
Stjörnulífið: Píratabrúðkaup, rómantík í París og stefnumót með Tyga
„Þakklátur fyrir fjölskylduna og lífið“ segir Jóhann Kristófer sem hélt upp á ársafmæli frumburðarins um helgina.
Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.
„Þakklátur fyrir fjölskylduna og lífið“ segir Jóhann Kristófer sem hélt upp á ársafmæli frumburðarins um helgina.
Snúran opnaði nýja verslun í Smáralind á þriðjudag. Eigendur verslunarinnar eru Rakel Hlín Bergsdóttir athafnakona og sambýlismaður hennar, Andri Gunnarsson lögmaður.
Tuttugua ára afmælistónleikar Sign plötunnar Vindar & Breytingar voru haldnir í Iðnó á laugaradag. Tónleikarnir voru haldnir í samstarfi við Xið og eins og kom fram á Vísi, þá seldist upp á níutíu mínútum.
Vellíðunarfyrirtækið Rvk ritual opnaði á dögunum nýtt rými með jógasal og sýningarsal fyrir skartgripamerkið 1104 by Mar og vörulínu Rvk Ritual.
Sýn hélt árshátíð í Gamla bíói og á Petersen svítunni á laugardagskvöld. Allir árshátíðargestir fóru í hraðpróf fyrir viðburðinn og gátu svo skemmt sér áhyggjulaust með samstarfsfélögum og mökum.
Það var mikill stjörnufans i Smárabíói þegar íslenska barna- og fjölskyldumyndin Birta var frumsýnd. Salka Sól mætti ólétt og geislandi en hún leikur eitt aðalhlutverkið ásamt Kristínu Erlu Pétursdóttir og Margréti Júlíu Reynisdóttir.
Hönnunarverðlaun Íslands 2021 fóru fram í Grósku þann á föstudag við hátíðlega athöfn fyrir fullum sal gesta. Kynnir kvöldsins var Guðrún Sóley Gestsdóttir fjölmiðlakona.
FM957 og Bankastræti Club héldu saman stórt hrekkjavökupartý á laugardagskvöld. Það var ekki grímuskylda á viðburðinum en gestir voru samt hvattir til að mæta í búningum.
Icelandic Startups í samstarfi við Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Háskóla Íslands héldu stærstu vísindaferð frá upphafi í Grósku á dögunum og mættu þar yfir 500 háskólanemar til að kynna sér Gulleggið – stærstu frumkvöðlakeppni landsins.
List án landamæra var opnuð við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Athöfnin var bæði fjölmenn sem góðmenn og var eftirvæntingin áþreifanleg eftir að fá loksins að upplifa og njóta bæði listarinnar og samverunnar, samkvæmt tilkynningu sem send var á fjölmiðla.
Á dögunum kom út íslensk þýðing á bókinni Invisible Women. Sæunn Gísladóttir þýddi bókina Ósýnilegar konur en hún hefur brennandi áhuga á efni bókarinnar. Útgáfunni var fagnað í bókabúð útgáfunnar Sölku á Hverfisgötu.
Tónlistarhátíðin Extreme Chill fór fram í Reykjavík dagana 7. til 10. október en þetta er ellefta árið sem hátíðin er haldin.
Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er.
Kraftur hélt í gær Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft.
Míuverðlaunin voru afhent í annað sinn í gær við hátíðlega athöfn í Cava salnum. 42 heilbrigðisstarfsmenn sem vinna með langveikum börnum voru heiðraðir á viðburðinum.
Fjöldi fólks fagnaði á dögunum útgáfu bókarinnar Sigurður Þórarinsson - Mynd af manni eftir Sigrúnu Helgadóttur.
Kvikmyndin Leynilögga hefur slegið í gegn á kvikmyndahátíðum síðustu mánuði og fengið mikið lof gagnrýnenda erlendis. Eftir mikla eftirvæntingu var myndin frumsýnd í Egilshöll í gær.
RIFF kvikmyndahátíðinni er lokið og var endað á sérstakri heiðurssýningu á kvikmyndinni Margrét - Drottning norðursins. Trine Dyrholm leikur Margréti í myndinni og var hún viðstödd.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Ólafur Ásgeirsson lést fyrr á þessu ári en hann markaði djúp spor í íslenskt kvikmyndalíf sem listamaður og manneskja. Hans fjórða og hinsta mynd, Wolka, var frumsýnd á RIFF í ár og var hún sýnd í nokkrum sölum í einu vegna fjölda gesta.
RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi.
Eins og fór vonandi ekki fram hjá neinum voru Alþingiskosningar hér á landi um helgina og Íslendingar flykktust á kjörstað.
Fjölskyldusýningin Kjarval var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær. Sýningin byggir að hluta til á verðlaunabók Margrétar Tryggvadóttur um listamanninn.
Blaðamaður og ljósmyndari tóku púlsinn á öllum kosningarvökum flokkanna í gær. Tíu partý dreifð um allt höfuðborgarsvæðið og var stemningin mjög ólík á hverjum viðkomustað, allt frá rólegu kaffiboði í kirkju yfir í tónleika Herra Hnetusmjörs í troðfullu partýi Framsóknarmanna úti á Granda en þar var stemningin áberandi best.
Verslunin Kiosk Granda varð eins árs á dögunum og slógu hönnuðirnir Anita Hirlekar, Eygló, Hlín Reykdal, Magnea Einars og Helga Lilja upp ótrúlega flottri afmælisveislu.
Hátíðarsýning var á íslensku kvikmyndinni Dýrið í Háskólabíói í gær fyrir fullum sal. Myndin hlaut mjög góðar viðtökur á meðal gesta.
Leikverkið Þétting hryggðar var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi Verkið er brjálæðislega hnyttið, skemmtilegt og um fram allt vel leikið.
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar er farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga.
Björgvin Halldórsson mætti á sýningu á Níu líf í Borgarleikhúsinu gær. Hann gat því loksins hitt sjálfan sig þar sem Halldór Gylfason fer með hlutverk Bó í sýningunni.
Fyrstu tveir þættirnir úr þriðju þáttaröðinni af Æði voru frumsýndir fyrir boðsgesti í Bíó Paradís í gær. DJ Dóra Júlía þeytti skífum á meðan gestir skáluðu með þeim Patta, Binna og Bassa áður en gestir færðu sig inn í bíósalinn.
Um helgina var frumsýnt verkið Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Um er að ræða einstaka uppsetningu á þessu fræga verki og nær Þorleifur algjörlega að setja sinn svip á sýninguna.