Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. maí 2025 10:03 Myndlistarmaðurinn og athafnamaðurinn Árni Már opnar sýningu og splunkunýtt verkefni um helgina. Þórsteinn Svanhildarson Myndlistarmaðurinn Árni Már Þ. Viðarsson hefur komið víða við í listheiminum og er meðal annars eigandi Gallery Port. Hann heldur ótrauður áfram að fara nýjar leiðir og opnar sýninguna Auðmannsgleði í Elliðaárdal næstkomandi laugardag á kaffihúsinu Elliða. Á sýningunni kynnir Árni Már sömuleiðis nýja verkefni Afland, listamannarekinn fjárfestingarsjóð. Hann sýnir þar ný málverk auk annarra verka sem tengjast Aflandi, ýmist eftir Árna Má eða annað samferðafólk. Hér má sjá myndband eftir Hrafn Jónsson kvikmyndagerðamann sem þeir gerðu fyrir fjárfestingasjóðinn: Klippa: Afland - listamannarekinn fjárfestingarsjóður Afland er listamannarekinn fjárfestingarsjóður sem sérhæfir sig í að fjárfesta í íslenskri myndlist. Sjóðurinn var stofnaður 7. maí 2025 af Árna. Hugmyndin kviknaði upphaflega hjá honum fyrir tæpum níu árum. „Þetta byrjar í rauninni allt árið 2016 þegar Panamaskjölin koma fram. Ég gerði prentverk með gulllituðum bakgrunni og svörtum stöfum sem stóð á Innan Lands Utan Lands, orðaleikur sem vísar til þess að flytja fé á milli landa. Þetta voru verk í númeruði upplagi sem ég veit ekki betur en séu uppseld,“ sagði Árni í viðtali við Vísi nú í vor. Í öllum þessum hugleiðingum fór Árni að velta fyrir sér hversu mikill hagnaður er á mörgum verkum sem hann hefur fest kaup á. „Ég er heima í stofunni og hugsa með mér: „Þetta verk kostaði einu sinni svona mikið og núna kostar þetta fimm sinnum meira“. Sem dæmi á ég eitt verk sem er 1000% hagnaður á. Maður sá tækifæri í þessu.“ Í fréttatilkynningu segir: „Helsta hlutverk Aflands listamannarekins fjárfestingarsjóðs er búa til ný tækifæri fyrir skapandi fjárfesta og styrkja um leið stoðir íslensks myndlistarheims. Verkefni sjóðsins er að kaupa íslenska myndlist fyrir það fé sem safnast. 80% fjármagns Aflands verður varið í listaverk úr íslenskri grasrót og 20% hlut sjóðsins verður varið til kaupa á listaverkum reyndara listafólks. Þegar innkaupum sjóðsins er lokið verða verkin geymd í fimm ár og að lokum ákveðin verk boðin upp. Sett verður upp vegleg sýning með öllum þeim listaverkum sem safnast hafa í sjóðinn. Hluti af andvirði sölu sjóðsins mun renna aftur til þess listafólks sem sem seldu verk í sjóðinn og mun sjóðurinn þannig varðveita hlut þess myndlistarfólks sem tekur þátt í verkefninu. Fjárfestum verður boðið að ganga í sjóðinn út árið 2025 og verða þá næstu skref Aflands að kaupa inn verk og ganga frá samningum við myndlistarfólk. Opnunin mun standa yfir milli klukkan 15-17 á laugardag en prívat fjárfestakynning mun fara fram þann 14. maí og eru enn nokkur laus pláss. Áslaug Arna Sigutbjörnsdóttir heldur stutta tölu, Magnús Jóhann mun leika létta tóna, Árni Már mun kynna verkefnið og Berjamór munu síðan vökva gesti. Áhugasamir geta haft samband við [email protected].“ Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Á sýningunni kynnir Árni Már sömuleiðis nýja verkefni Afland, listamannarekinn fjárfestingarsjóð. Hann sýnir þar ný málverk auk annarra verka sem tengjast Aflandi, ýmist eftir Árna Má eða annað samferðafólk. Hér má sjá myndband eftir Hrafn Jónsson kvikmyndagerðamann sem þeir gerðu fyrir fjárfestingasjóðinn: Klippa: Afland - listamannarekinn fjárfestingarsjóður Afland er listamannarekinn fjárfestingarsjóður sem sérhæfir sig í að fjárfesta í íslenskri myndlist. Sjóðurinn var stofnaður 7. maí 2025 af Árna. Hugmyndin kviknaði upphaflega hjá honum fyrir tæpum níu árum. „Þetta byrjar í rauninni allt árið 2016 þegar Panamaskjölin koma fram. Ég gerði prentverk með gulllituðum bakgrunni og svörtum stöfum sem stóð á Innan Lands Utan Lands, orðaleikur sem vísar til þess að flytja fé á milli landa. Þetta voru verk í númeruði upplagi sem ég veit ekki betur en séu uppseld,“ sagði Árni í viðtali við Vísi nú í vor. Í öllum þessum hugleiðingum fór Árni að velta fyrir sér hversu mikill hagnaður er á mörgum verkum sem hann hefur fest kaup á. „Ég er heima í stofunni og hugsa með mér: „Þetta verk kostaði einu sinni svona mikið og núna kostar þetta fimm sinnum meira“. Sem dæmi á ég eitt verk sem er 1000% hagnaður á. Maður sá tækifæri í þessu.“ Í fréttatilkynningu segir: „Helsta hlutverk Aflands listamannarekins fjárfestingarsjóðs er búa til ný tækifæri fyrir skapandi fjárfesta og styrkja um leið stoðir íslensks myndlistarheims. Verkefni sjóðsins er að kaupa íslenska myndlist fyrir það fé sem safnast. 80% fjármagns Aflands verður varið í listaverk úr íslenskri grasrót og 20% hlut sjóðsins verður varið til kaupa á listaverkum reyndara listafólks. Þegar innkaupum sjóðsins er lokið verða verkin geymd í fimm ár og að lokum ákveðin verk boðin upp. Sett verður upp vegleg sýning með öllum þeim listaverkum sem safnast hafa í sjóðinn. Hluti af andvirði sölu sjóðsins mun renna aftur til þess listafólks sem sem seldu verk í sjóðinn og mun sjóðurinn þannig varðveita hlut þess myndlistarfólks sem tekur þátt í verkefninu. Fjárfestum verður boðið að ganga í sjóðinn út árið 2025 og verða þá næstu skref Aflands að kaupa inn verk og ganga frá samningum við myndlistarfólk. Opnunin mun standa yfir milli klukkan 15-17 á laugardag en prívat fjárfestakynning mun fara fram þann 14. maí og eru enn nokkur laus pláss. Áslaug Arna Sigutbjörnsdóttir heldur stutta tölu, Magnús Jóhann mun leika létta tóna, Árni Már mun kynna verkefnið og Berjamór munu síðan vökva gesti. Áhugasamir geta haft samband við [email protected].“
Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira