Chelsea með annan fótinn í úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2025 18:32 Jackson kom inn af bekknum og kláraði dæmið. EPA-EFE/Jonas Ekstromer Chelsea gerði góða ferð til Stokkhólms þar sem það mætti Djurgården í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Gestirnir frá Lundúnum unnu frábæran 4-1 útisigur og eru komnir með annan fótinn í úrslitaleikinn sjálfan. Jadon Sancho kom gestunum frá Lundúnum yfir eftir 13. mínútu. Hálftíma síðar bætti Noni Madueke við öðru marki gestanna. Enzo Fernandez lagði upp bæði mörkin. Staðan 0-2 í hálfleik og heimamenn í heldur vondum málum. Varamaðurinn Nicolas Jackson bætti við tveimur mörkum um miðjan síðari hálfleik. Cole Palmer lagði upp það fyrra og Moises Caicedo það síðara. Þeir komu einnig inn af bekknum í hálfleik. Hinn 18 ára gamli Isak Alemayehu Mulugeta minnkaði muninn fyrir Djurgården á 68. mínútu. Mögulega leiðir það til þess að Chelsea kaupi kappann en bláliðar virðast vilja alla unga og efnilega leikmenn sem standa þeim til boða. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur í Stokkhólmi 1-4 og gestirnir frá Lundúnum í frábærum málum. Sambandsdeild Evrópu Fótbolti
Chelsea gerði góða ferð til Stokkhólms þar sem það mætti Djurgården í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Gestirnir frá Lundúnum unnu frábæran 4-1 útisigur og eru komnir með annan fótinn í úrslitaleikinn sjálfan. Jadon Sancho kom gestunum frá Lundúnum yfir eftir 13. mínútu. Hálftíma síðar bætti Noni Madueke við öðru marki gestanna. Enzo Fernandez lagði upp bæði mörkin. Staðan 0-2 í hálfleik og heimamenn í heldur vondum málum. Varamaðurinn Nicolas Jackson bætti við tveimur mörkum um miðjan síðari hálfleik. Cole Palmer lagði upp það fyrra og Moises Caicedo það síðara. Þeir komu einnig inn af bekknum í hálfleik. Hinn 18 ára gamli Isak Alemayehu Mulugeta minnkaði muninn fyrir Djurgården á 68. mínútu. Mögulega leiðir það til þess að Chelsea kaupi kappann en bláliðar virðast vilja alla unga og efnilega leikmenn sem standa þeim til boða. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur í Stokkhólmi 1-4 og gestirnir frá Lundúnum í frábærum málum.