Fundurinn hófst klukkan 12.20 en upptöku frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari stal senunni í lok fundar. „Þurftirðu að henda í eina fyrirsögn þarna,“ sagði Ingibjörg landsliðsfyrirliði og glotti.
Ísland gerði markalaust jafntefli við Noreg í riðli 2 í Þjóðadeildinni á föstudaginn. Íslendingar eru með tvö stig eftir þrjá leiki í riðlinum.
Leikur Íslands og Sviss fer fram á AVIS-vellinum í Laugardalnum á morgun og hefst klukkan 16:45. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.