Viðskipti innlent

Breyta Kaffi Kjós í í­búðar­hús

Lovísa Arnardóttir skrifar
Kaffi Kjós á góðum sumardegi.
Kaffi Kjós á góðum sumardegi. Fasteignavefur

Hjónin Hermann Ingólfsson og Birna Einarsdóttir eru búin að selja Kaffi Kjós og verður veitingastaðnum lokað í kjölfarið. Í tilkynningu á Facebook-síðu veitingastaðarins kemur fram að húsinu verði breytt í íbúðarhús.

„Okkur langar að þakka öllum þeim sem fylgdu okkur í gegnum þetta ævintýri fyrir samfylgdina og samveruna,“ segir í tilkynningu.

Greint var frá því í janúar að reksturinn væri til sölu. Þá sagði Hermann í samtali við Vísi að hann vonaði að veitingarekstur yrði áfram í húsinu.

Hjónin hófu rekstur í húsinu árið 1998 og sáu um reksturinn í um 24 ár. Þau settu hann svo á sölu 2022 en enduðu á því að leigja ungu pari reksturinn. Um áramótin lá svo fyrir að parið ætlaði sér ekki að halda rekstrinum áfram og því var það sett aftur á sölu. Hermann sagði á þeim tíma samfélagið vilja halda veitingarekstrinum opnum en auðvitað væri hægt að breyta húsinu í sumarhús líka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×