ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. apríl 2025 19:50 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Vísir/Hanna Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í níu dómsmálum í Landsrétti. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Héraðsdómur sýknaði sjóðinn af tólf slíkum málum í febrúar í fyrra þar sem kröfur fólksins hljóðuðu í heildina upp á um 24 milljónir króna. Lægsta krafan var upp á um 800 þúsund krónur en sú hæsta upp á um þrjár milljónir króna. Alls voru þrettán mál þingfest fyrir héraðsdómi í júní 2023. Fólkið sem höfðaði málin tóku öll lán fyrir efnahagshrunið 2008. Lánin voru á lágum vöxtum að því gefnu að myndi fólkið greiða það upp fyrr en stefnt var að myndi það þurfa að greiða hátt uppgreiðslugjald. Árið 2012 voru svo sett lög um neytendalán sem snerust, meðal annars, um að uppgreiðslugjaldið þyrfti að vera lægra, og afmarkaðist við eitt prósent. Eftir að lögin voru sett á fót tók einhver annar yfir lánið og snerist ágreiningur málanna um hvort farið væri eftir fyrirkomulagi lánanna, eða nýju lögunum. Fólkið vildi meina að hið síðara ætti við, nýtt skuldasamband hefði orðið til við yfirtöku lánanna sem hefði áhrif á uppgreiðslugjaldið. Héraðsdómur féllst ekki á það. Í dómnum segir að þrátt fyrir að uppgreiðslugjaldið væri hærra en það sem nýju lögin hefðu sagt til um settu þau ekki hömlur á skuldaraskipti eldri lánssamninga. Landsréttur tók svo undir það en í dómi þeirra í dag segir að lögin hafi ekki átt að virka afturvirkt nema í tilviki opinna lánasamninga. Þó svo að nýtt skuldarasamband hefði stofnast hefði lánið verið á sama grunni og réttarsamband fyrri skuldara. Því hefði ekki verið um að ræða nýtt lán og því ákvæði samningsins áfram í gildi. Landsréttar staðfesti því sýknu héraðsdóms. Dómsmál Neytendur ÍL-sjóður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Héraðsdómur sýknaði sjóðinn af tólf slíkum málum í febrúar í fyrra þar sem kröfur fólksins hljóðuðu í heildina upp á um 24 milljónir króna. Lægsta krafan var upp á um 800 þúsund krónur en sú hæsta upp á um þrjár milljónir króna. Alls voru þrettán mál þingfest fyrir héraðsdómi í júní 2023. Fólkið sem höfðaði málin tóku öll lán fyrir efnahagshrunið 2008. Lánin voru á lágum vöxtum að því gefnu að myndi fólkið greiða það upp fyrr en stefnt var að myndi það þurfa að greiða hátt uppgreiðslugjald. Árið 2012 voru svo sett lög um neytendalán sem snerust, meðal annars, um að uppgreiðslugjaldið þyrfti að vera lægra, og afmarkaðist við eitt prósent. Eftir að lögin voru sett á fót tók einhver annar yfir lánið og snerist ágreiningur málanna um hvort farið væri eftir fyrirkomulagi lánanna, eða nýju lögunum. Fólkið vildi meina að hið síðara ætti við, nýtt skuldasamband hefði orðið til við yfirtöku lánanna sem hefði áhrif á uppgreiðslugjaldið. Héraðsdómur féllst ekki á það. Í dómnum segir að þrátt fyrir að uppgreiðslugjaldið væri hærra en það sem nýju lögin hefðu sagt til um settu þau ekki hömlur á skuldaraskipti eldri lánssamninga. Landsréttur tók svo undir það en í dómi þeirra í dag segir að lögin hafi ekki átt að virka afturvirkt nema í tilviki opinna lánasamninga. Þó svo að nýtt skuldarasamband hefði stofnast hefði lánið verið á sama grunni og réttarsamband fyrri skuldara. Því hefði ekki verið um að ræða nýtt lán og því ákvæði samningsins áfram í gildi. Landsréttar staðfesti því sýknu héraðsdóms.
Dómsmál Neytendur ÍL-sjóður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08