Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Jólagrautur Gogoyoko

Íslenska sprotafyrirtækið Gogoyoko er eins árs um þessar mundir og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Fyrirtækið verður opnað formlega snemma á næsta ári og verður svokallað tónlistarsamfélag á netinu þar sem tónlistarmenn geta komið tónlist sinni milliliðalaust á framfæri á alþjóðlegum markaði. Síðan fór nýverið í loftið í lokuðu prufunar-umhverfi og hefur hópi listamanna verið boðinn aðgangur.

Tónlist
Fréttamynd

Andkristni og krabbamein

Krabbameinssamtökin Kraftur og Andkristnihátíðin slá saman í tónleika á Café Amsterdam á laugardagskvöldið. „Við erum að slá hagsmunum okkar saman í eitt rosagigg og þetta er skemmtilegt samkrull,“ segir Atli Jarl Martin andkristnimaður. „Við tökum þeim fagnandi sem fúlsa ekki við okkur með sleggjudómum.“

Tónlist
Fréttamynd

Blikandi stjörnur fögnuðu

„Þetta heppnaðist mjög vel, hópurinn söng nokkur lög og seldi fullt af diskum,“ segir Ingveldur Ýr Jónsdóttir, þjálfari og söngstjóri Blikandi stjarna, sem fagnaði útgáfu samnefndrar plötu síðastliðið fimmtudagskvöld í Hinu húsinu.

Tónlist
Fréttamynd

Í hópi bestu nýliða á iTunes

Tónlistarkonan Lay Low er á lista iTunes í Bandaríkjunum yfir tíu bestu nýliðana í flokki þjóðlagatónlistar. Þetta kemur fram á heimasíðu þessarar vinsælustu tónlistarveitu heims, þar sem fólk er jafnframt hvatt til að kaupa hennar nýjustu plötu, Farewell Good Night"s Sleep.

Tónlist
Fréttamynd

Bölvun á plötu Bob Justman

„Þetta er alveg ótrúlegt. Ég get ekki annað en bara brosað yfir þessu,“ segir Kristinn Gunnar Blöndal, eða Bob Justman, einn seinheppnasti tónlistarmaðurinn sem gefur út fyrir þessi jól.

Tónlist
Fréttamynd

Hnotubrjótssvíta og Diddú

Stórsveit Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika sína á morgun kl. 20.30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tvö verkefni eru á dagskrá. Annars vegar flytur Stórsveitin svítu úr Hnotubrjótnum eftir Tsjaíkovskí í þekktri útsetningu Duke Ellington og Billy Strayhorn frá árinu 1960. Hins vegar kemur Sigrún Hjálmtýsdóttir - Diddú - fram sem einsöngvari með sveitinni í fyrsta sinn og syngur nýjar jólaútsetningar eftir tvo hljómsveitarmeðlimi, Stefán S. Stefánsson og Kjartan Valdemarsson.

Tónlist
Fréttamynd

Vekja athygli vestra

Lagið Really Wild af nýjustu plötu JJ Soul Band, Bright Lights, var á dögunum tilnefnt til Hollywood Music-verðlaunanna. Lagið náði þó ekki að bera sigur úr býtum þegar verðlaunin voru afhent í síðasta mánuði. Áður hafði lagið Getting Colder By the Year af sömu plötu hlotið tilnefningu til Los Angeles Music-verðlaunanna fyrir ári síðan. Lagið That Kinda Man með JJ Soul Band komst jafnframt í úrslit í 100% Music Songwriting-keppninni fyrr á árinu.

Tónlist
Fréttamynd

Áramótastuð í þriðja sinn

DJ Kiki-Ow og DJ Curver halda sitt árlega 90s-partí á skemmtistaðnum Nasa á gamlárskvöld. Þetta er í þriðja sinn sem þau halda partíið og hefur stemningin alltaf verið mjög góð. Nú seinast varð allt brjálað í haust þegar Haddaway spilaði á 90s-kvöldi á Nasa við góðar undirtektir og má því búast við miklu stuði um áramótin.

Tónlist
Fréttamynd

Friðelskendur á Iceasave-túr

Tónleikaferð Mugisons um Evrópu, sem gengur undir nafninu Icesave-túrinn, hefur gengið ljómandi vel. Hann segir hljómsveitina ekki hafa orðið fyrir neinu aðkasti þrátt fyrir að margir útlendingar hafi tapað á falli íslensku bankanna.

Tónlist
Fréttamynd

U2-plata í febrúar

No Line on the Horizon, tólfta hljóðversplata U2, kemur í búðir 23. febrúar á næsta ári. Tónlistarverslunin HMV greindi frá þessu. Mikil eftirvænting er eftir plötunni, sem fylgir eftir How to Dismantle an Atomic Bomb sem kom út fyrir fjórum árum við miklar vinsældir.

Tónlist
Fréttamynd

Hættir hjá Parlophone

Bresku rokkararnir í Supergrass hafa sagt skilið við útgáfufyrirtækið Parlophone Records, sem er í eigu EMI, eftir þrettán ára samstarf. Í staðinn hafa þeir stofnað eigið útgáfufyrirtæki, Supergrass Records.

Tónlist
Fréttamynd

Bang Gang með tónleika

Hljómsveitin Bang Gang heldur sína fyrstu tónleika í Reykjavík í um tvö ár á skemmtistaðnum Nasa á fimmtudagskvöld. Bang Gang hefur spilað á yfir þrjátíu tónleikum víðs vegar um Evrópu að undanförnu til að fylgja eftir sinni nýjustu plötu, Ghosts From the Past. Meðal annars hitaði sveitin upp fyrir Air á tvennum tónleikum í París.

Tónlist
Fréttamynd

Gefa út Stjána saxófón

Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir hefur gefið út plötuna Pjetur og Úlfarnir 1978-1982. Hún hefur að geyma lög af tveimur fjögurra laga plötum sem sveitin gaf út á sínum tíma. Þar á meðal er lagið Stjáni saxófónn sem naut mikilla vinsælda.

Tónlist
Fréttamynd

Endurkoma ekki líkleg

Engin áform eru uppi um að upprunalegir meðlimir Guns N"Roses snúi aftur í sveitina. Orðrómur hefur verið uppi um að gítarleikarinn Slash og bassaleikarinn Duff McKagan hyggi á endurkomu en hann er ekki á rökum reistur.

Tónlist
Fréttamynd

Grín, glens og fallegur söngur

Emilíana Torrini heldur ekki oft tónleika á Íslandi. Það voru því margir spenntir þegar hún boðaði til tónleika í Háskólabíói fyrir nokkru vikum og eftirvæntingin var greinilega mikil í bíóinu þegar stundin rann upp á laugardagskvöldið.

Tónlist
Fréttamynd

Pikknikk spilar í Fríkirkjunni

Dúettinn Pikknikk, sem er skipaður parinu Þorsteini Einarsyni úr Hjálmum og Sigríði Eyþórsdóttur, hefur gefið út plötuna Galdur. Útgáfu­fyrirtækið Kimi Records dreifir plötunni sem hefur að geyma túlkun þeirra á blússkotinni þjóðlagatónlist.

Tónlist
Fréttamynd

Sigur Rós til aðstoðar

Hljómsveitin Sigur Rós hefur stutt við bakið á góðgerðasjóði sem nefnist The Eye Fund. Sjóðurinn var stofnaður af fjölskyldu Bretans Simon Sherry sem lést úr augnsjúkdómi.

Tónlist
Fréttamynd

Gæsahúð og heiðursorður

Hljómsveitin 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins hafa gefið út sína fyrstu plötu. Verkefnið stóð yfir í eitt ár og yfir hundrað manns tóku þátt í því.

Tónlist
Fréttamynd

Garðar heldur tónleika

Garðar Cortes, hinn dáði tenórsöngvari, mun halda tvenna hádegistónleika á Kjarvalsstöðum þar sem hann flytur helstu jólaperlur tónbókmenntanna með píanóleikaranum Robert Sund. Tónleikarnir verða mánudaginn 15. og þriðjudaginn 16. desember og hefjast kl. 12.15.

Tónlist
Fréttamynd

Titillag endurbætt

Nýtt lag fer í spilun af plötu Motion Boys í dag, titillagið sjálft „Hang On“. Lagið verður til á tonlist.is og grapewire.is og með því fylgja fimm nýjar

Tónlist
Fréttamynd

Fjórar endurútgáfur af Ten

Fyrsta plata rokksveitarinnar Pearl Jam, Ten, verður endurútgefin í fjórum mismunandi útgáfum 24. mars á næsta ári. Síðan platan kom út árið 1991 hefur hún skipað sér sess sem ein sú besta í rokksögunni og bíða því margir spenntir eftir þessum útgáfum.

Tónlist
Fréttamynd

Hlíf í Friðriksborg

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari heldur tónleika á morgun í hallarkirkjunni í Friðriksborgarhöll á Sjálandi. Þar leikur hún í tilefni af sýningu á portrettmyndum föður síns, Sigurjóns Ólafssonar, sem stendur þar yfir og lýkur um áramót. Á efnisskránni eru Partíta nr. 2 í d-moll eftir Bach og Vetrartré fyrir einleiksfiðlu, sem Jónas Tómasson skrifaði fyrir Hlíf og tileinkaði henni.

Tónlist
Fréttamynd

Fékk samning í Danmörku

„Ég er að sjálfsögðu alveg í skýjunum með þetta," segir tónlistarmaðurinn Rúnar Eff sem hefur tryggt sér dreifingarsamning í Danmörku í kjölfar góðs gengis í raunveruleikaþættinum All Stars. Rúnar komst alla leið í úrslit í þættinum en kór hans náði á endanum ekki að tryggja sér sigur.

Tónlist
Fréttamynd

Plötur ársins 2008 tilkynntar

Eins og jafnan á þessum tíma árs keppast nú blöð, tímarit og netmiðlar við að birta lista sína yfir bestu plötur ársins. Niðurstöðurnar eru jafn ólíkar og miðlarnir eru margir, en sé litið til heildarinnar skara sumar plötur fram úr.

Tónlist
Fréttamynd

Bryndís á afmælistónleikum

Í kvöld mun leik- og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir halda tónleika á DOMO í tilefni afmælis síns. Bryndís steig sín fyrstu spor á sviði í Íslensku óperunni tólf ára að aldri í hlutverki Soffíu í Litla sótaranum í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Þaðan lá leiðin í leikhópinn Gamanleikhúsið, sem stofnaður var af Magnúsi Geir Þórðarsyni, þar sem hún lék m.a. í sýningunum Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Gúmmí Tarzan og Línu langsokk.

Tónlist
Fréttamynd

Jólahátíð Kimi í kvöld

Retro Stefson, Reykjavík!, Agent Fresco og Múgsefjun verða á meðal þeirra sem koma fram á árlegri jólahátíð Kimi Records á Nasa klukkan 20 í kvöld. Með tónleikunum vill fyrirtækið fagna útgáfuárinu með vinum og vandamönnum.

Tónlist
Fréttamynd

Uppvakningar í nýju myndbandi

Uppvakningar ganga lausir í nýju myndbandi Metallica við lagið All Nightmare Long. Hið níu mínútna langa myndband er byggt upp eins og sovésk heimildarmynd sem fjallar um nýstárlegar tilraunir sem fara út um þúfur með skelfilegum afleiðingum. Liðsmenn Metallica sjást hvergi í mynd en útkoman þykir afturhvarf til vandaðra myndbanda sveitarinnar frá því í gamla daga á borð við One.

Tónlist
Fréttamynd

Blur í Hyde Park

Hljómsveitin Blur heldur stórtónleika í Hyde Park í London þriðja júlí, níu árum eftir að sveitin spilaði síðast saman í upprunalegri mynd. Þá spilaði sveitin í Royal Festival Hall í London þegar gítarleikarinn Graham Coxon var enn innanborðs. Nú snýr hann aftur. Þá eiga Damon Albarn og félagar í viðræðum um að spila á ýmsum tónlistarhátíðum næsta sumar.

Tónlist
Fréttamynd

Undirbúa nýja plötu

Rokkararnir í Kings of Leon eru þegar búnir að semja fjögur til fimm lög fyrir næstu plötu sína þrátt fyrir að aðeins nokkrir mánuðir séu liðnir síðan sú síðasta, Only By the Night, kom út.

Tónlist