EM 2020 í fótbolta

Lukaku gnæfði yfir Ítali í vetur og ætlar að halda því áfram í kvöld
Ef að veðja ætti á einn leikmann í heiminum sem gæti brotið sér leið í gegnum ítalska múrinn og fundið leið framhjá Gianluigi Donnarumma þá virðist Romelu Lukaku skynsamlegt val. Lukaku fær að reyna sig gegn Ítölum í stórleik 8-liða úrslita EM í kvöld.

Lífið leikur við stuðningsmanninn sem missti sig
Luca Loutenbach vakti heimsathygli á leik Sviss og Frakklands á Evrópumótinu í fótbolta. Þessi eldheiti stuðningsmaður Sviss hefur nú grætt talsvert á því hve líflegur hann var í stúkunni.

„Belgar með besta hóp í Evrópu“
Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins í fótbolta, segir að Ítalir muni spila sinn leik gegn Belgum í 8-liða úrslitum EM á morgun. Hann býst við hörkuleik.

Vonarstjarna Spánverja „eins og hann sé fertugur“
Pedri, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins, mun verða einn af bestu leikmönnum í sögu Spánar ef marka má liðsfélaga hans í spænska landsliðinu, Alvaro Morata.

Stuðningsfólk Englands fær ekki að ferðast til Ítalíu til að sjá leikinn gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum
Leikur Englands og Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu fer fram í Rómarborg á Ítalíu. Vegna sóttvarnareglna þar í landi verður ekkert stuðningsfólk Englands á leiknum, nema það sé búsett utan Englands.

Líklegast að England vinni EM í fyrsta sinn
Englendingar eru líklegastir til þess að verða Evrópumeistarar. Um þetta virðast veðbankar og íþróttatölfræðiveitur vera sammála.

Myndband af Henderson á hliðarlínunni í Þjóðverjaleiknum vekur lukku
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er kannski í aukahlutverki í enska landsliðinu á EM en hann hefur fengið mikið lof eftir að myndband af honum fór á flug á neitnu.

Kyrrlátur Pickford stór ástæða þess að Englendingar eru bjartsýnir
Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, er eini markvörður Evrópumótsins sem hefur ekki enn fengið á sig mark í keppninni. Raunar er það þannig að Pickford hefur ekki fengið á sig mark í síðustu níu leikjum.

Bjórköstin hafa kostað danska sambandið skildinginn
Flestir hafa séð bjórglösin á fleygiferð á Evrópumótinu og það hefur meðal annars kostað danska knattspyrnusambandið skildinginn.

Óttast ekki að missa Hjulmand
Peter Møller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, óttast ekki að gott gengi Kaspers Hjulmand með danska landsliðinu geri það að verkum að hann finni sér stærra starf innan fótboltans.

Flottustu mörkin í 16-liða úrslitum
Hér að neðan má sjá flottustu mörk 16-liða úrslita Evrópumótsins í knattspyrnu.

„Súrrealískt að sjá þetta svona“
„Ég man voða lítið eftir þessu mómenti, þó að þetta sé svolítið stórt móment,“ sagði Aron Einar Gunnarsson þegar hann rifjaði upp sigurinn frækna gegn Englendingum fyrir fimm árum.

Dauðariðillinn sem Ísland missti af stóð undir nafni
Öll liðin í dauðariðlinum svokallaða á EM eru fallin úr leik eftir að Þýskaland tapaði fyrir Englandi í gærkvöld.

Tekst Schick, Sterling, Seferovic eða Lukaku að skáka Ronaldo í baráttunni um gullskóinn?
Cristiano Ronaldo er enn á toppnum yfir flest mörk skoruð á Evrópumótinu í knattspyrnu en þar sem hann hefur lokið leik verður áhugavert að sjá hvort einhver geti skákað Portúgalanum geðþekka.

Fullyrti að David Beckham hafi farið tvisvar í hárígræðslu
Nokkur umræða skapaðist í EM í dag eftir leik Englands og Þýskalands um það hvort David nokkur Beckham hafi farið í hárígræðslu. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var viss um að Beckham hafi farið í allavega tvær.

Fimm sem stálu fyrirsögnunum í 16-liða úrslitum
Nú þegar 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa stolið fyrirsögnunum í síðustu leikjum mótsins.

Reisti minnisvarða og reif hann svo niður næstu sjö árin
Þýskir fjölmiðlar vonast eftir endurreisn þýska landsliðsins og að hún hefjist í september þegar liðið mætir meðal annars Íslandi á Laugardalsvelli, í undankeppni heimsmeistaramótsins í Katar.

Spilar ekki meira á EM eftir tæklingu Svíans
Úkraínumaðurinn Artem Besedin fær ekki tækifæri til að mæta Englendingum í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta á laugardaginn, samkvæmt úkraínskum miðlum.

Foreldrar stjarnanna rifust eftir tap Frakka
Fjölskyldur Pauls Pogba og Kylians Mbappé fengu að heyra það í stúkunni á leik Frakklands og Sviss í Búkarest á mánudagskvöld, þegar Frakkar féllu úr leik á EM. Móðir liðsfélaga þeirra reifst og skammaðist.

„Með svarta beltið í að tala andstæðingana upp“
Stig Tøfting, einn af spekingum sjónvarpsstöðvarinnar TV3 Sport, segir að þjálfari danska landsliðsins í fótbolta, Kasper Hjulmand, sé meistari í að tala andstæðinga sína upp.

Sjáðu rauða spjaldið og dramatíkina er Úkraína sló út Svíþjóð
Úkraína varð í kvöld áttunda óg síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í 8-liða úrslit Evrópumótsins 2020.

Svona líta átta liða úrslitin út
Úkraína varð í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins 2020 í knattspyrnu karla.

Úkraína sló Svíþjóð út á 121. mínútu og mætir Englandi
Úkraína er komið í átta liða úrslit Evrópumótsins eftir 2-1 dramatískan sigur á Svíþjóð. Sigurmarkið kom í uppbótartíma framlengingarinnar.

Segir þá ensku finna lykt af gulli
Margrét Lára Viðarsdóttir, spekingur Stöðvar 2 Sports, hrífst ekki af leikstíl enska landsliðsins í fótbolta en segir hann árangursríkan.

Sjáðu mörkin og er allt ærðist á Wembley
England náði loksins að hafa betur gegn Þýskalandi í útsláttarleik á stórmóti er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins 2020 í dag.

England kvað þýsku grýluna í kútinn og er komið áfram
England er komið í átta liða úrslit Evrópumótsins 2020 eftir að hafa slegið út Þýskaland 2-0 í 16-liða úrslitunum á Wembley í dag. Raheem Sterling og Harry Kane sáu um markaskorunina í síðari hálfleiknum.

De Boer hættur með hollenska landsliðið eftir meðgöngutíma
Hollenska knattspyrnusambandið var ekki lengi að slíta samstarfinu við Frank de Boer eftir að Holland féll úr leik á Evrópumótinu.

Bjarni Ben hvatti íþróttafélög til að horfa á ný til Balkanskaga
Hin magnaða íþróttaþjóð sem Króatar eru var til umræðu í þættinum EM í dag á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og þingmaðurinn Willum Þór Þórsson voru gestir. Bjarni kallaði eftir því að íslensk íþróttafélög horfðu meira til Balkanskaga eftir leikmönnum.

Spá Englandi og Svíþjóð áfram í 8-liða úrslit
Drengirnir úr Æði halda áfram að spá í spilin fyrir leikina á Evrópumótinu í knattspyrnu. Þeir spá því að England og Svíþjóð fari áfram í dag þó ást þeirra á Berlín sé mikil.

Þjóðverjar standa enn á ný í vegi fyrir meistaradraumum Englendinga
Lokadagur sextán liða úrslita Evrópumótsins er í dag og eftir hann standa bara átta þjóðir eftir sem geta unnið Evrópumeistaratitilinn.