
Góðir rekstrarmenn standa oft í veginum fyrir nýsköpun
Dr. Eyþór Ívar Jónsson segir að góðir rekstrarmenn séu oft þeir sem standa í veginum fyrir nýsköpun innan fyrirtækja því þeir hafa ekki þekkingu til þess að skilja um hvað nýsköpun snýst í raun. Stjórnir þurfa að bæta við þekkingu innan sinna raða.