

Meistaradeildin
Keppni hinna bestu í Evrópu.
Leikirnir

Sjáðu markasúpuna í München, yfirburði Arsenal og öll hin
Átta leikir fóru fram í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar karla í knattspyrnu í gær, miðvikudag. Hér að neðan má sjá öll mörk dagsins, þar á meðal markasúpuna í München þar sem Manchester United var í heimsókn og mörkin fjögur sem Arsenal skoraði í Lundúnum.

„Þetta var einn af mínum verstu leikjum“
Andre Onana sagði í viðtali eftir leik Manchester United gegn Bayern Munchen í kvöld að byrjun hans í búningi United væri ekki búin að vera góð. Hann átti sök á fyrsta marki Bayern í leiknum.

Sigur í fyrsta Meistaradeildarleik Skyttanna í langan tíma
Arsenal er mætt til leiks í Meistaradeildinni eftir sex ára fjarveru. Liðið mætti í kvöld hollenska liðinu PSV á heimavelli sínum í Lundúnum og þurftu lítið að hafa fyrir stigunum þremur.

Kane skoraði í markaveislu gegn United
Bayern Munchen vann 4-3 sigur á Manchester United í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Harry Kane komst á blað í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni fyrir Manchester United.

Torsótt þrjú stig hjá Ítalíumeisturunum í Portúgal
Fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í knattspyrnu lauk í kvöld. FC Bayern vann þægilegan sigur á Manchester United í Þýskalandi og þá vann Arsenal stórsigur í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í sex ár.

Bellingham hetjan í uppbótartíma
Jude Bellingham tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Union Berling í Meistaradeildinni í dag. Sigurmark Bellingham kom í uppbótartíma leiksins.

Illa farið með Orra Stein í jafntefli FCK
Dönsku meistararnir í FCK misstu niður tveggja marka forskot á lokamínútunum þegar liðið mætti Galatasaray í Meistaradeildinni í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom við sögu hjá FCK í leiknum.

Segir Tottenham geta keypt Kane til baka
Daniel Levy eigandi Tottenham Hotspur segir að í samningi liðsins við Bayern Munchen vegna Harry Kane sé klásúla sem geri Lundúnaliðinu kleift að fá enska landsliðsmanninn aftur.

„Mbappé hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi“
Jóhannes Karl Guðjónsson og Aron Jóhannsson voru sammála um að Kylian Mbappé hefði grætt á því að fara í fýlu við Paris Saint-Germain.

Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Barcelona, PSG lagði Dortmund og dramatíkin í Rómarborg
Átta leikir fór fram í gærkvöldi þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu rúllaði af stað. Evrópumeistarar Manchester City hófu titilvörnina á sigri, Börsungar fóru illa með Antwerp og dramatíkin var allsráðandi í viðureign Lazio og Atlético Madrid.

Segist aldrei hafa getað stillt upp sínu besta byrjunarliði
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að langur meiðslaliðsti hafi gert það að verkum að hann hafi aldrei hafa getað stillt upp sínu besta byrjunarliði.

Vaxandi meiðslalisti setji fullkomna byrjun City í hættu
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur áhyggjur af því að liðið gæti lent í vandræðum á komandi vikum vegna fjölda meiðsla.

Markvörðurinn skoraði og bjargaði stigi fyrir Lazio
Alls fóru átta leikir fram í Meistaradeild Evrópu í dag og í kvöld, en dramatíkin var þó hvergi meiri en í leik Lazio og Atlético Madrid.

Mbappé og Hakimi kláruðu Dortmund
Kylian Mbappé og Achraf Hakimi sáu um markaskorun Paris Saint-Germain er liðið vann 2-0 sigur gegn Dortmund í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Börsungar völtuðu yfir Antwerp
Spánarmeistarar Barcelona unnu afar sannfærandi 5-0 sigur er liðið tók á móti belgíska liðinu Royal Antwerp í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Evrópumeistararnir snéru taflinu við í síðari hálfleik
Evrópumeistarar Manchester City unnu öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti Rauðu stjörnunni frá Serbíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópi í kvöld.

Kane kemur nafna sínum til varnar og segir hann hafa verið gerðan að blóraböggli
Harry Kane, leikmaður Bayern München og fyrirliði enska landsliðsins, hefur komið samherja sínum hjá enska landsliðinu, Harry Maguire, til varnar eftir þá gagnrýni sem sá síðarnefndi hefur mátt þola undanfarnar vikur.

Markalaust í Meistaradeildarendurkomu Newcastle
AC Milan og Newcastle gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð F-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Svona horfirðu á Meistaradeildina í vetur | Messan snýr aftur
Meistaradeild Evrópu rúllar af stað á nýjan leik í kvöld. Nokkrar breytingar eru á því hvernig hægt sé að horfa á keppnina í vetur.

Newcastle braut reglur UEFA
Newcastle United spilar annað kvöld sinn fyrsta Meistaradeildarleik í tvo áratugi. Félagið byrjar endurkomu sína í deild þeirra bestu ekki vel en félagið braut reglur UEFA í kvöld.

Guardiola hló létt þegar hann var spurður út í Man United
Pep Guardiola, þjálfari Evrópu- og Englandsmeisturum Manchester City, ræddi við fjölmiðla í dag. Á blaðamannafundinum var hann spurður út í byrjun tímabilsins á Englandi og þau lið sem gætu ógnað liði hans.

Heilindi fótboltans geti verið í hættu
Forráðamenn þýsku félaganna Dortmund og Bayern München hafa kallað eftir skýrara og harðara regluverki þegar kemur að eigu eignarhaldsfélaga á fleira en einu fótboltaliði. Skýrsla frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, segir heilindi Evrópuboltans geta verið í hættu.

Útilokar að sádísk lið spili í Meistaradeildinni
Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, útilokar að lið frá Sádi-Arabíu taki þátt í keppnum á vegum sambandsins. Í síðasta mánuði var greint frá áhuga sádískra yfirvalda að koma liðum frá ríkinu að.

UEFA hækkar peningastyrk til liða sem komast ekki í Evrópukeppni
Evrópska knttspyrnusambandið og samtök leikmanna í Evrópu hafa staðfest nýja skiptingu fjármagns þar sem hærra hlutfall fer til þeirra liða sem ekki vinna sér inn sæti í Evrópukeppnum.

Orri Steinn pollrólegur þegar í ljós kom að FCK myndi mæta Man Utd: „Ég sver það“
Orri Steinn Óskarsson, framherji Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar og nýliða í íslenska landsliðinu, mætti í útvarpsþáttinn „Veislan með Gústa B“ fyrr í dag. Á sama tíma var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og þar kom í ljós að FCK mætir liðinu sem Orri Steinn heldur með í enska boltanum, Manchester United.

Búið að draga í Meistaradeild Evrópu: Man United mætir til Kaupmannahafnar
Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu karla nú rétt í þessu. Orri Steinn Óskarsson og félagar í FC Kaupmannahöfn eru með Bayern München, Manchester United og Galatasaray í A-riðli.

Allt sem þú þarft að vita um dráttinn í Meistaradeildinni
Mikið verður um dýrðir í Mónakó síðdegis þegar dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu.

FC Kaupmannahöfn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu
Orri Steinn Óskarsson kom ekki við sögu þegar FC Kaupmannahöfn tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir jafntefli gegn Raków Częstochowa frá Póllandi.

Hörður og félagar misstu af sæti í Meistaradeildinni
Hörður Björgvin Magnússon og félagar hans í gríska liðinu Panathinaikos eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 0-1 tap á heimavelli gegn SC Braga í kvöld. Portúgalska liðið vann samtals 3-1.

Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins
Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri.