Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2025 07:33 Það er óhætt að segja að Eric Cantona sé ekki aðdáandi þess sem er í gangi hjá Manchester Unted þessi misserin. Getty/Ash Donelon Manchester United goðsögnin Eric Cantona hefur ekki mikið álit á því sem er í gangi hjá hans gamla félagi eftir að Sir Jim Ratcliffe eignaðist hlut í félaginu. Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti og ekki einu sinni sjálfur Sir Alex Ferguson slapp við hann. „Síðan Ratcliffe kom þá eru stjórnendurnir að reyna að eyðileggja allt og þeir bera ekki virðingu fyrir einum eða neinum,“ sagði Eric Cantona á samkomu á vegum FC United of Manchester. Guardian segir frá. „Þeir ætla meira að segja að breyta leikvanginum. Sál félagsins og liðsins liggur ekki i leikmönnunum sjálfum. Hún liggur hját fólkinu í kringum leikmennina sem eru eins og stór fjölskylda,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague) Ratcliffe er þessa dagana að losa sig við fleiri starfsmenn félagsins og hann hefur sagt upp 450 starfsmönnum hjá United. „Það er mjög mikilvægt að bera virðingu fyrir þessu góða fólki alveg eins og þú berð virðingu fyrir knattspyrnustjóranum og leikmönnunum. Síðan Ratcliffe kom þá hefur það verið algjörlega öfugt farið,“ sagði Cantona. „Hann vill ekki hafa Sir Alex Ferguson áfram sem sendiherra. Hann er meira en goðsögn og við verðum að finna sál félagsins aftur,“ sagði Cantona. „Að mínu mati þá glataði Arsenal sál sinni þegar félagið yfirgaf Highbury og ég er viss um að margir stuðningsmenn sakna Highbury. Það er eins og þú kemur í hús og finnur allt aðra orku. Getur þú ímyndað þér Liverpool spila á öðrum velli en Anfield? Það er óhugsandi. Ég tel að United geti spilað á öðrum leikvangi en Old Trafford,“ sagði Cantona. Cantona sagðist hafa boðið Ratcliffe aðstoð sína en að því hafi verið hafnað. „Þeim var alveg sama. Ég bað ekki um neitt en það er bara svo sorglegt að horfa upp á Manchester United í svona stöðu,“ sagði Cantona. „Ég styð United af þvi að ég elska þetta félag. Ef ég væri hins vegar að velja mér félag í dag þá myndi ég örugglega ekki velja United,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti og ekki einu sinni sjálfur Sir Alex Ferguson slapp við hann. „Síðan Ratcliffe kom þá eru stjórnendurnir að reyna að eyðileggja allt og þeir bera ekki virðingu fyrir einum eða neinum,“ sagði Eric Cantona á samkomu á vegum FC United of Manchester. Guardian segir frá. „Þeir ætla meira að segja að breyta leikvanginum. Sál félagsins og liðsins liggur ekki i leikmönnunum sjálfum. Hún liggur hját fólkinu í kringum leikmennina sem eru eins og stór fjölskylda,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague) Ratcliffe er þessa dagana að losa sig við fleiri starfsmenn félagsins og hann hefur sagt upp 450 starfsmönnum hjá United. „Það er mjög mikilvægt að bera virðingu fyrir þessu góða fólki alveg eins og þú berð virðingu fyrir knattspyrnustjóranum og leikmönnunum. Síðan Ratcliffe kom þá hefur það verið algjörlega öfugt farið,“ sagði Cantona. „Hann vill ekki hafa Sir Alex Ferguson áfram sem sendiherra. Hann er meira en goðsögn og við verðum að finna sál félagsins aftur,“ sagði Cantona. „Að mínu mati þá glataði Arsenal sál sinni þegar félagið yfirgaf Highbury og ég er viss um að margir stuðningsmenn sakna Highbury. Það er eins og þú kemur í hús og finnur allt aðra orku. Getur þú ímyndað þér Liverpool spila á öðrum velli en Anfield? Það er óhugsandi. Ég tel að United geti spilað á öðrum leikvangi en Old Trafford,“ sagði Cantona. Cantona sagðist hafa boðið Ratcliffe aðstoð sína en að því hafi verið hafnað. „Þeim var alveg sama. Ég bað ekki um neitt en það er bara svo sorglegt að horfa upp á Manchester United í svona stöðu,“ sagði Cantona. „Ég styð United af þvi að ég elska þetta félag. Ef ég væri hins vegar að velja mér félag í dag þá myndi ég örugglega ekki velja United,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira