Fyrri leikur liðanna fór 1-4 fyrir Barcelona á heimavelli Wolfsburg. Sveindís kom þá inn af varamannabekknum eftir sextíu mínútur og Börsungar voru 3-0 yfir.
Svipuð þróun var í leik kvöldsins, Börsungar með mikla yfirburði. Salma Paralluelo var komin með tvö mörk á blað eftir tuttugu mínútur. Esmee Brugts bætti svo við fyrir hálfleik.
Claudia Pina skoraði síðan fjórða og fimmta mark Barcelona en Lineth Beerensteyn minnkaði muninn fyrir Wolfsburg áður en Mapi Leon setti sjötta markið.
Sveindís var tekin af velli eftir sjötíu mínútur, í stöðunni 4-0 fyrir Barcelona, fyrir Beerensteyn sem setti mark Wolfsburg.
Barcelona mun mæta annað hvort Manchester City eða Chelsea í undanúrslitum. Einvígi þeirra lýkur á morgun en City er 2-0 yfir eftir fyrri leikinn. Hinum megin mætast svo Arsenal og Lyon.
Illa fór einnig fyrir Bayern Munchen í átta liða úrslitum, Glódís Perla Viggósdóttir er leikmaður liðsins en er að jafna sig eftir höfuðhögg og sat allan tímann á bekknum í gær.