Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2025 20:50 Mason Mount átti frábæra innkomu fyrir Manchester United í kvöld. Getty/Robbie Jay Barratt Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum. United vann fyrri leikinn 3-0 og einvígið þar með 7-1. Miklir yfirburðir hjá enska liðinu á móti því spænska. Bilbao komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik en vantaði þá tvö mörk í viðbót til að vinna upp 3-0 tap í fyrri leiknum. Mason Mount hefur ekki gert mikið fyrir United síðan að hann var keyptur frá Chelsea en hann átti flotta innkomu í dag. Mount jafnaði metin á 72. mínútu eftir laglegan snúning í teignum og gott skot. Leny Yoro fann hann og Mount gerði mjög vel. Mikel Jauregizar hafði komið Bilbao í 1-0 á 31. mínútu og gefið spænska liðinu smá von. United gerði síðan endanlega út um þetta á lokakaflanum. Casemiro skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Bruno Fernandes á 80. mínútu og Rasmus Höjlund skoraði síðan þriðja markið af stuttu færi eftir stoðsendingu frá Amad Diallo. Mount var ekki hættur og skoraði sitt annað mark með skoti af löngu færi. Markvörðurinn gaf á hann og hann refsaði strax. Manchester United heldur því áfram góðu gengi sínu í Evrópu þrátt fyrir að ekkert gangi upp hjá þeim í deildinni heima fyrir. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Spænski boltinn Fótbolti
Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum. United vann fyrri leikinn 3-0 og einvígið þar með 7-1. Miklir yfirburðir hjá enska liðinu á móti því spænska. Bilbao komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik en vantaði þá tvö mörk í viðbót til að vinna upp 3-0 tap í fyrri leiknum. Mason Mount hefur ekki gert mikið fyrir United síðan að hann var keyptur frá Chelsea en hann átti flotta innkomu í dag. Mount jafnaði metin á 72. mínútu eftir laglegan snúning í teignum og gott skot. Leny Yoro fann hann og Mount gerði mjög vel. Mikel Jauregizar hafði komið Bilbao í 1-0 á 31. mínútu og gefið spænska liðinu smá von. United gerði síðan endanlega út um þetta á lokakaflanum. Casemiro skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Bruno Fernandes á 80. mínútu og Rasmus Höjlund skoraði síðan þriðja markið af stuttu færi eftir stoðsendingu frá Amad Diallo. Mount var ekki hættur og skoraði sitt annað mark með skoti af löngu færi. Markvörðurinn gaf á hann og hann refsaði strax. Manchester United heldur því áfram góðu gengi sínu í Evrópu þrátt fyrir að ekkert gangi upp hjá þeim í deildinni heima fyrir.