Costner veðjar öllu á sjálfan sig Leikarinn og leikstjórinn víðfrægi, Kevin Costner, birti á dögunum stiklu fyrir kvikmyndina Horizon: An American Saga Chapter 1. Myndin er sú fyrsta af fjórum sem Costner fjármagnaði sjálfur, skrifaði, leikur aðalhlutverkið í og leikstýrir. Bíó og sjónvarp 28. febrúar 2024 22:27
Star Trek-stjarna látin Kanadíski leikarinn Kenneth Mitchell frægur fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Stark Trek: Discovery er látinn eftir fimm ára baráttu við blandaða hreyfitaugahrörnun. Bíó og sjónvarp 25. febrúar 2024 20:09
Ný þáttaröð af True Detective væntanleg Fimmta þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective hefur fengið græna ljósið og mun Issa López leikstýra henni. Hún leikstýrði einnig fjórðu þáttaröðinni sem tekin var upp að mestu leyti á Íslandi. Bíó og sjónvarp 22. febrúar 2024 19:50
Hámhorfið: Hvað eru barþjónar að horfa á? Sunnudagar eru til sælu fyrir suma, til svefns fyrir aðra og svo mætti jafnvel segja sunnudagar eru til sjónvarpsgláps. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og spyrja það hvað það er að horfa á þessa dagana. Í dag var rætt við starfsstétt sem stendur jafnan vaktina fram eftir nóttu um helgar, barþjóna, og luma þeir á ýmsum hugmyndum. Bíó og sjónvarp 18. febrúar 2024 12:31
Tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Eddunnar Tilnefningar til Kvikmyndaverðlauna Eddunnar 2024 voru tilkynntar í dag. Á ferð með mömmu, Tilverur og Villibráð eru allar tilnefndar sem kvikmynd ársins. Lífið 16. febrúar 2024 14:21
Hámhorfið: Hvað eru leikkonur landsins að horfa á? Sunnudagar eru vinsælir sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og einhverjir leyfa sér jafnvel að liggja við áhorf allan daginn undir teppi og slaka vel á til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi þekktra einstaklinga og fá ýmis ráð að góðu glápi. Bíó og sjónvarp 11. febrúar 2024 12:31
Ætla að gera sigurgöngu Aegon hins fyrsta skil Innan veggja HBO í Bandaríkjunum er unnið að þróun nýrra þátta úr söguheimi Game of Thrones. Þessi nýjasta sería á að fjalla um innrás Aegon Targaryen og systra/eiginkvenna hans í Westeros. Bíó og sjónvarp 9. febrúar 2024 14:30
Eini fatlaði starfsmaðurinn hjá Netflix „Fatlaðir geta gert hina ýmsu hluti sem aðrir kannski fatta ekki eða bara geta ekki. Og það eiga allir rétt á því að vera þeir sjálfir, bæði fatlaðir og ófatlaðir,“ segir Magnús Orri Arnarsson kvikmyndagerðarmaður. Þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gamall hefur hann verið afkastamikill í kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingageiranum undanfarin ár og starfar nú við hljóðblöndun fyrir vinsæla sjónvarpsþætti á Netflix. Lífið 3. febrúar 2024 08:01
Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. Bíó og sjónvarp 28. janúar 2024 12:31
Jodie Foster sagði Ólafíu Hrönn vera bestu leikkonu í heimi „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og þægilegt ævintýri,“ segir leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir um þátttöku sína í True Detective þáttaröðinni. Menning 28. janúar 2024 07:11
Ríkið niðurgreiðir starfsemi bandarísks stórfyrirtækis Menningar- og viðskiptaráðherra ritar grein í Morgunblaðið 27. janúar þar sem hún fjallar um aðkomu ríkissjóðs að fjármögnun sjónvarpsþáttanna True Detective sem framleiddir eru af amerísku sjónvarpsstöðinni HBO max. Ef skilja má ráðherrann rétt þá var heildarkostnaður við gerð þessara sjónvarpsþátta 11.500 milljónir króna; það er reyndar ekki skýrt hvort það sé kostnaður sem féll til um heim allan eða sá kostnaður sem féll til á Íslandi. Samkvæmt lögum mun ríkissjóður Íslands endurgreiða 35 prósent af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á Íslandi. Umræðan 27. janúar 2024 14:43
Kvikmyndirnar sem beðið er eftir Vísir hefur tekið saman lista yfir 25 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Árið í ár er sannarlega ár framhaldsmynda en inn á milli eru líka góðir frumlegir molar. Bíó og sjónvarp 26. janúar 2024 06:01
Fullt hús á Fullu húsi Fyrsta kvikmynd Sigurjóns Kjartanssonar í fullri lengd, Fullt hús, verður frumsýnd á morgun föstudag, en forsýning myndarinnar fór fram í Laugarásbíói í gærkvöldi. Lífið 25. janúar 2024 16:15
„Hann er með kammersveita fetish“ Kvikmyndin Fullt hús verður frumsýnd 26. janúar. Fullt hús er í leikstjórn Sigurjóns Kjartanssonar en um er að ræða gamanmynd um kammerhljómsveit í fjárhagskröggum. Lífið 25. janúar 2024 10:30
True Detective sigur fyrir íslenska kvikmyndagerð Gríðarleg ánægja er með hvernig til tókst með þáttaröðina True Detective og hefur HBO boðið öllum aðstandendum á sérstaka hátíðarsýningu sem verður í Smárabíói á laugardaginn. Lífið 24. janúar 2024 11:21
Tilnefningar til Óskarsverðlauna í beinni á Vísi Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin með pomp og prakt 10. mars næstkomandi þar sem helstu stjörnur leiklistarheimsins keppast um gullstyttuna eftirsóttu. Tilnefningarnar verða tilkynntar á eftir í beinu streymi, hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Bíó og sjónvarp 23. janúar 2024 10:01
Myndaveisla: Troðfullt hús þrátt fyrir leikinn Franska kvikmyndahátíðin opnaði með pompi og prakt í Bíó Paradís á fimmtudagskvöldið og fjöldi fólks lagði leið sína á Hverfisgötuna til að horfa á kvikmyndina L’Innocent (Hinn Saklausi) eftir Louis Garrell. Bíó og sjónvarp 22. janúar 2024 18:01
„Þetta var bara brjálað!“ Fyrsti þáttur í fjórðu seríu spennuþáttanna True Detective fór í loftið á Stöð 2 síðasta mánudagskvöld en hún var tekin upp hér á landi á síðasta ári. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum á sjónvarpsstöðinni HBO og á Stöð 2. Lífið samstarf 19. janúar 2024 13:53
Succession, Beef og The Bear sópuðu til sín verðlaunum Segja má að Succession, Beef og The Bear hafi verið sigursælustu sjónvarpsþættir gærkvöldsins á Emmy verðlaunahátíðinni. Bíó og sjónvarp 16. janúar 2024 06:36
Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. Bíó og sjónvarp 14. janúar 2024 13:01
True Detective: Segir Jodie Foster besta leikara heims Það fyrsta sem Issa López, leikstjóri fjórðu þáttaraðarinnar af True Detective, sagði þegar hún var spurð hvað hún myndi gera með verkefnið, var að færa það til fyrra horfs. Gera seríu sem innihéldi yfirnáttúrulega hluti, eins og fyrsta þáttaröð hinna vinsælu þátta gerði. Þáttaröðin endurspeglar þá fyrstu á ýmsan hátt. Bíó og sjónvarp 13. janúar 2024 08:00
Top Gun 3 í bígerð Þriðja myndin í spennumyndaröðinni Top Gun um flugmanninn færa Maverick er í bígerð hjá Paramount. Tom Cruise mun í þriðja sinn fara með aðalhlutverkið en hann gerði það fyrst árið 1986 og svo aftur í hittifyrra. Bíó og sjónvarp 12. janúar 2024 17:45
Barbie tekjuhæst og vinsælust á Íslandi í fyrra Tekjuhæsta mynd ársins í kvikmyndahúsum á Íslandi var, eins og annars staðar í heiminum, kvikmyndin Barbie. Kvikmyndin halaði inn yfir 134 milljónum króna í miðasölu á Íslandi í fyrra. Bíó og sjónvarp 12. janúar 2024 12:33
Fyrsta stiklan úr nýjum Útkallsþáttum Útkall eru nýir þættir sem verða frumsýndir á Vísi klukkan sjö á sunnudagsmorgun. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 20:00 um kvöldið. Lífið 11. janúar 2024 13:14
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan af íslenska sálfræðitryllinum Natatorium Íslenski sálfræðilegi tryllirinn Natatorium verður frumsýnd hér á landi föstudaginn 23. febrúar næstkomandi. Myndin er í leikstjórn Helenu Stefánsdóttur. Lífið 11. janúar 2024 10:52
Mando og Grogu á leið á hvíta tjaldið Framleiðslurisinn Disney tilkynnti í dag að bíómynd um sögupersónurnar Mandalorian og Grogu, sem finna má í sjónvarpsþáttunum The Mandalorian sem gerast í Star Wars-heiminum, sé nú í bígerð. Bíó og sjónvarp 9. janúar 2024 23:44
Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. Bíó og sjónvarp 9. janúar 2024 15:30
Ráðin framkvæmdastjóri Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar Ingibjörg Gréta Gísladóttir hefur verið verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Hún hefur þegar hafið störf. Menning 8. janúar 2024 08:09
Sakna allar Íslands: „Reykjavík er hinn fullkomni bær“ Þær Jodie Foster, Kali Reis og Issa Lopez segjast sakna Íslands. Þær vörðu nokkrum mánuðum hér á landi á undanförnum árum við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective. Foster og Reis eru í aðalhlutverkum en Lopez leikstýrði þáttaröðinni, sem ber nafnið Night Country. Bíó og sjónvarp 7. janúar 2024 09:01
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið