
Fjölbreytt leiguhúsnæði
Við þurfum öll að eiga heimili, hvort sem það er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Sum okkar vilja eiga húsnæði á meðan aðrir annað hvort kjósa að leigja eða eru fastir á leigumarkaði af einhverjum ástæðum.
Við þurfum öll að eiga heimili, hvort sem það er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Sum okkar vilja eiga húsnæði á meðan aðrir annað hvort kjósa að leigja eða eru fastir á leigumarkaði af einhverjum ástæðum.
Íbúar í Kópavogi eru tæpleg 39 þúsund eða ríflega 10% landsmanna. Bærinn hefur síðustu áratugina vaxið ört, ekki síst í tíð Sigurðar heitins Geirdal, bæjarstjóra Framsóknar í Kópavogi til fjölda ára.
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði.
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík.
Það er einn sá aðili í samfélagi okkar sem er að valda okkur öllum skaða, ekki bara þeim fjórðung okkar sem búa á leigumarkaði heldur líka ykkur, sem eruð svo gæfusöm að búa þar ekki. Við berum öll skarðan hlut frá borði vegna hegðunar þeirra og ófyrirleitni, en við ættum að setja þeim mörk.
Meirihlutanum í Reykjavíkurborg hefur tekist að ná einstökum árangri. Hann hefur á undanförnum árum margbætt Íslandsmet í fasteignaverðshækkunum, svo eftir er tekið. Þegar ávöxtun á þeim fjárfestingum sem einstaklingar fara í til að eiga þak yfir höfuðið er hærri en gengur og gerist í verðbréfaviðskiptum erlendis er eitthvað orðið að.
Kæru Kópavogsbúar, Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum, sem fylgist með kosningabaráttu sveitarfélaganna, að húsnæðismál næstu 5-10 árin er eitt helsta og mikilvægasta málefnið.
Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess að það er helsta ástæðan fyrir því að húsnæðisverð hækkar, hvort sem er til kaupa eða leigu.
Þann 4. maí svaraði framkvæmdastjóri grein minni frá 3. maí „Mygla félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar“. Ég vil þakka henni fyrir svarið en hún svarar ekki spurningum um ábyrgð og bætur. Hún staðfestir að félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að verðbólgan sé ekki aðeins á húsnæðismarkaði heldur sé hún víðfeðmari en oft áður. Eftirspurn sé mikil en mörg vandamál blasi við á framboðshliðinni.
Hátt og hækkandi leiguverð er það sem skapar áföll og skapar aðstæðurnar sem steypir fólki í fátækt. Í kynningu formanns Samtaka leigjenda fyrir skemmstu, Guðmundar Arngrímssonar, kom fram að 98% skjólstæðinga hjálparstarfs á höfuðborgarsvæðinu eru leigjendur. Á sama fundi kom fram að húsleiga hefur hækkað um 100% síðasta áratuginn.
Við í Flokki fólksins skiljum vel þann alvarlega vanda sem leigjendur eru í. Á leigjendamarkaði er neyðarástand. Í raun má segja að sveitarfélögin uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Flokkur fólksins vill efna til stórátaks í framboði á lóðum. Fái flokkurinn framgang í kosningum 14. maí munum við berjast fyrir því að byggt verði í hverfum þar sem nóg rými er og innviðir sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi eru einir 7 skólar í Grafarvogi sem geta bætt við nemendum. Flokkur fólksins telur að skoða þurfi alvarlega að brjóta land undir nýja byggð og gæti það t.d. orðið í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal.
Þegar Seðlabankastjóri lækkaði stýrivexti árið 2020 var augljóst í hvað stefndi. Framboð húsnæðis, eftirspurn og aðgangur að hrávöru var það sama og fyrir hækkun. Það sem að breyttist hins vegar var aðgangur fólks að fjármagni í formi lána. Fjármagn flæddi inn á markað samhliða mikilli kulnun á öllum sviðum verðmætasköpunar.
Fjarðabyggð er sístækkandi samfélag þar sem vaxandi þörf hefur orðið eftir íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. Það er því af sem áður var þegar dræm sala var á íbúðarhúsnæði og verð voru lág. Mikil eftirspurn er nú eftir íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð og auk þess hefur fjöldi úthlutaðra byggingarlóða ekki verið meiri um nokkuð langa hríð.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lofar að frysta fasteignaskatta nái flokkurinn að mynda meirihluta í borginni eftir kosningar. Oddviti flokksins segir útspilið viðbragð við verðlagsþróun og vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni. Óeðlilegt sé að sveitarfélög hafi fjárhagslega hvata af hækkandi húsnæðisverði.
Fyrirséð er að sprenging verði í íbúafjölda í Mosfellsbæ á næstu árum með tilkomu nýs hverfis í Blikastaðalandi sem verið hefur í eigu Arion banka frá því eftir hrun. Stefnt er að því að íbúar geti sinnt helstu erindum fótgangandi og að Borgarlínan verði í burðarhlutverki.
Stöðug ásókn er hjá heimilunum í að taka óverðtryggð íbúðalán hjá lífeyrissjóðunum og hefur vöxturinn margfaldast á undanförnum mánuðum eftir að sjóðirnir fóru að bjóða upp á umtalsvert betri kjör á slíkum lánum en viðskiptabankarnir.
Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar.
Í gær birtist aðsend grein á www.visir.is þar sem vakin var athygli á umræðu um vandamál vegna myglu og raka í byggingum.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%.
Íbúðarhúsnæði á fyrst og fremst að vera heimili fólks en ekki fjárfesting fyrir efnafólk. Samtök leigjenda setja fram þá kröfu að sett verði á viðmiðunarverð fyrir útleigu húsnæðis hið fyrsta.
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár.
ÍL-sjóður tapaði 13,9 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi sjóðsins og eigið féð var í árslok neikvætt um 196,6 milljarða króna.
Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu.
Það sem helst einkennir núverandi meirihluta í borgarstjórn er fjarlægð frá borgarbúum og skeytingarleysi um þarfir þeirra, sérstaklega efnaminna fólks. Þetta er mat Flokks fólksins eftir að hafa setið 4 ár í borgarstjórn.
Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst.
Hópbúseta, þegar margir aðilar sem eru ekki endilega tengdir fjölskylduböndum deila heimili að einhverju eða öllu leyti, hefur marga kosti fram yfir hefðbundna einangraða búsetu. Hún auðveldar fólki að deila kostnaði og eykur möguleika á samvinnu og félagslegum tengslum.
Húsnæði Myndlistaskólans í Reykjavík, sem er eina starfsemin sem eftir er í JL-húsinu í Vesturbænum, hefur verið sett á sölu. Skólastjórinn hefur fengið staðfestingu frá borginni um að byggja megi íbúðir í húsinu sem hefur hingað til verið notað undir ýmiskonar rekstur. Margir hafa sýnt þessum möguleika áhuga.
Tæplega tvö þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri úttekt, töluvert færri en þegar staðan var síðast könnuð fyrir fimm árum. Talið er æskilegt að fólk geti skráð búsetu sína í atvinnuhúsnæði til að auka á öryggi þess.