

Húsnæðismál

Fátækrabætur fyrir leigusalann leysir þig úr ánauð
Nú er árstíð vors og rísandi sólar, þegar við finnum þörf fyrir að taka almennilega til í kringum okkur, bæta virkni og gæði þess sem við búum við. Þetta er sannarlega tími samkenndar, kærleiks og umhyggju, góðra hugmynda og góðra verka. Sumarið er tíminn.

Íbúðaverð stigmagnast þvert á væntingar
Íbúðaverð hækkaði um 3,1 prósent á milli febrúar og mars. Verðhækkanir milli mánaða hafa aukist á síðustu mánuðum, þvert á væntingar.

Óvissa um framtíðina í húsbílabyggð Laugardals
Í gær heimsóttum við íbúa í hjólhýsa- og húsbílabyggð Laugardals. Þar tók á móti okkur góður hópur fólks. Þau ræddu við okkur um aðbúnaðinn, hvernig væri að lifa í byggðinni og hvað væri hægt að gera betur.

Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum
Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði.

Íslandsmetin falla í Hveragerði
Hveragerði er það sveitarfélag sem hvað hraðast vex á Íslandi. Á árinu 2021 var fjölgun íbúa mest í Hveragerði þegar litið er til stærri sveitarfélaga.

Hefjum kröftuga uppbyggingu í Fjarðabyggð
Fjarðabyggð og íbúar þess þekkja vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og stórum fjárfestingum. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíku.

Húsnæðisverð haldi áfram að hækka
Gert er ráð fyrir því að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka samkvæmt nýútkominni fjárhagsáætlun fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Frá upphafi árs 2020 hefur íbúðaverð á landsvísu hækkað um 29%.

Hafnarfjörður, bær framfara og uppbyggingar
Oddviti Viðreisnar sýnir enn og aftur hversu lítið hann er í tengslum við bæjarfélagið sitt. Nýjasta útspil oddvitans er grein á visir.is þar sem hann spyr hvort Hafnarfjörður sé að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur.

Katrín skoðaði nýja burstabæinn á Selfossi
Sigfús Kristinsson, níræður húsasmíðameistari á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að smíði húsa því hann var að smíða burstabæ í bæjarfélaginu.

Kópavogsbær á að veita ungu fólki húsnæðisstyrki
Við þurfum öll þak yfir höfuðið, og hjá flestum kemur að því að við viljum stofna eigin heimili, flytja úr foreldrahúsum. Undanfarin misseri hefur húsnæðiskostnaður aukist, fasteignaverð hækkað og húsnæði á almennum leigumarkaði heldur áfram að vera mjög dýrt og stór hluti ráðstöfunartekna ungs fólks fer í að tryggja sér húsnæði.

Fyrirspurnir hrannast inn vegna íbúða sem verða til eftir tvö ár
Vonast er til að þess byggingarframkvæmdir við Austurbrú á Akureyri verði til þess að framlengja miðbæjarsvæði bæjarins í átt að Samkomuhúsinu.

Bein útsending: Fundur um innviði á Norðurlandi
Samtök iðnaðarins, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsnet boða til opins fundar um innviði á Norðurlandi í Hofi á Akureyri milli klukkan 16 og 18.

Óverðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna stóraukast, ekki verið meiri frá 2019
Heimilin eru á ný farin að sækjast í auknum mæli eftir því að taka óverðtryggð íbúðalán hjá lífeyrissjóðunum samhliða því að þau eru að greiða upp slík lán á breytilegum kjörum hjá bönkunum eftir brattar vaxtahækkanir Seðlabankans á undanförnum mánuðum. Lífeyrissjóðirnir bjóða þannig í dag í flestum tilfellum betri kjör á breytilegum óverðtryggðum íbúðalánum en bankarnir.

Er meirihlutinn í Hafnarfirði að villa um fyrir fólki?
Stjórnmálamenn eiga það til að gefa loforð sem þeir vita að ekki verði staðið við. Hver man ekki eftir göngum milli lands og Eyja, Sundarbraut og flutningi flugvallarins úr Reykjavík. Ekkert af þessu hefur gengið eftir.

Vonbrigði ef seðlabankastjóri vill „losna við lífeyrissjóði“ af lánamarkaði
Þótt það kunni að vera kostir og gallar við þátttöku lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði þá eru það „ákveðin vonbrigði“ að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taki undir þann málflutning forsvarsmanna bankanna sem getur leitt til þess að þátttakendum á samkeppnismarkaði fækki verulega.

Húsnæðisloforð ríkisstjórnarinnar: Ekkert að marka
Innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins sagði í síðasta mánuði í sérstakri umræðu á Alþingi um húsnæðismál:

Vextirnir sem hleyptu húsnæðisverði af stað
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,5% í febrúar sem er um þrefalt meiri hækkun en í meðalmánuði undanfarin 7 ár. Þessi hækkun þýðir að árshækkunartakturinn er kominn upp í 22,5%.

Óttast að ný Blöndulína í lofti þrengi að byggingarlandi bæjarins
Bæjaryfirvöld á Akureyri óttast að hugmyndir Landsnets um lagningu Blöndulínu sem loftlínu alla leið til bæjarins þrengi að framtíðarbyggingarlandi hans.

Vill húsnæðissáttmála á höfuðborgarsvæðinu
Borgarstjóri kallar eftir því að ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geri með sér sérstakan húsnæðissáttmála til að leysa stöðuna á húsnæðismarkaði. Borgin ætlar að tvöfalda árlegt lóðaframboð sitt næstu fimm árin.

Tvöfalt fleiri lóðir næstu fimm árin
Reykjavíkurborg mun tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig næstu fimm árin hið minnsta. Borgarstjóri segir stærsta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar gengið í garð.

Bein útsending: Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík
Fundur um húsnæðismál í Reykjavík fer fram í dag þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, mun fara yfir nýjar áherslur og aukinn kraft í uppbyggingu íbúða.

Sögufrægt hús flutt af Laugavegi til Keflavíkur
Hús sem rataði í fréttir árið 2017 vegna rottumítla var flutt af Laugavegi alla leið til Keflavíkur í fyrrinótt. Húsið er friðað og því stóð eigendum ekki annað til boða en að einfaldlega flytja það í heild sinni.

Stefna á tvö þúsund nýjar íbúðir á ári í Reykjavík
„Því stefnir í að allt að 2.000 íbúðir verði byggðar árlega á næstu árum í Reykjavík einni,“ segir í nýrri tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgin hyggist hraða uppbyggingu og muni úthluta lóðum fyrir um þúsund íbúðir á ári. Þá hyggist einkaaðilar byggja annað eins árlega.

Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu
Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst.

Seðlabankastjóri óttast mögulega endurkomu verðtryggingar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur áhyggjur af því að hækkandi vextir og nýjar reglur um hámark greiðslubyrðar geti leitt til þess að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán og að lífeyrissjóðir verði á ný atkvæðamiklir á lánamarkaði. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær.

Greiddi 620 milljónir fyrir íbúðina
Félagið Dreisam ehf., sem er í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar fjárfestis, greiddi 620 milljónir króna fyrir 353,7 fermetra þakíbúð við Austurhöfn nærri Hörpu.

Sögðu Alþingi að huga að fyrstu kaupendum frekar en íbúðareigendum
Stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa áhyggjur af því að skortur á fasteignum og miklar hækkanir fasteignaverðs geri það að verkum að ómögulegt verði fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn. Að þeirra mati eiga aðgerðir stjórnvalda frekar að beinast að fyrstu kaupendum heldur en þeim sem hafa nú þegar keypt sér fasteign.

Festi kaup á einni dýrustu íbúð sem selst hefur á Íslandi
Félagið Dreisam ehf., sem er í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar fjárfestis, hefur keypt 353,7 fermetra þakíbúð við Austurhöfn nærri Hörpu. Um er að ræða stærstu lúxusíbúðina við Austurhöfn og fullyrt að þetta sé dýrasta íbúð sem seld hefur verið á Íslandi. Gengið var frá kaupunum fyrr í þessum mánuði.

Fasteignamartröð sem endaði farsællega
Hjón í fasteignaleit voru við það að leggja upp laupana og fara til Tenerife þegar tilboð þeirra var samþykkt eftir nítján mánaða þrautagöngu. Þau segja flestallt vinna á móti fyrstu kaupendum og ekkert útlit fyrir að staðan á fasteignamarkaði komi til með að skána á næstunni. Þegar séreignaúrræði stjórnvalda brást tóku þau yfirdrátt til að brúa bilið á lokametrunum.

Aðfangaverð flækist fyrir uppbyggingu húsnæðis, stálvirki upp um 65 prósent
Miklar hækkanir á aðfangaverði munu hækka byggingarkostnað almennt, þar með talið á íbúðahúsnæði, og líklega leiða af sér tafir í uppbyggingu. Jafnframt gætu þær fælt verktaka frá þátttöku í útboðum. Þetta segir Þorvaldur H. Gissurarson, eigandi og forstjóri ÞG Verks.