Gústi B og Rikki G opna FM95mathöll Ný mathöll verður opnuð í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur við hátíðlega athöfn klukkan 11:30 í dag. Það eru útvarpsmennirnir Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, og Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, sem eru í forsvari fyrir hana. Mun hún heita FM95Mathöll. Viðskipti innlent 1. apríl 2023 07:00
Hætta í kaffinu en bæta í partýið á Mikka ref Kaffivélarnar á kaffi- og vínbarnum Mikka ref þagna í dag. Halldór Laxness Halldórsson, einn eigenda staðsins, segir það ekki borga sig lengur að selja kaffi. Í staðinn verði bætt í partýið á vínbarnum með nýliðum í eigendahópnum. Viðskipti innlent 31. mars 2023 10:24
Skemmtistað Óla Geirs í Keflavík lokað Skemmtistaðnum LUX Keflavík var lokað um síðustu helgi vegna skorts á tilskyldum leyfum. Staðnum var lokað stuttu áður en einkasamkvæmi átti að hefjast þar og þurfti að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í bænum. Innlent 30. mars 2023 15:46
Helgi Björns, Högni Egils og Sigríður Thorlacius fögnuðu nýjasta veitingahúsi Reykjavíkur Veitingastaðurinn Skreið er nýjasta viðbót við fjölbreytta flóru veitingahúsa í miðbæ Reykjavíkur. Þessi nýi staður sérhæfir sig í tapasréttum og góðum vínum og er undir baskneskum áhrifum. Lífið 27. mars 2023 20:31
N1 opnar Ísey Skyr Bar og Djúsí í Mosfellsbæ Mosfellingar geta glaðst í dag því nú er N1 búið að opna Ísey Skyr Bar og Djúsí á þjónustustöð sinni í Háholti Mosfellsbæ. Boðið er upp á dúndur opnunartilboð dagana 23. til 26. mars. Samstarf 23. mars 2023 10:37
Láta Guinness skort ekki stoppa sig á degi heilags Patreks Guinness skortur er á landinu á sjálfum heilögum degi Patreks. Rekstrarstjóri Ölstöfu Kormáks og Skjaldar segir landsmenn hafa verið duglega að drekka Guinness í vetur en þau leggja þess í stað áherslu á aðra írska drykki í dag. Búist er við að fjölmargir máli bæinn grænan í kvöld. Lífið 17. mars 2023 14:00
Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. Innlent 13. mars 2023 10:09
Skotið úr byssu inn á The Dubliner í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. Innlent 12. mars 2023 22:14
Naustið selt Húsið sem áður hýsti veitingastaðinn Naustið við Vesturgötu í Reykjavík hefur verið selt. Seljandinn segist hafa þurft að bíða í nokkur ár eftir rétta kaupandanum. Viðskipti innlent 9. mars 2023 16:59
Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. Innlent 9. mars 2023 13:00
Valli flatbaka segir skilið við Flatbökuna Valgeir Gunnlaugsson hefur verið þekktur sem Valli flatbaka síðan hann stofnaði pizzustaðinn Íslensku flatbökuna. Nú verður þó breyting þar á þar sem Valgeir hefur selt reksturinn. Viðskipti innlent 7. mars 2023 16:10
Food & Fun í fyrsta sinn í tvö ár Nú um helgina stendur yfir hátíðin Food & Fun í Reykjavík en gestakokkar verða því á veitingastöðum borgarinnar með sér matseðil og hefur hátíðin verið vinsæl í áraraðir. Lífið 3. mars 2023 15:11
Fráleitt að veitingamenn séu ekki með í ráðum um eigin örlög Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir ljóst að áhrifin á greinina verði töluverð ef að miðlunartillaga ríkissáttasemjara á að gilda um þau líka. Þau hafa ítrekað kallað eftir öðruvísi samning sem tekur mið af rekstrarumhverfi greinarinnar og vilja sæti við borðið, annað sé fráleitt. Viðræður þeirra við Eflingu hafi ekki borið árangur og þeim vísað til ríkissáttasemjara. Innlent 2. mars 2023 12:00
Í góðum gír að ónáða gesti Í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í miðbænum sem var að ónáða gesti á veitingastað. Lögreglufulltrúar fóru á vettvang og ræddu við aðilann og virtist maðurinn bara vera í góðum gír. Ekki var metin þörf á frekari afskiptum lögreglu. Innlent 1. mars 2023 06:28
„Besti kokkur í heimi“ missir óvænt eina Michelin-stjörnuna Veitingastaður franska meistarakokksins Guy Savoy hefur misst eina af Michelin-stjörnum sínum eftir að hafa skartað þremur slíkum í heil nítján ár. Viðskipti erlent 28. febrúar 2023 07:48
Veitingamönnum beri engin lagaleg skylda til að fylgja verkbanni Forseti ASÍ gerir ráð fyrir að niðurstaða vegna boðunar verkbanns SA, sem þau telja ólögmæta, liggi fyrir í Félagsdómi áður en verkbannið á að hefjast á fimmtudag. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir veitingamenn ekki þurfa að hlýða boðuðu verkbanni. Þeim beri ekki lagaleg skylda til þess þar sem samtökin telja sig ekki hluta af kjaradeilunni. Samtökin hafa vísað viðræðum við Eflingu um eigin samninga til ríkissáttasemjara. Innlent 26. febrúar 2023 21:30
Lokuðu veitingastað sem var ekki með rekstrarleyfi í miðborginni Lögregla hafði afskipti af tveimur veitinga- og skemmtistöðum í gærkvöldi og í nótt. Lét hún meðal annars loka veitingastað þar sem hann hafði ekki leyfi fyrir rekstrinum. Innlent 25. febrúar 2023 07:30
Þrír nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli Þrír nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Barinn Loksins sem margir kannast við breytist yfir í Loksins Café & Bar. Viðskipti innlent 24. febrúar 2023 14:39
Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. Innlent 22. febrúar 2023 18:30
Saltkjötið vinsælt þrátt fyrir að verið sé að tala það niður Sprengidagur 2023 er senn á enda. Eigandi Múlakaffis segir saltkjöt og baunir alltaf jafn vinsælt þrátt fyrir að „verið sé að tala það niður,“ eins og hann orðar það. Innlent 21. febrúar 2023 23:55
Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu. Innlent 18. febrúar 2023 16:40
Íslenskir veitingamenn gera það gott á Tenerife Íslenskir veitingamenn hafa meira en nóg að gera á Tenerife við að þjóna ferðamönnum og heimamönnum. Íslendingum finnst líka frábært að geta farið á íslenska veitingastaði þó kjötsúpa sé ekki í boði. Innlent 11. febrúar 2023 21:05
Átta milljónir pítsa pantaðar í Domino‘s-appinu á tíu árum Íslendingar hafa pantað rúmlega átta milljónir pítsa í gegnum Domino’s-appið á þeim tíu árum sem það hefur verið starfrækt. Viðskipti innlent 9. febrúar 2023 08:37
Útkall í verslunareiningu á Hagamel Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu stendur þessa stundina í reykræstingu á veitingastaðnum Asia food við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur. Innlent 6. febrúar 2023 16:35
Eitt helsta kennileiti Vesturbæjar stórskemmt Talsvert tjón varð á Hagavagninum, hamborgarastað við Vesturbæjarlaug í Reykjavík, þegar eldur kviknaði þar undir morgun 21. janúar. Eigandi staðarins segir að tekið gæti upp undir þrjá mánuði að koma staðnum í samt lag og opna hann á ný. Innlent 2. febrúar 2023 10:01
Biðja pizzuóða Mosfellinga afsökunar og læra af mistökunum Nokkrir hnökrar voru á opnun nýs útibús pizzukeðjunnar Pizzunnar í Mosfellsbæ í liðnum mánuði. Eftir að villa kom upp í tölvukerfi keðjunnar sá framkvæmdastóri hjá fyrirtækinu sig knúinn til að biðja Mosfellinga afsökunar. Hann segir eftirspurn eftir pizzum greinilega mikla í bænum og er bjartsýnn á framhaldið. Viðskipti innlent 1. febrúar 2023 21:41
Karókí bridgespilara fyrir bí eftir að ælt var á græjurnar Hópur af bridgespilurum neyddist til að hætta við karókí eftir að ælt var á karókíræjurnar á Bankastræti Club. Hópurinn sem samanstóð af spilurum sem höfðu verið að keppa á Reykjavík Bridge Festival þurfti því að sætta sig við að spjalla saman en ekki syngja saman. Innlent 30. janúar 2023 13:23
Kofi Tómasar frænda kveður og Ægir tekur við Ægir brugghús hefur opnað bar við Laugaveg 2. Áður var skemmtistaðurinn Kofinn, sem áður fyrr hét Kofi Tómasar frænda, rekinn í húsnæðinu. Framkvæmdastjórinn segir reksturinn hafa gengið mjög vel eftir opnunina. Viðskipti innlent 30. janúar 2023 11:14
„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur? Hvers vegna Grindavík“ segir Hilmar Steinar Sigurðsson þegar hann rifjar upp þá ákvörðun hans og þriggja félaga um að kaupa þúsund fermetra netagerðarhús við höfnina í Grindavík árið 2018. Í húsinu hafði líka verið rekið lítið kaffihús við góðan orðstír, Bryggjan. Atvinnulíf 30. janúar 2023 07:00
Nánast ómögulegt að reka veitingastað við núverandi aðstæður Veitingamaður í Eyjum segir nánast ómögulegt að reka veitingastað við núverandi aðstæður. Koma þurfi á samtali milli ríkis og lítilla og meðalstórra fyrirtækja með það að markmiði að endurskoða allt rekstrarumhverfi veitingastaða Viðskipti innlent 25. janúar 2023 19:43