af þjóðarauðlindinni. Ef lögin hefðu verið í gildi árið 2023 hefði hagnaður sjávarútvegs í heild farið úr 67,5 í 59,9 milljarða króna. Það er allt og sumt. Rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs verður áfram sem áður umtalsvert hærra en þorra annarra geira og framlegð hans líka. Áhrifin á fjárfestingargetu greinarinnar eru engin, enda sú upphæð sem gjöldin verða hækkuð um bara brot af þeim hagnaði sem hún er með árlega, eftir að búið er að taka tillit til allrar fjárfestingar. Ólíkt því sem haldið hefur verið fram af hagsmunagæsluaðilum þá er engin ástæða til þess að fara með vinnslur úr landi vegna breytinganna. Það er einfaldlega hræðsluáróður. Enn verður meiri hagnaður af vinnslu sjávarafurða en gengur og gerist í öðrum greinum í hagkerfinu og breytingarnar eru ekki til þess fallnar að skerða samkeppnishæfni þeirra. Breiðustu bökin borga mest Fyrirkomulagið verður þannig að frítekjumark verður hækkað þannig að breytingarnar hafi ekki mikil áhrif á litlar og meðalstórar útgerðir. Breiðustu bökin í stórútgerð, sem hagnast mest, munu borga mest. Frumvarpið er líka hannað þannig að áhrif á landsbyggðina verði hverfandi og gert er ráð fyrir því að fjármagnið sem fæst í ríkiskassann muni að stóru leyti fara í löngu nauðsynlegar vegabætur í landsbyggðunum. Ekki veitir af, enda uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu komin í 265 til 290 milljarða króna. Fyrir liggur að aukið slit á kerfinu er að uppistöðu vegna stóraukinna þungaflutninga, enda sýna útreikningar að ein ferð 20 tonna vörubíls slítur vegum á við tíu þúsund ferðir tveggja tonna fólksbíls. Ein þeirra atvinnugreina sem nýtir vegakerfið hvað mest til þungaflutninga er sjávarútvegur. Leiðrétting, ekki hækkun Til viðbótar við réttlætis- og sanngirniskröfuna sem er undirliggjandi í nú kynntri lagabreytingu um hækkun veiðigjalda þá liggur fyrir að gildandi fyrirkomulag var úr sér gengið. Skýrast birtingarmynd þess er sú að tekjur af veiðigjaldi hafa ekki staðið undir kostnaði við þá þjónustu sem ríkið veitir sjávarútvegi. Sá kostnaður var ellefu milljarðar króna árið 2023 á meðan að veiðigjöld voru um tíu milljarðar króna. Það segir sig sjálft að skattgreiðendur geta ekki verið að greiða með þjónustu sem hið opinbera er að veita atvinnugrein sem skilaði um 60 milljörðum króna í hagnað á umræddu ári. Það er því ekki „þungur róður fram undan“ líkt og hagsmunagæsluöfl útgerða hafa haldið fram. Hérlendis eiga stórútgerðir svo oftar en ekki alla virðiskeðjuna og selja sjálfri sér aflann til vinnslu. Verðið í þeim viðskiptum er mun lægra en verð á opnum markaði fyrir sambærilegan fisk. Í því fyrirkomulagi er skýr hvati til að selja aflann ódýrt inn í vinnsluna og taka út raunveruleg verðmæti eftir þann hlekk í keðjunni. Veiðigjöldin eru nefnilega einungis greidd af aflanum sjálfum. Leiðréttingin sem ráðist verður í felur annars vegar í sér að miða verð á síld, kolmunna og makríl við verð á markaði í Noregi. Þar er, ólíkt Íslandi, aðskilnaður milli veiða og vinnslu og allur afli fer því beint á markað. Við það myndast markaðsverð. Hins vegar felur leiðréttingin í sér að láta verð á þorski og ýsu sem veiðigjald er greitt af miða við meðalverð á fiskmarkaði yfir tólf mánaða tímabil til að nálgast betur raunveruleg aflaverðmæti. Fólk sem stendur með almenningi Sú ríkisstjórn sem tók við völdum í desember lofaði að breyta þessu. Að taka almannahagsmuni fram fyrir sérhagsmuni. Nú, 94 dögum síðar, liggur fyrir frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda sem mun nálægt tvöfalda þá upphæð sem þau eiga að skila. Það kemur til viðbótar þegar fyrirliggjandi breytingum á strandveiðikerfinu. Það kemur til viðbótar þegar framlögðu frumvarpi sem ætlað er að auka gagnsæi í sjávarútvegi, aðlaga leikreglurnar sem geirinn spilar eftir við aðrar og skilgreina systkini og sambúðarfólk sem tengda aðila. Það kemur til viðbótar skýrslubeiðni um að atvinnuvegaráðherra flytji Alþingi skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku viðskiptalífi. Það sem öðrum tókst ekki að gera á 42 árum tókst ríkisstjórninni að ýta af stað á 94 dögum. Nú ríður á að allir sem hafa beðið eftir þessu í áratugi standi saman og sigli þessu þjóðþrifamáli í höfn. Það er vert að hafa ofangreint í huga þegar stjórnarandstöðuflokkarnir tala um sitjandi ríkisstjórn sem verklausa. Hafið þetta líka í huga þegar hún talar um suma flokkanna sem að henni standa sem eitthvað skítugt sem hafi óvart villst inn í stássstofuna þeirra. Aðskotahlut sem sé sestur við völd og eigi, að þeirra mati, ekkert erindi upp á dekk þrátt fyrir skýrt lýðræðislegt umboð vegna þess að bakgrunnur þeirra og lífssaga er öðruvísi en þeirra sem vanir eru því að stjórna. Hafið í huga að stundum þarf nefnilega öðruvísi fólk til að knýja í gegn nauðsynlegar breytingar. Fólk sem lætur verkin tala. Fólk eins og það sem er við völd á Íslandi í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun