
Spegill, spegill segðu mér ...
Franskt rafeindafyrirtæki vinnur að hönnnun spegils sem ætlað er að sýna fólki hvernig það lítur út í framtíðinni. Þannig getur spegillinn út frá gefnum forsendum til dæmis sagt þeim er lítur í hann hvernig kyrrseta, skyndibitafæði og stöðug áfengisdrykkja eiga eftir að setja mark sitt á andlit viðkomandi.