Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár

Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Harold með ó­læknandi krabba­mein

Hin 86 ára gamla Neighbours stjarna Ian Smith sem fer með hlutverk Harold Bishop í þáttunum frægu hefur tilkynnt að hann sé kominn með ólæknandi krabbamein í lungu. Hann hyggst því hætta alfarið að leika.

Lífið
Fréttamynd

Virði töskusafns Lauf­eyjar Línar yfir fimm milljónum

Íslenska stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir virðist hafa dálæti á fallegum handtöskum. Hún er þekkt fyrir að deila smart myndum af sér á Instagram hvaðanæva úr heiminum þar sem hún er oftar en ekki með handtösku frá virtustu hátískuhúsum heims til að toppa dressið. Má þar nefna merki á borð við Chanel, Gucci og Chloé.

Lífið
Fréttamynd

Í beinni: Dagur ís­lenskrar tón­listar

Í dag klukkan tíu klukkan 10:00 verður formleg dagskrá í Hörpu vegna Dags íslenskrar tónlistar sem er á sunnudag. Þá mun íslenskt tónlistarfólk verðlauna fólk og hópa sem myndar eiginlegt stoðkerfi íslensks tónlistarlífs.

Menning
Fréttamynd

Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld

Síðasta Bókakonfekt ársins fer fram í Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð í kvöld.  Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft. Bóksala á staðnum og höfundar lesa og árita bækur.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Lilja lofar öllu fögru

Það er þekkt að stjórnmálamenn lofi ýmsu fyrir kosningar. Nú hefur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra líklega sett nýtt Íslandsmet á þessu sviði.

Skoðun
Fréttamynd

Barry Keoghan leikur Bítil

Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Með stór­stjörnum í væntan­legri kvik­mynd Marvel

Jóhannes Haukur Jóhannesson heldur áfram að sanka að sér hlutverkum erlendis en nú hefur leikarinn tilkynnt að hann muni fara með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Marvel, Captain America: Brave New World, þó að enn sem komið er sé leyndarmál hvaða persónu hann muni glæða lífi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hefndi sín með því að missa mey­dóminn

Goðsögnin Cher opnar sig upp á gátt í nýrri sjálfsævisögu. Þar fer poppstjarnan um víðan völl og rifjar meðal annars hvernig hún missti meydóminn fjórtán ára gömul en hún segist það fyrst og fremst hafa verið gert til að hefna sín á strák.

Lífið
Fréttamynd

Hvernig metum við listir og menningu?

Í umræðu um listir og menningu í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikil áhersla verið lögð á efnahagslegt gildi. Þar hefur komið fram að beint framlag menningar og skapandi greina nemi um 3,5% af landsframleiðslu, litlu minna en framlag sjávarútvegs.

Skoðun
Fréttamynd

Auður ein­hleypur og skýtur á yfir­völd vegna Yazans

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, er einhleypur. Þrátt fyrir að vera einn eftir í kotinu hefur hann haft nóg að gera í tónlistinni. Fyrr í dag gaf hann út lagið Peningar, peningar, peningar þar sem hann skýtur meðal annars föstum skotum að yfirvöldum um mál Yazans Tamimi, fjölfatlaðs drengs frá Palestínu.

Tónlist