Segir heilbrigðiskerfið ekki grípa þá sem vilja þiggja hjálp
Móðir manns sem berst við eiturlyfjafíkn hefur undanfarna daga keyrt út um allan bæ og fengið lyf hjá ókunnugu fólki við fráhvörfum sonar síns. Hún gagnrýnir heilbrigðiskerfið harkalega og segir engan grípa þá sem eru tilbúnir að þiggja hjálp.