Evrópuleiðtogar funda nú í Brussel
Evrópuleiðtogar funda nú í Brussel um öryggis- og varnarmál og efnahagsmál. Talið er líklegt að fundurinn vari langt fram á kvöld. Meðal annars á að ræða hvernig Evrópa geti stólað betur á eigin framleiðslu þegar bandarískir tollar hækka um næstu mánaðamót.