„Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu“ Deandre Kane spilar með Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í vetur en þetta er líklegast sá bandaríski körfuboltaleikmaður sem hefur komið hingað til lands með hvað öflugustu ferilskrána á bakinu. Körfubolti 30. janúar 2024 10:30
Búinn að dæma átta hundruð leiki í efstu deild Sigmundur Már Herbertsson dæmdi sinn 800. leik í efstu deild þegar hann var á flautunni í leik Keflavíkur og Stjörnunnar á föstudag. Körfubolti 28. janúar 2024 21:00
Körfuboltakvöld: Kiddi Páls æfir skotklukkuskot Körfuboltakvöld hélt áfram göngu sinni á föstudagskvöldið en í þættinum átti sér skemmtileg umræða um Kristinn Pálsson, leikmann Vals. Körfubolti 28. janúar 2024 13:17
Körfuboltakvöld: Tilþrif 15. umferðar Subway körfuboltakvöld hélt áfram göngu sinni á föstudagskvöldið þar sem Stefán Árni og sérfræðingar hans fóru yfir 15. umferðina. Körfubolti 28. janúar 2024 10:55
Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: „Gefið boltann bara á hann“ Körfuboltakvöld ræddi aðeins sóknarleik Hamars í eins stigs tapinu gegn Haukum í síðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Þar skildu menn einfaldlega ekki af hverju Hamar nýtti ekki styrkleika Ragnars Ágústs Nathanaelssonar, betur þekktur sem Raggi Nat, betur. Körfubolti 27. janúar 2024 23:31
„Við þurfum ekki að stoppa hann“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni eftir níu stiga sigur á Stjörnunni í 15. umferð Subway-deild karla í kvöld, 97-89. Körfubolti 26. janúar 2024 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. Körfubolti 26. janúar 2024 22:53
Kristinn ekki lengur einn: Stór stund hjá Sigmundi í kvöld Körfuknattleiksdómarinn Sigmundur Már Herbertsson mun í kvöld dæma sinn 800. deildarleik í efstu deild karla í kvöld þegar hann dæmir leik Keflavíkur og Stjörnunar í Subway deild karla. Körfubolti 26. janúar 2024 16:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 90-79 | Fjórða tap Íslandsmeistaranna í röð Liðin sem hafa mæst í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár, Valur og Tindastóll, áttust við á Hlíðarenda í stórleik 15. umferðar Subway-deildar karla. Körfubolti 25. janúar 2024 22:52
Umfjöllun og viðtöl: Hamar - Haukar 87-88 | Hamarsmenn grátlega nálægt fyrsta sigrinum Botnlið Hamars fékk Hauka í heimsókn. Heimamenn voru yfir í hálfleik og fjórði leikhluti var æsispennandi. Haukar unnu að lokum með minnsta mun 87-88 og fimmtánda tap Hamars í Subway-deildinni staðreynd. Körfubolti 25. janúar 2024 22:44
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. Körfubolti 25. janúar 2024 22:26
Halldór Karl: Aganefnd KKÍ tekur mál Ragnars mögulega fyrir í maí Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var hundfúll eftir eins stigs tap gegn Haukum á heimavelli. Hamar hefur tapað öllum fimmtán leikjunum í Subway-deildinni. Halldór var einnig allt annað en sáttur út í vinnubrögð KKÍ. Sport 25. janúar 2024 22:20
„Fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var eðlilega kátur í leikslok eftir þriggja stiga útisigur liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 25. janúar 2024 22:14
„Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið“ Íslandsmeistarar Tindastóls töpuðu sínum fjórða leik í röð í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið lá á útivelli gegn Val, lokatölur í N1-höllinni 90-79. Körfubolti 25. janúar 2024 22:10
„Náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá“ Njarðvíkingar fóru heldur létt með Álftnesinga í kvöld þegar liðin mættust í fullri Ljónagryfju í 15.umferð Subway deild karla í kvöld. Körfubolti 25. janúar 2024 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Álftanes 89-51 | Gestirnir sáu aldrei til sólar Njarðvík lagði Álftanes af velli með 38 stiga mun 89-51 þegar liðin mættust í 15.umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 25. janúar 2024 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 84-106 |Fimm deildarsigrar í röð hjá Grindvíkingum Breiðablik tók á móti Grindavík á sameiginlegum heimavelli liðanna tveggja í Smáranum. Eftir jafnan leik framan af tók Grindavík fram úr snemma í seinni hálfleik og Breiðablik átti ekki afturkvæmt, lokatölur 84-106 Grindavíkursigur. Körfubolti 25. janúar 2024 21:00
Fegurðin við vörn Valsliðsins á móti Remy Martin Remy Martin hefur farið á kostum með Keflavíkurliðinu í vetur en hann lenti á vegg í síðasta leik. Vegg af vakandi Valsmönnum. Körfubolti 25. janúar 2024 16:20
Hneigði sig fyrir stuðningsmönnum Stólanna: „Týpan Deandre Kane“ Deandre Kane átti mikinn þátt í sigri Grindavíkur á heimavelli Íslandsmeistara Tindastóls í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Subway Körfuboltakvöld skoðaði aðeins betur þennan öfluga leikmann og allt sem honum fylgir. Körfubolti 23. janúar 2024 15:00
Álftanes fær einn efnilegasta körfuboltamann landsins Það er nóg af gleðitíðindum úr herbúðum nýliðana af Álftanesi. Í gær komst liðið í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni með sigri á Grindavík og í dag tilkynnti félagið að einn efnilegasti körfuboltamaður Íslands væri á leiðinni til félagsins. Körfubolti 22. janúar 2024 17:27
Gamli Haukur mættur aftur: „Einn af okkar allra bestu frá upphafi“ „Sá skilaði framlagi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, um frammistöðu Hauks Helga Pálssonar í leik Álftaness og Breiðabliks í síðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 21. janúar 2024 12:00
Tilþrif 14. umferðar: Mögnuð stoðsending og frábær troðsla Að venju voru tilþrif umferðarinnar á sínum stað í Körfuboltakvöldi sem sýnt var á föstudagskvöld. Að þessu sinni komu tilþrifin úr leik Tindastóls og Grindavíkur á Sauðárkróki. Körfubolti 20. janúar 2024 23:00
„Segir okkur að það er körfuboltahugsun þarna og körfuboltaheili“ Valur Orri Valsson, leikmaður Grindavíkur í Subway-deild karla í körfubolta, fékk mikið lof frá sérfræðingum Körfuboltakvölds í þætti gærkvöldsins. Körfubolti 20. janúar 2024 10:30
Maté: Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar Haukar náðu ekki sigur í kvöld og varð fimmti tapleikur liðsins í röð að staðreynd þegar liðið tapaði fyrir Þór Þ. 91-81 í 14. umferð Subway deildar karla í kvöld. Maté Dalmay var ekki ánægður með margt í kvöld í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. Körfubolti 19. janúar 2024 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. Körfubolti 19. janúar 2024 18:31
Dagskráin í dag: Afríkukeppnin, pílan og Subway deildin Íþróttirnar halda áfram göngu sinni þennan föstudaginn og ættu allir íþróttaáhugamenn að finna eitthvað fyrir sig á sportrásum Stöðvar 2. Sport 19. janúar 2024 06:01
Körfuboltakvöld: Lyfjaprófssaga Teits Teitur Örlygsson, fyrrum körfuboltamaður og nú sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, hafði heldur skemmtilega sögu að segja um lyfjapróf í síðasti þætti Körfuboltakvölds. Körfubolti 18. janúar 2024 23:30
Joshua Jefferson: „Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna“ Valsmenn áttu mjög góðan dag gegn lánlausum Keflvíkingum í kvöld þegar liðin mættust í 14. umferð Subway deildar karla í körfubolta að Hlíðarenda. Leikar enduðu 105-82 og stóran þátt í því hve vel gekk hjá Val átti Joshua Jefferson. Kappinn skoraði 31 stig og setti upp sýningu í þriðja leikhluta. Körfubolti 18. janúar 2024 21:30
Stjarnan vann Hamar auðveldlega Stjarnan hafði betur gegn Hamar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 18. janúar 2024 21:20
Umfjöllun og viðtöl: Álftanes - Breiðablik 106-100 | Álftanes vann Breiðablik eftir framlengingu Álftanes bar sigurorð af Breiðabliki, 106-100, eftir framlengdan leik þegar liðin leiddu saman hesta sína í Forsetahöllina í 14. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 18. janúar 2024 21:18