Stikla fyrir nýja Indiana Jones mynd er lent Stikla fyrir nýja Indiana Jones mynd er lent. Myndin heitir Indiana Jones and the Dial of Destiny, sem gæti útlagst á íslensku sem Indiana Jones og örlagaskífan. Bíó og sjónvarp 7. apríl 2023 19:23
Þrjár nýjar Star Wars-myndir á leiðinni Tilkynnt var um þrjár nýjar leiknar kvikmyndir sem eiga sér stað í heimi Star Wars í dag. Þá var sýnd æsispennandi stikla úr sjónvarpsseríunni Ahsoka sem kemur út í ár og fjallar um lærling Anakins. Bíó og sjónvarp 7. apríl 2023 15:25
Tjörvi tekur við af Hilmari Tjörvi Þórsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Sagafilm og hefur hann þegar hafið störf. Undanfarin ár hefur hann verið kvikmyndaframleiðandi í Netop Films og þar á undan var hann framleiðslustjóri í Kvikmyndamiðstöð um margra ára skeið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Sigurðssyni sem lét af störfum um mánaðarmótin. Viðskipti innlent 4. apríl 2023 09:49
Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. Bíó og sjónvarp 2. apríl 2023 19:57
Steindi og Arró féllust í faðma á hátíðarfrumsýningu Óráðs Í gær fór fram sérstök hátíðarfrumsýning á íslensku hryllingsmyndinni Óráði í Smárabíói. Myndin fer í almenna sýningu á morgun en leikarar og aðstandendur myndarinnar tóku forskot á sæluna í gær ásamt góðum gestum. Lífið 30. mars 2023 14:22
Önnur þáttaröð tveimur þáttum styttri Önnur þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon verður einungis átta þátta löng. Það er tveimur þáttum styttra en fyrsta þáttaröðin. Þá eru forsvarsmenn HBO þegar byrjaðir að velta fyrir sér að gefa grænt ljós á þriðju þáttaröðina. Bíó og sjónvarp 29. mars 2023 14:30
Barst fjöldi skilaboða frá karlmönnum vegna brjóstanna Saga Garðarsdóttir leikkona hefur fengið mikil viðbrögð við kjól sem hún klæddist í Vikunni hjá Gísla Marteini á dögunum. Karlmenn voru sérstaklega ánægðir með brjóstasýninguna sem var í gangi, eins og hún kemst að orði. Lífið 28. mars 2023 07:01
Hundur og hæna elska að fara saman á hestbaki Hundurinn Dreki er ein af skærustu kvikmyndastjörnunum landsins um þessar mundir því hann leikur stórt hlutverk í myndinni „Á ferð með mömmu“. Þegar Dreki vill hafa það rólegt og njóta lífsins heima hjá sér í sveitinni þá finnst honum skemmtilegast að fara á hestbak með hænunni Svanhvíti. Innlent 26. mars 2023 20:06
Forsetahjónin hittu Foster Íslensku forsetahjónin og sonur þeirra heimsóttu kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið var að taka upp þættina True Detective. Forsetafrú Íslands deilir myndum af heimsókninni á Facebook-síðu sinni og segir að um áhugaverða heimsókn hafi verið að ræða. Lífið 23. mars 2023 15:52
Íslenskur leikmunastjóri endaði óvænt sem leikari Íslenskur leikmunastjóri True Detective þáttanna endaði óvænt sem leikari í þáttunum eftir að leikari smitaðist af Covid-19. Leikstjórinn segir hann hafa staðið sig fullkomlega. Lífið 22. mars 2023 16:29
Vann bikar og Eddu sömu helgina Helgin var vægast sagt eftirminnileg fyrir Blæ Hinriksson. Á laugardaginn varð hann bikarmeistari í handbolta með Aftureldingu og á sunnudaginn vann kvikmyndin Berdreymi, sem hann leikur í, verðlaun sem besta kvikmyndin á Edduverðlaunahátíðinni. Handbolti 22. mars 2023 08:01
Mike Downey heiðraður á Stockfish Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram dagana 23. mars - 2. apríl í Bíó Paradís. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún síðustu ár fest sig í sessi sem öflugur menningarviðburður hér á landi. Bíó og sjónvarp 21. mars 2023 15:30
Ísland óbyggilegt í nýju verkefni Ólafs Darra og félaga Fyrsta verkefni nýs íslensks framleiðslufyrirtækis leikarans Ólafs Darra Ólafssonar og félaga verður átta þátta spennuþáttaröð sem fjallar um afdrif Íslendinga eftir að Ísland verðir óbyggilegt vegna eldgoss. Bíó og sjónvarp 21. mars 2023 14:01
Gagnrýna skort á konum í valnefndum Eddunnar Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi segir að jafnrétti kynjanna hafi á engan hátt verið haft að leiðarljósi þegar skipað var í valnefndir Eddunnar 2023, en þær voru gerðar opinberar í dag. Bíó og sjónvarp 20. mars 2023 21:37
RIFF á lista yfir mikilvægustu kvikmyndahátíðarnar RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, var á dögunum valin ein af tuttugu mikilvægustu alþjóðlegu kvikmyndahátíðum ársins af tímaritinu The Moviemaker. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, segir þetta mikinn heiður. Bíó og sjónvarp 20. mars 2023 10:34
Sigurvegarar Eddunnar 2023: Verbúðin sópaði til sín verðlaunum Edduverðlaunin, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Sjónvarpsþættirnir Verbúðin sópaði til sín verðlaunum en þættirnir voru einnig tilnefndir til flestra verðlauna í kvöld. Lífið 19. mars 2023 22:14
Sótti í danskar rætur og var grimmur á Duolingo „Þetta er rosalega stór og mikil mynd, epísk og stór,“ segir leikarinn Hilmar Guðjónsson sem fer með hlutverk í myndinni Volaða land. Myndin er tilnefnd til ellefu Edduverðlauna, þar á meðal sem kvikmynd ársins en auk þess er Hilmar tilnefndur sem leikari ársins í aukahlutverki. Lífið 17. mars 2023 13:30
„Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld“ Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn, í 95. sinn, í kvöld. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks og er hún talin sérstaklega sigurstrangleg. Lífið 12. mars 2023 20:56
Verbúðin tilnefnd sem besta handrit eftir allt saman Handritið að sjónvarpsþáttunum Verbúðin verður tilnefnt til Edduverðlauna eftir allt saman. Þetta er niðurstaða kjörnefndar Edduverðlaunanna. Menning 7. mars 2023 17:02
Endurskoða þurfi tilnefningarnefnd Edduverðlaunanna Kvikmyndafræðingur sem segir að tilnefninganefnd Edduverðlaunanna hafi gengið fram hjá myndinni Skjálfta kallar eftir því að nefndin og mönnun hennar verði endurskoðuð. Hún vill að kvikmyndafræðingar fái aukið vægi auk erlendra aðila. Menning 6. mars 2023 13:01
Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. Menning 5. mars 2023 11:31
Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. Lífið 3. mars 2023 15:09
„Íslenski hesturinn var besti vinur minn" Leikkonan Noomi Rapace segir undirbúninginn fyrir hlutverk hennar í sjónvarpsseríunni Django hafa hafist strax í barnæsku, enda sé hún alin upp í kringum íslenska hesta. Bíó og sjónvarp 1. mars 2023 09:30
Fyrsti Svíinn til að stýra dómnefndinni í Cannes í fimmtíu ár Sænski leikstjórinn Ruben Östlund verður formaður dómnefndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í sumar. Bíó og sjónvarp 28. febrúar 2023 09:47
Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. Bíó og sjónvarp 27. febrúar 2023 08:38
Fleiri kvikmyndir úr Miðgarði á leiðinni Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. Bíó og sjónvarp 24. febrúar 2023 08:37
Elfar og Anna tóku við verðlaunum í Santa Barbara Sumarljós og svo kemur nóttin var verðlaunuð um helgina sem besta norræna kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2023 15:49
Gísli Snær nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Gísli Snær Erlingsson var nú rétt í þessu skipaður nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skipan hans er til fimm ára. Menning 20. febrúar 2023 15:14
Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Menning 20. febrúar 2023 14:59
Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum með sjö BAFTA-verðlaun Þýska Netflix kvikmyndin Im Westen nichts Neues, eða Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum bar sigur úr býtum á BAFTA verðlaununum í kvöld. Myndin vann í heildina sjö verðlaun og var þar á meðal valin besta myndin. Hún fékk einnig verðlaun fyrir besta leikstjórn. Bíó og sjónvarp 19. febrúar 2023 22:22