SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 12:05 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra stendur að baki frumvarpi um hækkun veiðigjalda sem hefur valdið kurr í röðum sjávarútvegsins. Vísir/Vilhelm Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem ráðuneytið svarar harðorðri yfirlýsingu sem SFS sendu frá sér í gær. Samtökin sögðust þar ekki ætla að veita umsögn um veiðigjaldafrumvarp innan tilskilins vikufrests vegna þess hve stuttur hann er. Samtökin sögðu ráðuneytið jafnframt kjósa að svara ekki ítrekuðum beiðnum um aðgang að undirliggjandi grunngögnum og útreikningum sem frumvarpið byggði á. Þannig væri ljóst að samtökin höfnuðu faglegri úrvinnslu gagna, gagnsæi og upplýstri umræðu. Atvinnuvegaráðuneytið svarar nú fyrir ásakanir SFS um tregðu við afhendingu gagna, samráðsleysi og stuttan umsagnarfrest um frumvarpið. Hafi fengið boð um fund og öll gögn Ráðuneytið segir í tilkynningunni að gagnabeiðnum frá samtökunum hafi verið svarað innan tilskilinna tímamarka og þær afgreiddar í samræmi við upplýsingalög og stjórnsýslulög. „Samtökunum hafa verið afhent öll þau gögn sem óskað hefur verið eftir og falla undir afhendingarskyldu fyrrgreindra laga. Vinnugögn og gögn sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila eru undanskilin afhendingarskyldu,“ segir í tilkynningunni. Þá segist ráðuneytið hafa átt þrjá fundi með samtökunum vegna frumvarpsins auk annnarra „formlegra og óformlegra samskipta“. „Samtökin svöruðu ekki boði um fund sem boðaður var 1. apríl sl. þar sem til stóð að fara yfir útreikninga sem liggja að baki ákvörðunar veiðigjaldsins,“ segir einnig í tilkynningunni. Málið sé brýnt og fresturinn því stuttur Loks útskýrir ráðuneytið að einnar viku umsagnarfrestur í samráðsgáttinni hafi verið ákveðinn í ljósi hve brýnt hafi verið að koma málinu sem fyrst til Alþingis. Það væri í samræmi við fyrirmæli í samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa. Jafnframt gefist aftur kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpið við þinglega meðferð þess. Gagnrýni á stuttan umsagnarfrest um frumvarpið í samráðsgátt hafa komið frá fleirumm en SFS, þar á meðal Samtökum atvinnulífsins. Síðasta ríkisstjórn setti sér árið 2018 þá vinnureglu að gefinn væri að minnsta kosti tveggja til fjögurra vikna frestur til að skila inn umsögnum um drög að frumvörpum. Ný ríkisstjórn virðist ekki ætla að halda jafn fast í þá vinnureglu. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Tengdar fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. 4. apríl 2025 11:53 Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða. 28. mars 2025 14:12 „Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem ráðuneytið svarar harðorðri yfirlýsingu sem SFS sendu frá sér í gær. Samtökin sögðust þar ekki ætla að veita umsögn um veiðigjaldafrumvarp innan tilskilins vikufrests vegna þess hve stuttur hann er. Samtökin sögðu ráðuneytið jafnframt kjósa að svara ekki ítrekuðum beiðnum um aðgang að undirliggjandi grunngögnum og útreikningum sem frumvarpið byggði á. Þannig væri ljóst að samtökin höfnuðu faglegri úrvinnslu gagna, gagnsæi og upplýstri umræðu. Atvinnuvegaráðuneytið svarar nú fyrir ásakanir SFS um tregðu við afhendingu gagna, samráðsleysi og stuttan umsagnarfrest um frumvarpið. Hafi fengið boð um fund og öll gögn Ráðuneytið segir í tilkynningunni að gagnabeiðnum frá samtökunum hafi verið svarað innan tilskilinna tímamarka og þær afgreiddar í samræmi við upplýsingalög og stjórnsýslulög. „Samtökunum hafa verið afhent öll þau gögn sem óskað hefur verið eftir og falla undir afhendingarskyldu fyrrgreindra laga. Vinnugögn og gögn sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila eru undanskilin afhendingarskyldu,“ segir í tilkynningunni. Þá segist ráðuneytið hafa átt þrjá fundi með samtökunum vegna frumvarpsins auk annnarra „formlegra og óformlegra samskipta“. „Samtökin svöruðu ekki boði um fund sem boðaður var 1. apríl sl. þar sem til stóð að fara yfir útreikninga sem liggja að baki ákvörðunar veiðigjaldsins,“ segir einnig í tilkynningunni. Málið sé brýnt og fresturinn því stuttur Loks útskýrir ráðuneytið að einnar viku umsagnarfrestur í samráðsgáttinni hafi verið ákveðinn í ljósi hve brýnt hafi verið að koma málinu sem fyrst til Alþingis. Það væri í samræmi við fyrirmæli í samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa. Jafnframt gefist aftur kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpið við þinglega meðferð þess. Gagnrýni á stuttan umsagnarfrest um frumvarpið í samráðsgátt hafa komið frá fleirumm en SFS, þar á meðal Samtökum atvinnulífsins. Síðasta ríkisstjórn setti sér árið 2018 þá vinnureglu að gefinn væri að minnsta kosti tveggja til fjögurra vikna frestur til að skila inn umsögnum um drög að frumvörpum. Ný ríkisstjórn virðist ekki ætla að halda jafn fast í þá vinnureglu.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Tengdar fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. 4. apríl 2025 11:53 Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða. 28. mars 2025 14:12 „Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. 4. apríl 2025 11:53
Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða. 28. mars 2025 14:12
„Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37