Fótbolti

Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafn­tefli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Daníel Tristan Guðjohnsen var á skotskónum.
Daníel Tristan Guðjohnsen var á skotskónum. malmö

Daníel Tristan Guðjohnsen var á skotskónum þegar Malmö gerði svekkjandi 2-2 jafntefli við Varnamo í sænsku efstu deild karla í knattspyrnu.

Þessi 19 ára efnilegi framherji var í byrjunarliðinu og komst á blað strax á fjórðu mínútu leiksins með góðum skalla af stuttu færi. Heimamenn jöfnuðu metin eftir 34 mínútur en reynsluboltinn Pontus Jansson kom Malmö yfir á ný fimm mínútum síðar.

Heimamenn i Varnamo jöfnuðu hins vegar metin í síðari hálfleik og þar við sat, lokatölur 2-2. Daníel Tristan var tekinn af velli tíu mínútum áður en heimamenn jöfnuðu. Malmö er í 5. sæti með 15 stig.

Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson voru í byrjunarliði Norrköping sem tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Degerfors. Arnór Ingvi var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

Norrköping er í 10. sæti með tíu stig.

Hlynur Freyr Karlsson var í miðverði Brommapojkarna tapaði 4-3 á útivelli fyrir Elfsborg. Ari Sigurpálsson var í byrjunarliði Elfsborg en var tekinn af velli á 54. mínútu.

Elfsborg er í 4. sæti með 19 stig á meðan Brommapojkarna er í 11. sæti með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×