

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það ellefta varð norðan Grindavíkur í apríl 2025.
Framkvæmdastjóri fiskvinnslu í Grindavík segist vonast til þess að hægt verði að halda áfram störfum þar strax á morgun ef eldgosið verður á þægilegum stað. Þetta er í annað skiptið sem stöðva þarf vinnsluna á vinnutíma vegna yfirvofandi eldgoss.
Veðurstofan segir að merki frá aflögunarmælum séu sterkari en sést hafa í síðustu atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni í kvikuhlaupinu sem hófst í morgun.
Bláa lónið hefur verið rýmt og allir gestir þess á leið á önnur hótel eins og stendur. Gestir og starfsfólk í Bláa lóninu voru um 200 manns þegar að kvikuhlaup hófst á Sundhnúksgígaröð á Reykjanesskaga snemma í morgun en um 40 mínútur tók að rýma hótelið og önnur athafnasvæði Bláa lónsins.
Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi.
Grindvíkingar fá hvergi að koma að borðinu í stjórnkerfinu með sín mál og segja að öll þeirra mál séu ákveðin í excel skjölum í ráðuneytum í Reykjavík. Þetta kom fram í máli formanns Járngerðar á opnum fundi, sem vill að uppbygging í bæjarfélaginu hefjist strax í vor.
Fulltrúar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, komu hingað til lands á dögunum til að leggja mat á keppnis- og æfingasvæði Grindvíkinga og ummerki jarðhræringa undanfarinna missera. Til stendur að sækja um styrk frá sambandinu vegna skemmdanna.
Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram en hægt hefur á hraða landriss síðustu vikur. Veðurstofan telur enn líklegast að kvikusöfnunartímabilinu ljúki með kvikuhlaupi eða eldgosi sem komi upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni.
Almannavarnir þurfa að vera undir það búnar að gosvirkni færist á milli eldstöðvakerfa á Reykjanesi. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Hann telur líklegt að séum við í stödd í miðjum lokakaflanum í yfirstandandi eldgosahrinu við Svartsengi.
Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hratt vaxandi að sögn fagstjóra hjá Veðurstofunni og kvikumagnið undir Svartsengi er komið yfir öll fyrri mörk. Hann segir almannavarnayfirvöld þurfa að gera ráðstafnir áður en gosvirkni færist á milli kerfa á Reykjanesskaganum.
Náttúruvársérfræðingur telur ekkert hægt að lesa í aukna jarðskjáftavirkni við Sundhnúka í dag. Skjálftavirkni hafi aukist jafnt og þétt undanfarnar vikur sem sé eðlilegt vegna áframhaldandi kvikuinnstreymis undir Svartsengi.
Svo virðist sem skjálftavirkni við Sundhnúka fari hratt vaxandi. Ellefu skjálftar hafa mælst þar síðustu klukkustundir, og hafa þeir stærstu verið á bilinu 1 - 1,2 að stærð.
Formaður blaðaljósmyndarafélags Íslands segir duttlunga Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, hafa gert það að verkum að einn stærsti fréttaviðburður síðustu áratuga, tæming Grindvíkinga á húsum sínum, var nánast ekkert ljósmyndaður. Slík embættisafglöp megi ekki endurtaka sig.
Eggert Jóhannesson og Golli hlutu í dag verðlaun fyrir mynd ársins og fréttamynd ársins 2024. Verðlaunin voru afhent í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en þar var á sama tíma opnuð ljósmyndasýning sem verður opin til 27. apríl 2025.
Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa skapað miklar áskoranir fyrir íbúa Grindavíkur og þá sem voru þar með fyrirtæki í rekstri. Verkefni stjórnvalda hefur ekki verið einfalt og ráðamenn þurft að taka stórar og jafnvel umdeildar ákvarðanir.
Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum.
Ríkistjórnin ákvað á fundi sínum í dag að að halda áfram stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga og atvinnurekendur í bænum. Einstaklingar og fjölskyldur í sérstaklega viðkvæmri stöðu munu áfram njóta nauðsynlegs stuðnings.
Landris á Reykjanesskaga heldur enn áfram og kvikumagnið í kvikuhólfi undir Svartsengi aldrei verið meira. Eldfjallafræðingur segir líklegt að goshrinan á Reykjanesskaga sé að líða undir lok. Ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði fyrirvarinn ekki mikill en gosið gæti verið keimlíkt fyrri gosum á svæðinu.
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Fannar Jónasson bæjarstjóri fóru á fund forsætisráðherra í dag. Ásrún segir lítið hafa komið á óvart af því sem rætt var á fundinum en segist þó ganga út af honum hæfilega jákvæð.
Kvikusöfnun á Reykjanesskaganum heldur áfram og telja sérfræðingar Veðurstofu Íslands líklegast að hún endi með eldgosi. Eldgosið gæti haftist með mjög skömmum fyrirvara. Truflun í tækjabúnaði leiddi til þess að jarðskjálftar mældust austar en þeir voru í raun.
Allt bendir til þess að varnargarðar sem þegar hafa verið reistir komi til með að verja Grindavík og orkuverið í Svartsengi. Prófessor í jarðeðlisfræði segir nánast öruggt að til eldgoss komi, þó óvissa sé um tímasetningu þess.
Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023.
Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum. Ómögulegt sé að segja hvenær muni gjósi en það muni gerast með mjög stuttum fyrirvara. Íslendingar verði að lifa með óvissunni.
Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni, sem hófst nærri Reykjanestá síðdegis á miðvikudag. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að síðastliðinn sólarhring hafi einn og einn smáskjálfti mælst á svæðinu og enginn skjálfti yfir þremur hafi mælst síðastliðinn sólarhring.
Nokkuð áköf jarðskjálftahrina hófst nærri Reykjanestá klukkan 14:30 í gær og hafa þar mælst allt að sex hundruð skjálftar hingað til. Sex þeirra hafa mælst stærri en 3 að stærð.
„Hrinan mallar áfram þó örlítið virðist hafa dregið úr ákafanum,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem hófst á Reykjanestá í gær.
Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið á Reykjanestá á þriðja tímanum og hafa þeir stærstu mælst um 3,5 stig. Skjálftarnir tengjast þó Sundhnúksgígaröðinni ekki með beinum hætti.
Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli.
Eldfjallafræðingur telur að Sundhnjúksgígaröðin gæti kannski náð einu eldgosi í viðbót en segist þó frekar á því að goshrinunni þar sé lokið. Hann spáir því að Eldvörp og Reykjanestá verði næstu gossvæði.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,0 mældist á fimm kílómetra dýpi 3,1 kílómeter norðaustur af Krýsuvík klukkan 05:23 í morgun.
Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn.