Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sagði Fernandes að hann færi hvergi

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir ekki koma til greina að fyrirliðinn Bruno Fernandes fari frá félaginu í sumar. Hann ræddi einnig um þá Antony og Marcus Rashford sem verið hafa að gera það gott sem lánsmenn í burtu frá United.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ég veit bara að þetta er mjög vont“

„Þetta er alveg nýtt fyrir mér en ég hef reynt að horfa á þetta sem lærdóm,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Bayern München. Í fyrsta sinn á ferlinum glímir hún við meiðsli sem auk þess eru snúin og bataferlið óljóst. Hún vonast þó til að EM í sumar sé ekki í hættu.

Fótbolti
Fréttamynd

570 milljóna upp­safnað tap hjá Ever­ton

Uppgjör Everton fyrir tímabilið 2023-24 hefur verið birt og er það neikvætt um 53 milljónir punda. Er þetta sjöunda árið í röð sem félagið er rekið með tapi og er uppsafnað tap yfir þessi sjö ár 570 milljónir punda.

Fótbolti
Fréttamynd

Tekjur Wrex­ham í hæstu hæðum

Ársreikningur Wrexham fyrir tímabilið 2023-24 hefur verið birtur og hafa tekjur félagsins aldrei verið meiri, eða 26,7 milljónir punda, sem er aukning um 155 prósent frá tímabilinu á undan.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland væntan­lega úr leik í deildinni

Sóknarmaðurinn Erling Haaland mun væntanlega ekki skora fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann meiddist á ökkla í bikarleik Manchester City í gær. Haaland er næst markahæstur í deildinni með 21 mark.

Fótbolti
Fréttamynd

Saka klár í slaginn á ný

Stuðningsmönnum Arsenal bárust gleðitíðindi í dag þegar stjóri liðsins, Mikel Arteta, staðfesti að Bukayo Saka væri klár í slaginn á ný en Saka hefur verið frá vegna meiðsla síðan 21. desember.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvorki zombie-bit né tattú

Þeir sem horfðu á leik Venezia og Bologna í ítölsku A-deildinni í fótbolta um helgina furðuðu sig á risastórum rauðum hring aftan á hálsi Danans Jens Odgaard, leikmanns Bologna.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki þess virði að taka á­hættu með Glódísi

„Hún á við meiðsli að stríða og er bara ekki klár í þessa landsleiki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Glódísi Perlu Viggósdóttur sem missir af leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Vill hópfjármögnun fyrir Antony

Eftir martraðartíma sinn hjá Manchester United hefur hinn brasilíski Antony svo sannarlega slegið í gegn í spænska boltanum sem lánsmaður hjá Real Betis.

Fótbolti
Fréttamynd

Snéru heim eins og rokk­stjörnur og komust á súluna á Astró

„Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B.

Fótbolti
Fréttamynd

Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli

Markahrókurinn Harry Kane náði fáheyrðum áfanga í gær þegar hann skoraði eitt marka Bayern München í 3-2 sigri á St. Pauli en Kane hefur nú skorað í það minnsta eitt mark gegn hverju einasta liði sem hann hefur spilað gegn í þýsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland yfir­gaf völlinn á hækjum og í spelku

Erling Haaland haltraði meiddur af velli í dag þegar Manchester City lagði Bournemouth í 8-liða úrslitum enska bikarsins 1-2. Haaland meiddist á ökkla og yfirgaf völlinn eftir leik á hækjum en enn er allt á huldu um alvarleika meiðslanna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Gerðum gott úr þessu“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu sinna manna við mjög krefjandi aðstæður gegn KA í uppgjöri meistaranna á síðasta tímabili. Breiðablik bauðst til að færa leikinn inn í Kórinn, svo varð ekki en Blikarnir gerðu gott úr aðstæðum, skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og fóru með öruggan 3-1 sigur.

Íslenski boltinn