
Paltrow gagnrýnd fyrir mataræðið: „Hljómar eins og undirbúningur fyrir ristilspeglun“
Leik- og athafnakonan Gwyneth Paltrow hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir viðtal sem hún fór í nú á dögunum. Paltrow var gestur í hlaðvarpinu The Art of Being Well þar sem hún fór yfir heilsurútínu sína sem margir netverjar telja að sé skaðleg og stuðli að megrunarmenningu.