Ísland í dag - Innlit Völu Matt í gler kúluhús og flottan sumarbústað

Glerhús ýmis konar hafa verið gríðarlega vinsæl að undanförnu og Vala Matt fór í leiðangur út í sveit til þess að skoða gler kúluhús sem stendur við stórglæsilegan sumarbústað sem byggingarmeistarinn Ingvar Geirsson og kona hans listakonan Gyða Einarsdóttir hafa komið sér upp. En þau hafa einnig sett upp úti sauna og mjög sérstaka útisturtu ásamt bæði köldum og heitum potti. Gler kúluhúsið má opna að vild þannig að það nýtist einnig sem skjólveggur til sólbaða og útiveru. En Gyða hefur einnig iðulega haldið matarboð í húsinu í öllum veðrum. Arkitektúr sumarbústaðarins er alveg einstakur og skoðaði Vala þar bæði efnisval og innréttingar.

52598
12:01

Vinsælt í flokknum Ísland í dag