Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Jón Þór Stefánsson skrifar 11. apríl 2025 08:37 Skinnið sem bækurnar voru bundnar gæti hafa komið frá Íslandi. Tilteknar miðaldabækur frá norðausturhluta Frakklands er lýst sem „dularfullum“ í umfjöllun New York Times vegna þess að fræðimenn áttu ansi erfitt með að segja til um hvers konar skinn var notað til að binda þær inn. Rannsókn hefur leitt í ljós að þær hafi líklega komið frá Skandinavíu, Skotlandi, Íslandi eða Grænlandi. Um hefur verið að ræða eins konar teikni- eða skissubækur, þar sem teiknaðar voru myndir af dýrum. Bækurnar, sem eru sextán talsins, rekja uppruna sinn til kaþólskra munka í Clairvaux-klaustrinu sem var stofnað árið 1115 í Champagne-Ardenne-héraðinu, þaðan sem kampavínið kemur. Í þessu klaustri var að finna eitt stærsta bókasafn miðalda. Þessar tilteknu bækur vöktu athygli vegna skinnsins sem þær voru bundnar inn í. Á því voru sérstakar hárþyrpingar. „Þessar bækur eru allt of hrjúfar og loðnar til að vera úr kálfaskinni,“ hefur New York Times eftir Matthew Collins, fornleifafræðingi við Kaupmannahafnarháskóla og Cambridge, en hann vann að rannsókn sem skar út um frá hvaða skepnu feldurinn kom. Það mun hafa verið talsverð þrautaganga að komast að upprunanum. Á miðvikudaginn voru niðurstöðurnar birtar, og þær eru að bækurnar voru bundnar inn með selskinni. Samkvæmt lífsýnarannsókn þykir líklegt að skinnið hafi komið frá Skandinavíu, Skotlandi, Grænlandi, eða Íslandi. Kort sem sýnir verslunarleiðir í Evrópu á miðöldum.Royal Society Open Science Í umfjöllun New York Times er bent á að á miðöldum hafi verið mikil verslun milli Norðurlandaþjóða og meginlands-Evrópu. Umrætt klaustur er langt inni í landi, en var þrátt fyrir það á fjölfarinni leið. Þá er tekið fram að á miðöldum hafi selaafurðir verið verðmætar. Kjöt, spik og vatnsheld skinn kom sér allt að góðum notum. Fram kemur að í Skandinavíu og Írlandi hafi selskinn verið notað til að binda inn bækur, en ekki hafi verið vitað um dæmi þess, fyrr en nú, á meginlandinu. Fornminjar Dýr Bókmenntir Frakkland Sjávarútvegur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Um hefur verið að ræða eins konar teikni- eða skissubækur, þar sem teiknaðar voru myndir af dýrum. Bækurnar, sem eru sextán talsins, rekja uppruna sinn til kaþólskra munka í Clairvaux-klaustrinu sem var stofnað árið 1115 í Champagne-Ardenne-héraðinu, þaðan sem kampavínið kemur. Í þessu klaustri var að finna eitt stærsta bókasafn miðalda. Þessar tilteknu bækur vöktu athygli vegna skinnsins sem þær voru bundnar inn í. Á því voru sérstakar hárþyrpingar. „Þessar bækur eru allt of hrjúfar og loðnar til að vera úr kálfaskinni,“ hefur New York Times eftir Matthew Collins, fornleifafræðingi við Kaupmannahafnarháskóla og Cambridge, en hann vann að rannsókn sem skar út um frá hvaða skepnu feldurinn kom. Það mun hafa verið talsverð þrautaganga að komast að upprunanum. Á miðvikudaginn voru niðurstöðurnar birtar, og þær eru að bækurnar voru bundnar inn með selskinni. Samkvæmt lífsýnarannsókn þykir líklegt að skinnið hafi komið frá Skandinavíu, Skotlandi, Grænlandi, eða Íslandi. Kort sem sýnir verslunarleiðir í Evrópu á miðöldum.Royal Society Open Science Í umfjöllun New York Times er bent á að á miðöldum hafi verið mikil verslun milli Norðurlandaþjóða og meginlands-Evrópu. Umrætt klaustur er langt inni í landi, en var þrátt fyrir það á fjölfarinni leið. Þá er tekið fram að á miðöldum hafi selaafurðir verið verðmætar. Kjöt, spik og vatnsheld skinn kom sér allt að góðum notum. Fram kemur að í Skandinavíu og Írlandi hafi selskinn verið notað til að binda inn bækur, en ekki hafi verið vitað um dæmi þess, fyrr en nú, á meginlandinu.
Fornminjar Dýr Bókmenntir Frakkland Sjávarútvegur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira