

Meistaradeildin
Keppni hinna bestu í Evrópu.
Leikirnir

Risaleikur í kvöld: „Mín arfleifð er þegar orðin einstök“
Manchester City hefur komið sér í frábært færi á að vinna þrennuna, og þar með Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Eitt allra þyngsta prófið á lokasprettinum þreytir liðið í kvöld, í sannkölluðum stórleik gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid.

Inter kláraði Mílanóslaginn og er á leið í úrslit Meistaradeildarinnar
Inter Milan er á leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 1-0 sigur gegn nágrönnum sínum í AC Milan í kvöld.

KSÍ vill að UEFA breyti nafni Meistaradeildar Evrópu
Stjórn Knattspyrnusamband Íslands samþykkti skipan í sérstakan starfshóp um kynjajafnrétti á fundi sinum á Akranesi 3. maí síðastliðinn en jafnréttismál voru áberandi á fundinum.

Engin auglýsing á búningnum og það í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar
Ítalska liðið Internazionale er í fínum málum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á nágrönnum sínum í AC Milan í fyrri leiknum í gærkvöldi.

Inter í frábærri stöðu eftir magnaða byrjun á „útivelli“
Inter og AC Milan mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn var skráður sem heimaleikur AC Milan en bæði lið spila leiki sína á San Siro-vellinum í Mílanó. Það var hins vegar Inter sem vann eftir tvö mörk snemma leiks, lokatölur 0-2.

Haaland eldri þurfti öryggisfylgd eftir orðaskipti við Madrídinga | Myndskeið
Alfie Haaland, faðir Erling Braut Haaland framherja Manchester City, er sagður hafa sýnt af sér ögrandi hegðun á leik Real Madrid og Manchester City sem fór fram í Madríd á Spáni í gærkvöldi.

Stórkostlegar fréttir fyrir AC Milan rétt fyrir stórleik kvöldsins
Erkifjendurnir í AC Milan og Inter mætast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld en stuðningsmenn AC Milan hafa ástæðu til að gleðjast þó að leikurinn sé ekki hafinn.

Ancelotti: Jöfnunarmark Manchester City var ólöglegt
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, var mjög ósáttur með jöfnunarmark Manchester City í fyrri leik liðanna í gærkvöldi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

„Úrslitaleikur í næstu viku á okkar heimavelli“
Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, var nokkuð brattur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Real Madrid í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir að framundan sé úrslitaleikur á þeirra eigin heimavelli.

Allt undir í seinni leiknum eftir jafntefli í Madríd
Real Madrid og Manchester City gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið mætast í undanúrslitum keppninnar, en í fyrra fór Real Madrid áfram á dramatískan hátt.

Búinn að fá nóg af því að vera bendlaður við bölvun tengda Man City
Yaya Touré, fyrrverandi miðjumaður Manchester City, er búinn að fá sig fullsaddan af því að fólk sé að bendla hann við umræðu um „bölvun“ sem fylgi enska knattspyrnuliðinu í Meistaradeild Evrópu.

Vinicius undirbýr sig fyrir Man. City leikinn í sérstökum súrefnisklefa
Vinícius Júnior og félagar í Real Madrid tryggðu sér spænska bikarmeistaratitilinn með sigri á Osasuna í úrslitaleik á laugardagskvöldið.

Rooney: Man. City mun ekki bara vinna Real Madrid, þeir munu rústa þeim
Wayne Rooney telur að Evrópumeistarar Real Madrid verði ekki mikil fyrirstaða fyrir Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikur liðanna fer fram á morgun.

Opnar fyrir það að Meistaradeildarleikir verði spilaðir í Bandaríkjunum
Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, afskrifar alls ekki að spila stórleiki í Meistaradeildinni í fótbolta hinum megin við Atlantshafið.

Mörk Meistaradeildarinnar: Håland nálgast fimmtíu og markasúpa á San Siro
Alls voru átta mörk skoruð í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær, miðvikudag. Bayern München og Manchester City gerðu 1-1 jafntefli á meðean Inter og Benfica gerðu 3-3 jafntefli.

„Við erum uppgefnir“
Pep Guardiola var ánægður með þá staðreynd að Manhester City væri komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð en hann hefur miklar áhyggjur af leikjaálaginu næstu vikurnar.

Inter mætir nágrönnum sínum í AC Milan í undanúrslitum
Inter Milan stöðvaði Evrópuævintýri Benfica og tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 3-3 jafntefli á San Siro í kvöld. Inter vann fyrri leik liðanna í Portúgal 2-0 og einvígið því 5-3.

Manchester City í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu
Bayern München þurfti kraftaverk til að komast áfram eftir 3-0 tap í fyrri leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það gekk ekki eftir en leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli.

Miðvarðasveit Man City möguleg lausn á vandræðum í Meistaradeildinni
Enn eitt vorið virðist sem Pep Guardiola hafi fundið hina fullkomnu blöndu þegar kemur að því hvað þarf að gera til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er þangað til eitthvað klikkar.

Sjáðu stórkostlegan sprett Rafaels Leao og tvennu Rodrygos
Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Sextán ára bið lokið
Í gærkvöldi komst AC Milan í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár.

Kane og Mourinho á óskalista PSG
Það stefnir í töluverðar breytingar hjá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain í sumar. Lionel Messi er talinn vera á leið heim til Katalóníu en í hans stað vilja forráðamenn PSG fá enska framherjann Harry Kane. Þá er talið að José Mourinho gæti verið næsti þjálfari liðsins.

Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk
Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Verðum að halda okkar standard“
Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea, segir að liðið geti tekið margt jákvætt út úr einvígi sínu gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að Lundúnaliðið sé nú úr leik.

Ítölsku meistararnir tryggðu sér sæti í undanúrslitum
Ítalíumeistarar AC Milan eru á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn verðandi Ítalíumeisturum Napoli í kvöld.

Evrópumeistararnir í undanúrslit
Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld.

Óttuðust að eitrað yrði fyrir þeim
Undanúrslitaeinvígi AC Milan og Napoli minnir um margt á harða baráttu liðanna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ruud Gullit rifjar upp ferðalag AC Milan til Napoli er liðin kepptust um ítalska meistaratitilinn við Diego Maradona og félaga.

Óttast að deila Manés og Sanés muni hjálpa Bayern
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, óttast að deila þeirra Sadios Mané og Leroys Sané muni hjálpa Bayern München fyrir seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Mané fékk bann og sekt fyrir kjaftshöggið
Forráðamenn Bayern München hafa ákveðið að setja Sadio Mané í bann og sekta hann fyrir að slá liðsfélaga sinn, Leroy Sané, eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld.

Sáttafundur í morgun en Mané gæti fengið þunga refsingu
Leroy Sané og Sadio Mané voru báðir mættir á æfingu Bayern München í morgun eftir að upp úr sauð þeirra á milli í Manchester í fyrrakvöld, eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.