Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. mars 2025 13:44 David Walliams segist ekki hafa átt von á að arfleifð þeirra myndi lifa jafn lengi, hvað þá tveimur áratugum síðar. Getty David Walliams, breski grínistinn og rithöfundurinn, segir það áhugavert að frasi úr bresku gamanþáttunum Little Britain sé notaður í daglegu tali á Íslandi, tveimur áratugum eftir að hann var fyrst kynntur til leiks. Þetta kom fram í nýlegu hlaðvarpi Robs Brydon. Þar ræddi Walliams frasann „computer says no“ eða „tölvan segir nei.“ Hann segist hafa verið yfir sig hissa þegar hann heimsótti Ísland og komist að því að frasinn væri mikið notaður í daglegu tali hér á landi. Walliams hefur slegið rækilega í gegn sem barnabókahöfundur, einnig á Íslandi, auk samstarfs síns við Matt Lucas í gamanþáttunum Little Britain. Hlaðvarpsstjórnandinn Brydon er sjálfur kunnuglegt andlit úr bresku gamanþáttasenunni, meðal annars fyrir hlutverk sitt í Gavin & Stacey og The Trip. „Það er ótrúlegt að tuttugu árum síðar sé fólk enn að grípa til þessa frasa. Ég hefði aldrei búist við því!“ sagði hann. Uppruna sketsins rakti hann til eigin reynslu af bankaþjónustu, þar sem starfsmaður vék sér undan svörum með því að vísa í niðurstöður tölvukerfis. Hann notaði þessa upplifun sem innblástur fyrir karakterinn og þjónustufulltrúa að nafni Carol Beer í Little Britain, sem varð fræg fyrir að svara viðskiptavinum með kaldhömruðu „Computer says no.“ Þættirnir Little Britain hófu göngu sína árið 2003 til ársins 2006. Walliams segist ekki hafa átt von á að arfleifð þeirra myndi lifa jafn lengi en segist þó ánægður með að húmorinn eigi enn erindi og að Íslendingar hafi gert frasann að sínum eigin – jafnvel tveimur áratugum síðar. Hér að neðan má sjá umrætt atriði þar sem Walliams fer með hlutverk Carol Beer. Menning Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Þar ræddi Walliams frasann „computer says no“ eða „tölvan segir nei.“ Hann segist hafa verið yfir sig hissa þegar hann heimsótti Ísland og komist að því að frasinn væri mikið notaður í daglegu tali hér á landi. Walliams hefur slegið rækilega í gegn sem barnabókahöfundur, einnig á Íslandi, auk samstarfs síns við Matt Lucas í gamanþáttunum Little Britain. Hlaðvarpsstjórnandinn Brydon er sjálfur kunnuglegt andlit úr bresku gamanþáttasenunni, meðal annars fyrir hlutverk sitt í Gavin & Stacey og The Trip. „Það er ótrúlegt að tuttugu árum síðar sé fólk enn að grípa til þessa frasa. Ég hefði aldrei búist við því!“ sagði hann. Uppruna sketsins rakti hann til eigin reynslu af bankaþjónustu, þar sem starfsmaður vék sér undan svörum með því að vísa í niðurstöður tölvukerfis. Hann notaði þessa upplifun sem innblástur fyrir karakterinn og þjónustufulltrúa að nafni Carol Beer í Little Britain, sem varð fræg fyrir að svara viðskiptavinum með kaldhömruðu „Computer says no.“ Þættirnir Little Britain hófu göngu sína árið 2003 til ársins 2006. Walliams segist ekki hafa átt von á að arfleifð þeirra myndi lifa jafn lengi en segist þó ánægður með að húmorinn eigi enn erindi og að Íslendingar hafi gert frasann að sínum eigin – jafnvel tveimur áratugum síðar. Hér að neðan má sjá umrætt atriði þar sem Walliams fer með hlutverk Carol Beer.
Menning Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira