

FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0.
Einvígi FH og Aftureldingar um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst í kvöld. Þessi lið hafa einu sinni áður mæst í úrslitum um titilinn.
Óhætt er að segja að handboltamaðurinn Einar Bragi Aðalsteinsson hafi átt viðburðarríka viku. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik og skrifaði undir atvinnumannasamning erlendis.
Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Aftureldingar, var afar ánægður með að vera kominn í úrslit eftir sigur gegn Val á útivelli 27-29.
Afturelding vann Val á útivelli 27-29 í fjórða leik milli liðanna í undanúrslitum. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með að vera kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn.
Afturelding vann tveggja marka sigur gegn Val í N1-höllinni 27-29. Frábær síðari hálfleikur Mosfellinga tryggði þeim farseðilinn í úrslit þar sem liðið mætir FH.
Það er óhætt að segja að komandi dagar séu ansi mikilvægir fyrir karlalið Vals í handbolta sem að leikur þrjá úrslitaleiki á næstunni. Úrslitaleiki sem gæti fjölgað nokkuð ört gangi allt að óskum hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara liðsins og leikmönnum hans. Fyrsti úrslitaleikurinn á sér stað í kvöld þar sem að Valur mætir, með bakið upp við vegg, Aftureldingu á heimavelli í undanúrslitum Olís deildarinnar.
Ólafur Gústafsson hefur samið við FH um að spila með liðinu í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð.
Það eru spennandi tímar fram undan hjá karlaliði Vals í handknattleik.
Einar Bragi Aðalsteinsson landsliðsmaður Íslands í handbolta og leikmaður FH hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska stórliðið Kristianstad og gengur til liðs við félagið í sumar.
Evrópska handknattleikssambandið hefur gefið íslensku dómurunum Þorvari Bjarma Harðarsyni og Árna Snæ Magnússyni réttindi til að dæma á vegum EHF í alþjóðlegum keppnum.
Hegðun stuðningsmanna ÍBV í Kaplakrika á dögunum hefur nú leitt til þess að handknattleiksdeild félagsins hefur verið sektuð af aganefnd HSÍ.
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sigurreifur að loknum sannfærandi sigri liðsins gegn ÍBV í oddaleik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld.
Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, fór um víðan völl þegar hann gerði upp tap liðsins gegn FH í oddaleik liðanna í Olís-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Magnús gagnrýndi það að Elmar Erlingssyni hlyti ekki náð fyrir landsliðsþjálfaranna og beindi spjótum sínum að fjölmiðlum liðsins.
FH tryggði sér í kvöld farseðilinn í úrslitaeinvígi Olís-deidar karla í handbolta en liðið komst þangað með sannfærandi sigri á móti ÍBV í oddaleik liðanna í stútfullum Kaplakrika.
Afturelding lagði Val í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Heimamenn leiddu allan leikinn en gestirnir gerðu áhlaup í blálokin og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, lokatölur 26-25.
Þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta stýrði liðinu í efstu deild í fyrrakvöld en er hins vegar hættur með liðið. Eftir mikinn eril síðustu mánuði hlakkar hann til að hafa meiri tíma með fjölskyldunni.
Sverrir Eyjólfsson stýrði Fjölni í síðasta sinn þegar liðið vann Þór í oddaleik um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili.
Valur valtaði yfir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í N1-höllinni í kvöld. Leikurinn endaði 39-25 og sáu Mosfellingar aldrei til sólar í leiknum.
Valur valtaði yfir Aftureldingu og sigraði með fjórtán mörkum, 39-25, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.
Fjölnir tryggði sér sæti í Olís deild karla á næsta tímabili með 24-23 sigri gegn Þór í oddaleik umspilsins í Grill 66 deildinni.
Aron Pálmarsson fór meiddur af velli í naumu tapi FH fyrir ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís-deild karla í gær. Hann fékk mikinn verk í fingur og mun fara í myndatöku síðar í dag.
ÍBV tryggði sér oddaleik gegn FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í gær á ótrúlegan hátt.
„Vil bara segja að ég er ofboðslega stoltur af liðinu mínu, hvernig það lagði sig allt í verkefnið í dag,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir að liðið tapaði fyrir ÍBV í vítakeppni eftir tvíframlengdan leik í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta.
„Já ég myndi nú segja það,“ sagði Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson einfaldlega aðspurður hvort sigur ÍBV á FH í Vestmannaeyjum í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta væri einn ótrúlegasti leikur á hans ferli.
FH og ÍBV þurfa að mætast í oddaleik í undanrslitum Olís-deildar karla í handbolta en það varð ljóst eftir að Eyjamenn knúðu fram sigur í fjórða leik liðanna í einvíginu í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í dag.
FH misnotaði tækifærið til að tryggja sér farseðilinn í úrslitin en liðið tapaði gegn ÍBV 28-29. FH er 2-1 yfir í einvíginu. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir tap kvöldsins.
ÍBV vann ótrúlegan eins marks sigur gegn FH 28-29 í Kaplakrika. Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var hetja Eyjamanna þar sem hann gerði sigurmarkið en FH er 2-1 yfir í einvíginu og því var sigur Eyjamanna lífsnauðsynlegur.
ÍBV vann ótrúlegan eins marks sigur 28-29. Elmar Erlingsson kórónaði stórkostlegan leik með því að gera sigurmarkið en hann skoraði samtals 15 mörk.
Valsmenn hafa samið við færeyska skyttu um að spila með liðinu á næstu leiktíð.