

Kauphöllin
Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Íslandsbanki lokaði skortstöðu sinni á Kviku
Íslandsbanki hefur lokað skortstöðu í Kviku sem hann tók síðastliðna viku, samkvæmt upplýsingum Innherja. Athygli vekur að Íslandsbanki er með viðskiptavakt á hlutabréf Kviku og lánar að auki fjárfestum meðal annars til að kaup hlutabréf. Frá áramótum hefur gengi Kviku lækkað um ellefu prósent. Það er nokkru lægra en gengi Íslandsbanka sem hefur lækkað um 16 prósent, rétt eins og gengi Arion banka.

Flugvél til Akureyrar snúið við á miðri leið
Flugvél á leið frá Reykjavík til Akureyrar var snúið við á miðri leið. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair segir að þeim hafi borist melding um tæknilegt atriði sem þurfti að skoða samkvæmt verklagi.

Pepsíunnandi til margra ára kveður drykkinn eftir breytinguna
Pepsíunnandi til margra ára segist hættur að drekka drykkinn eftir að sykurmagnið var minnkað og sætuefni settí staðinn. Næringarfræðingur segir sætuefni ekki skárri en sykur.

Skortsalar fá ekki að kaupa í Íslandsbanka í útboði ríkisins
Fjárfestar sem skortselja Íslandsbanka á þrjátíu daga tímabili fyrir almennt útboð ríkisins á hlut sínum í bankanum munu ekki fá að kaupa í útboðinu. Almennt má gera ráð fyrir því að hlutabréfaverð lækki í aðdraganda almenns útboðs.

Íbúar óánægðir með borgina sem kemur í veg fyrir Bónusverslun
Um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti eru án matvörubúðar í hverfinu næstu vikurnar vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir.

Fleiri farþegar og betri nýting
Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maí 2024, sem er 14 prósent aukning frá maí á síðasta ári þegar Play flutti 128.847 farþega. Sætanýting hjá félaginu í nýliðnum maí var 86,4 prósent, samanborið við 84,8 prósent í maí í fyrra.

Kvika stendur vel að vígi samanborið við hina bankana þegar kreppir að
Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu.

Gengu frá 135 milljarða samningi um endurfjármögnun skulda
Alvotech hefur gert samning um endurfjármögnun skulda við GoldenTree Asset Management, bandarískt eignastýringarfyrirtæki, sem fer fyrir hópi alþjóðlegra stofnanafjárfesta. Samningurinn er um lánafyrirgreiðslu að fjárhæð allt að 965 milljónir Bandaríkjadal, eða um 135 milljarða íslenskra króna.

Hvers vegna kaupir Sýn ekki eigin bréf?
Stjórn Sýnar fékk heimild hluthafafundar til kaupa á allt að tíu prósent eigin bréfa í apríl síðastliðnum. „Ég tel að stjórnendur hljóti að vera sammála hluthöfum í því að virði undirliggjandi eigna endurspegli ekki markaðsvirði fyrirtækisins,“ segir einn af hluthöfum félagsins í aðsendri grein.

Fjárfesta fyrir þrjá milljarða í Reykjanesbæ og Hafnarfirði
Reitir og Kjölur fasteignir hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á fasteignum að Njarðarvöllum 4 í Reykjanesbæ og Lónsbraut 1 í Hafnarfirði. Í tilkynningu kemur fram að húsið að Njarðarvöllum 4 var byggt 2008 og er 2.338 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir Nesvelli dagvöl aldraðra í Reykjanesbæ. Leigusamningur er við Reykjanesbæ til 2038.

Telja virði Kaldalóns ekki njóta sannmælis á markaði og flýta endurkaupum
Kaldalón hefur óskað eftir því við hluthafa að boðuðum áformum um að hefja kaup á eigin bréfum verði flýtt enda endurspegli markaðsverðmæti félagsins, að mati stjórnarinnar, ekki undirliggjandi virði eigna þess. Bókfært eigið fé Kaldalóns er umtalsvert meira en markaðsvirði fasteignafélagsins sem er niður um nærri átta prósent frá áramótum.

Ein og hálf milljón farþega á fyrstu fimm mánuðum ársins
Það sem af er ári hefur Icelandair flutt um það bil 1,5 milljón farþega. Er það tíu prósentum fleiri en í fyrra. Eftirspurn eftir ferðum Íslendinga til útlanda heldur áfram að vera sterk en farþegum til Íslands hefur fækkað vegna samkeppni við aðra áfangastaði auk þess sem enn gætir neikvæðra áhrifa alþjóðlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um eldgos á Reykjanesi.

Þrír nýir stjórnendur hjá Festi
Festi hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn á fjármála- og rekstrarsvið félagsins. Andri Kristinsson tók við starfi forstöðumanns innheimtu- og fjárstýringar, Gísli Heiðar Bjarnason tók við starfi forstöðumanns viðskiptagreindar og greininga, og Sandra Björk Björnsdóttir tók við starfi forstöðumanns reikningshalds og launavinnslu.

Heimtu hlutinn úr helju og verða stærstu einkafjárfestarnir
Árni Oddur Þórðarson hefur gert sátt við Arion banka og endurheimt alla hluti í Eyri invest sem bankinn leysti til sín í nóvember síðastliðnum. Hann fer nú ásamt föður sínum og öflugum hópi fjárfesta með 39 prósenta hlut í félaginu. Hópurinn verður stærsti einkafjárfestirinn í sameinuðu félagi JBT og Marel.

Stærsti lífeyrissjóður landsins byggir upp stöðu í Kaldalón
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) byrjaði að byggja upp hlutabréfastöðu í Kaldalón undir lok síðasta mánaðar og er núna kominn í hóp tíu stærsta hluthafa fasteignafélagsins. Hlutabréfaverð Kaldalóns, sem fluttist yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra, hækkaði nokkuð eftir að stærsti lífeyrissjóður landsins bættist í eigendahóp félagsins.

Icelandair biðst afsökunar á bögubósahættinum
„Já, ég veit ekki hvað hefur klikkað þarna,“ sagði Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. En það sé ljóst að við annað eins og þetta verður ekki búið.

Öfugþróun að minni verðmæti komi af hverjum ferðamanni
Ferðaþjónustan er að stefna í öfuga átt miðað við það markmið að hver ferðamaður skili meiri verðmætum í stað stöðugrar fjölgunar ferðamanna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna markaðssetningu einu leiðina til að snúa þessari öfugþróun við.

Icelandair misþyrmi íslenskri tungu
Maríu Helgu Guðmundsdóttur, sem fengist hefur við þýðingar og prófarkalestur, varð beinlínis illt í íslenskunni sinni þegar hún ferðaðist nýverið með Icelandair og fór að skoða afþreyingarkerfi flugfélagsins.

Misþyrming íslenskunnar í boði gervigreinds flugfélags: „Icelandair endurræsir afþreyingu, keppnisskyrði flugbjúgukeppnissins og eventýralega þvælu“
Fyrirsögn þessarar greinar er ekki úr lausu lofti gripin, eins mikil steypa og hún kann að virðast. Þetta er örlítið uppfærð tilvitnun í nýjustu íslensku útgáfu afþreyingarkerfis Icelandair, þar sem sjónvarpsþætti er lýst svo, stafrétt:

Samruninn hefði haft umtalsverð skaðleg áhrif
Samkeppniseftirlitið hefur birt ákvörðun um að ógilda kaup Skeljungs ehf. á Búvís ehf.. Eftirlitið telur að samruninn hefði að öllu óbreyttu haft umtalsverð skaðleg áhrif á markaði fyrir innflutning og sölu á áburði.

Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár
Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra.

Icelandair hefur flug til Halifax á nýjan leik
Icelandair hóf flug til Halifax á ný 31. maí síðastliðinn. Fluginu var fagnað bæði á Keflavíkurflugvelli og við komuna til Halifax. Flogið verður til borgarinnar þrisvar í viku fram til fjórtánda október. Icelandair hefur áður flogið til borgarinnar en síðast var flogið þangað árið 2018.

Nýtt verðmat Marels nokkru lægra en yfirtökutilboð JBT
Yfirtökutilboð John Bean Technologies er átta prósentum hærra en nýtt verðmat á Marel hljóðar upp á. Jakobsson Capital lækkaði verðmat sitt um níu prósent frá síðasta uppgjöri en fyrsti ársfjórðungur var þungur að mati greinanda; „það mun þurfa að ausa vatni upp úr bátnum til að ná upp í spá“ greiningarfyrirtækisins en gert er ráð fyrir í verðmatinu að rekstur Marel batni hratt á næstu árum.

Telja SKE hafa farið offari og hætta við kaupin
Stjórn Síldarvinnslunnar hefur samþykkt beiðni Samherja um að kaup félagsins á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood ehf. gangi til baka.

Arðsemiskrafa á íslensk hlutabréf um einu prósenti hærri en á bandarísk
VH-hlutfallið fyrir íslensku Úrvalsvísitöluna OMXI15 hefur haldist yfir sögulegu meðaltali síðan í júlí í fyrra þrátt fyrir vaxandi raunhagnað félaga vísitölunnar, segir hagfræðingur.

Íslandsbanki greiðir 570 milljóna króna sekt
Íslandsbanki hefur tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkennir að brotin séu mörg og alvarleg.

Teygist aðeins á að yfirtökutilboð JBT í Marel berist
Gengið hefur verið út frá því að John Bean Technologies (JBT) leggi fram yfirtökutilboð í Marel í lok maí. Það er að teygjast á þeim tímaramma, síðasti dagur maímánaðar er runninn upp, en áfram er miðað við að viðskiptin verði um garð gengin fyrir árslok, samkvæmt uppfærðri fjárfestakynningu frá bandaríska tæknifyrirtækinu. Nú er gert ráð fyrir því að yfirtökutilboð berist hluthöfum Marels í júní.

Gæti hallað undan fæti hjá Arion á næsta ári því viðvörunarljós blikka
Greinandi gerir ráð fyrir „hraustlegri“ virðisrýrnun útlána hjá Arion banka á næsta ári og spáir því að hún verði meiri en í síðasta verðmati. Það blikka viðvörunarljós sem munu grafa undan gengis- og verðstöðugleika hér á landi. Verðmatsgengi Arion lækkaði um nærri fimm prósent frá síðasta mati en er engu að síður 44 prósentum yfir markaðsgengi.

Auðkenni þarf að passa upp á
Kæri lesandi, ef þú myndir skrifa niður þá hluti sem auðkenna þig – hvað myndir þú skrifa? Hver ert þú - svona raunverulega?

Félagið ARMA fær til sín þrjá starfsmenn úr fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka
Hið nýstofnaða fyrirtæki ARMA Advisory, sem er í eigu fyrrverandi stjórnenda Íslandsbanka og Kviku, hefur fengið til liðs við sig þrjá starfsmenn úr fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Atli Rafn Björnsson, framkvæmdastjóri ARMA, stýrði ráðgjöfinni um árabil áður en hann lét af störfum þar um mitt árið í fyrra.