Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2025 13:30 Freyr Alexandersson tók við sem þjálfari Brann í janúar fyrr á þessu ári. Á morgun stýrir hann sínum fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni. Vísir/NTB Segja má að stjórnartíð Freys Alexanderssonar sem þjálfari norska liðsins Brann hefjist formlega á morgun með fyrsta keppnisleik liðsins undir hans stjórn í norsku úrvalsdeildinni. Sérfræðingar TV 2 spyrja sig hvort Freyr geti haft viðlíka áhrif á Brann og Arne Slot hefur haft á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool. Freyr fær það verkefni að feta í fótspor Eirik Hornelands sem reyndist afar vinsæll í starfi hjá Brann og skilaði góðum árangri sem varð meðal annars til þess að liðið endaði í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Það er mat sérfræðinga TV 2 að þrátt fyrir að Brann hafi ekki spilað einn einasta keppnisleik undir stjórn Freys þá hafi hann náð að heilla bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins með góðum úrslitum á undirbúningstímabilinu sem og framkomu sinni. „Nú bíðum við eftir að sjá hvernig honum tekst til þegar að alvaran tekur við,“ segir í umfjöllun TV 2 um Brann sem miðillinn spáir 4.sæti á komandi tímabili í norsku úrvalsdeildinni. Brann hefur ekki tapað leik undir stjórn Freysa á undirbúningstímabilinu en sérfræðingar TV 2 velta því fyrir sér hvort þar ráði síðustu leifar Horneland í starfi eða hvort þar sé um áhrif Freys að gæta. Hjá Brann setja menn markið hátt og á að berjast við topp deildarinnar auk þess sem félagið á góðan möguleika á að komast í riðlakeppni í Evrópu. „Takist þeim það hins vegar teljum við að það muni koma niður á gengi liðsins heima fyrir í haust á tímapunkti þar sem Brann hefur gengið vel á undanförnum árum þegar að liðið hefur ekki verið í Evrópu.“ Freyr hefur fengið inn þrjá nýja leikmenn í yngri kantinum, einn þeirra er Eggert Aron Guðmundsson sem kemur frá Elfsborg og á móti hafa þrír leikmenn um og yfir 30 ára aldur horfið á braut. „Það segir okkur að Brann er að hugsa um uppbyggingu en ef við eigum að leggja kalt mat á þetta þá er þeim ekki alvara í því að reyna sækja gullið. Bilið milli þeirra og Bodø/Glimt er of mikið, við teljum bilið vera meira en á síðasta tímabili.“ Forráðamenn Brann geti sætt sig við Evrópuævintýri og sæti á meðal efstu fjögurra liða norsku úrvalsdeildarinnar að tímabilinu loknu. Það er mat TV 2 að þátttaka í Evrópukeppni fái forgang. Stóra spurningarmerkið við gengi Brann á tímabilinu snúi að Frey. „Getur hann, líkt og Arne Slot hjá Liverpool, fyllt upp í fótspor forvera síns eða verður hann hinn næsti Rikard Norling sem segir réttu hlutina en nær ekki að skila inn úrslitum? Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Fleiri fréttir Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Sjá meira
Freyr fær það verkefni að feta í fótspor Eirik Hornelands sem reyndist afar vinsæll í starfi hjá Brann og skilaði góðum árangri sem varð meðal annars til þess að liðið endaði í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Það er mat sérfræðinga TV 2 að þrátt fyrir að Brann hafi ekki spilað einn einasta keppnisleik undir stjórn Freys þá hafi hann náð að heilla bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins með góðum úrslitum á undirbúningstímabilinu sem og framkomu sinni. „Nú bíðum við eftir að sjá hvernig honum tekst til þegar að alvaran tekur við,“ segir í umfjöllun TV 2 um Brann sem miðillinn spáir 4.sæti á komandi tímabili í norsku úrvalsdeildinni. Brann hefur ekki tapað leik undir stjórn Freysa á undirbúningstímabilinu en sérfræðingar TV 2 velta því fyrir sér hvort þar ráði síðustu leifar Horneland í starfi eða hvort þar sé um áhrif Freys að gæta. Hjá Brann setja menn markið hátt og á að berjast við topp deildarinnar auk þess sem félagið á góðan möguleika á að komast í riðlakeppni í Evrópu. „Takist þeim það hins vegar teljum við að það muni koma niður á gengi liðsins heima fyrir í haust á tímapunkti þar sem Brann hefur gengið vel á undanförnum árum þegar að liðið hefur ekki verið í Evrópu.“ Freyr hefur fengið inn þrjá nýja leikmenn í yngri kantinum, einn þeirra er Eggert Aron Guðmundsson sem kemur frá Elfsborg og á móti hafa þrír leikmenn um og yfir 30 ára aldur horfið á braut. „Það segir okkur að Brann er að hugsa um uppbyggingu en ef við eigum að leggja kalt mat á þetta þá er þeim ekki alvara í því að reyna sækja gullið. Bilið milli þeirra og Bodø/Glimt er of mikið, við teljum bilið vera meira en á síðasta tímabili.“ Forráðamenn Brann geti sætt sig við Evrópuævintýri og sæti á meðal efstu fjögurra liða norsku úrvalsdeildarinnar að tímabilinu loknu. Það er mat TV 2 að þátttaka í Evrópukeppni fái forgang. Stóra spurningarmerkið við gengi Brann á tímabilinu snúi að Frey. „Getur hann, líkt og Arne Slot hjá Liverpool, fyllt upp í fótspor forvera síns eða verður hann hinn næsti Rikard Norling sem segir réttu hlutina en nær ekki að skila inn úrslitum?
Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Fleiri fréttir Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Sjá meira