Enginn skotið eins mikið án þess að hitta: „Kane fékk bara galopna þrista, galopna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. maí 2024 09:31 DeAndre Kane var mjög ólíkur sjálfum sér í gær. Hann var lang stigahæstur Grindvíkinga í fyrstu tveimur leikjunum en hitti ekki úr einu einasta þriggja stiga skoti í gær. vísir / hulda margrét DeAndre Kane sló í gærkvöldi afar óeftirsótt met sem var áður í eigu Teits Örlygssonar. DeAndre Kane hitti engu af þrettán skotum sínum fyrir aftan þriggja stiga línuna í gærkvöldi og stórbætti þar með met yfir flest þriggja stiga skot í úrslitum án þess að hitta. Metið var áður í eigu Teits Örlygssonar og Calvin Burks Jr., sem báðir skutu níu skotum án þess að hitta. Teitur gerði það sem leikmaður Njarðvíkur í úrslitaeinvígi gegn Tindastóli árið 2001. Calvin Burks Jr. lék það svo eftir í liði Keflavíkur árið 2021 í úrslitaeinvígi gegn Þór Þorlákshöfn. „0 af 9 Teitur!? Byrjum á stóru hlutunum, hvað var að gerast þarna?“ skaut Helgi Már Magnússon á Teit. „Við skulum líka tala um það, hverjir urðu Íslandsmeistarar 2001? Það var það eina sem skipti máli og það vissi enginn af þessu Stebbi,“ sagði Teitur sér til varnar. „Ég get lofað því að ég dró þetta ekki upp úr rassgatinu á mér,“ svaraði þáttastjórnandinn Stefán Árni þá við mikil hlátrasköll sérfræðinganna. Mögulega meiddur en virkaði bara þreyttur Þeir sneru sér þá að vandamáli DeAndre Kane, sem átti afar erfitt uppdráttar í gær þegar lið hans Grindavík tapaði gegn Val í þriðja leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla. „Við Teitur töluðum um þetta hérna í seinni hálfleik, Kane fékk bara galopna þrista, galopna“ sagði Helgi Már. Stefán Árni kom Kane aðeins til varnar en aðrir sérfræðingar voru honum ósammála og sögðu Kane hafa litið illa út í leiknum, líkt og hann væri eitthvað þreyttur. „Hann var bara ekki tengdur. Mér fannst athyglisvert að það væri verið að nudda öxlina hjá honum þegar hann settist á bekkinn. Getur það ekki skipt máli ef hann er eitthvað tæpur í öxl, það auðvitað truflar skotið.“ Klippa: DeAndre Kane sló met Teits Örlygssonar Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
DeAndre Kane hitti engu af þrettán skotum sínum fyrir aftan þriggja stiga línuna í gærkvöldi og stórbætti þar með met yfir flest þriggja stiga skot í úrslitum án þess að hitta. Metið var áður í eigu Teits Örlygssonar og Calvin Burks Jr., sem báðir skutu níu skotum án þess að hitta. Teitur gerði það sem leikmaður Njarðvíkur í úrslitaeinvígi gegn Tindastóli árið 2001. Calvin Burks Jr. lék það svo eftir í liði Keflavíkur árið 2021 í úrslitaeinvígi gegn Þór Þorlákshöfn. „0 af 9 Teitur!? Byrjum á stóru hlutunum, hvað var að gerast þarna?“ skaut Helgi Már Magnússon á Teit. „Við skulum líka tala um það, hverjir urðu Íslandsmeistarar 2001? Það var það eina sem skipti máli og það vissi enginn af þessu Stebbi,“ sagði Teitur sér til varnar. „Ég get lofað því að ég dró þetta ekki upp úr rassgatinu á mér,“ svaraði þáttastjórnandinn Stefán Árni þá við mikil hlátrasköll sérfræðinganna. Mögulega meiddur en virkaði bara þreyttur Þeir sneru sér þá að vandamáli DeAndre Kane, sem átti afar erfitt uppdráttar í gær þegar lið hans Grindavík tapaði gegn Val í þriðja leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla. „Við Teitur töluðum um þetta hérna í seinni hálfleik, Kane fékk bara galopna þrista, galopna“ sagði Helgi Már. Stefán Árni kom Kane aðeins til varnar en aðrir sérfræðingar voru honum ósammála og sögðu Kane hafa litið illa út í leiknum, líkt og hann væri eitthvað þreyttur. „Hann var bara ekki tengdur. Mér fannst athyglisvert að það væri verið að nudda öxlina hjá honum þegar hann settist á bekkinn. Getur það ekki skipt máli ef hann er eitthvað tæpur í öxl, það auðvitað truflar skotið.“ Klippa: DeAndre Kane sló met Teits Örlygssonar Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu