Monga er aðeins 15 ára gamall og varð í gær sá næstyngsti í sögunni til að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Ástæðan fyrir því að treyja hans var ekki með auglýsingu er sú eða Leicester er með auglýsingasamning við veðmálafyrirtæki.
Samkvæmt lögum um veðmál í Bretlandi, sem breytt var árið 2020, er nefnilega bannað að fólk undir 18 ára aldri klæðist treyjum sem auglýsa veðmálafyrirtæki.
15 year-old Jeremy Monga made his Premier League debut against Newcastle.
— ESPN UK (@ESPNUK) April 8, 2025
He wore a shirt without a sponsor because he's too young to advertise a betting company 😅 pic.twitter.com/CWX8HSPrnU
Monga var aðeins 15 ára og 271 dags gamall þegar hann spilaði í gær en honum tókst ekki að koma í veg fyrir enn eitt tap Leicester, 3-0. Lærisveinar Ruud van Nistelrooy hafa nú tapað átta deildarleikjum í röð án þess að skora eitt einasta mark og eru í 19. sæti deildarinnar, fimmtán stigum frá næsta örugga sæti og svo sannarlega á leið niður um deild.
Arsenal-táningurinn Ethan Nwaneri á enn metið sem yngsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar en hann var 90 dögum yngri en Monga nú þegar hann lék sínar fyrstu mínútur í deildinni.