

Undanfarin ár hefur orðið veruleg breyting á því hvernig íslensk fyrirtæki verja auglýsingafé sínu. Sífellt fleiri auglýsendur leita nú til erlendra samfélagsmiðla og alþjóðlegra risafyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Bandarískur dómari hefur skipað stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að veita AP fréttaveitunni aðgang að viðburðum og blaðamannafundum forsetans. Þeim var meinaður aðgangur fyrir að kalla ekki Mexíkóflóa Ameríkuflóa líkt og forsetinn vill.
Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan.
Það virðast stundum koma tímabil þar sem okkur finnst eiginlega eins og allt sé að fara fjandans til í fréttum.
Alls bárust 28 umsóknir um stöðu dagskrárstjóra hjá RÚV. Fjórir drógu umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnalista. Meðal umsækjenda er Margrét Jónasdóttir starfandi dagskrárstjóri og Eva Georgs Ásudóttir fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.
Stjórn Ríkisútvarpsins ohf telur að RÚV enn vera of skuld sett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Þetta sé þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem leitt hafi til skuldalækkunar. Tap á rekstri Ríkisútvarpsins nam 188 milljónum króna á árinu 2024.
Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekki hægt að svara þeirri ofsareiði sem brotist hefur út í athugasemdakerfum víðs vegar eftir fjörugt bjórkvöld Þjóðmála á Kringlukránni.
Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins vildi eiga orð við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, gagnrýnanda hjá RÚV, blaðamann og pistlahöfund þess sama blaðs en þar fór hann í geitarhús að leita ullar.
Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans.
Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur gefið út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur.
„Ég er bara rosalega sorgmædd og mjög döpur. Sendi Ástu bara kærleikskveðjur,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra.
Hópur knattspyrnuáhugamanna leiddur af Mate Dalmay hefur gengið frá kaupum á félaginu Fótbolti ehf., sem á og rekur hina vinsælu vefsíðu Fótbolti.net. Kaupverðið er trúnaðarmál. Hafliði Breiðfjörð skilur við vefinn sem hann stofnaði fyrir 23 árum. Hann segist ekki verða ríkur af sölunni.
Fréttastofa RÚV hefur misnotað aðstöðu sína herfilega síðustu vikuna, allt frá því hún birti falsfréttir um Ásthildi Lóu, þá barnmálaráðherra.
Listamarkaðurinn Litrófan verður haldinn í fyrsta sinn á laugardaginn í húsnæði Borgarbókasafnsins í Grófinni. Vinirnir Elísabet Jana Stefánsdóttir og Kjartan Valur Kjartansson skipuleggja markaðinn sem er sérstaklega fyrir hinsegin og skynsegin listamenn. Þau segja markaðinn sitt svar við auknum fordómum og fáfræði gegn jaðarsettum hópum.
Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur. Fréttamaður RÚV hafi orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti vegna fréttar um samband barnamálaráðherra við táningspilt þegar ráðherrann var 22 ára gömul.
Fjölmiðlar og aðrar lýðræðisstofnanir standa frammi fyrir nýjum ógnum víða um hinn vestræna heim, og skyndilega er hið dramatíska slagorð bandaríska dagblaðsins The Washington Post, Lýðræðið deyr í myrkrinu, tekið að hljóma eins og spádómur, en ekki heróp.
Fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir gjörning tónlistarmannsins og varaþingmannsins Birgis Þórarinssonar, Bigga Veiru, sem mætti með ruslapoka í afgreiðslu RÚV í dag og bað um að honum yrði komið á fréttastofuna. Hann segir Birgi alveg mega reyna fyrir sér í gríni, og að hann hafi séð verri hluti í þessari viku.
Jón Trausti Reynisson hefur sett upp blaðamannahattinn á ný en hann hefur tekið að sér ritstjórn Mannlífs. Í það minnsta fyrst um sinn meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um málefni miðilsins.
Hæstiréttur sýknaði í dag Ríkisútvarpið og Matvælastofnun af kröfum Bala ehf. og Geysis-Fjárfestingafélags ehf. í Brúneggjamálinu svokallaða. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað báðar stofnanir, en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að MAST bæri skaðabótaábyrgð og gerði stofnuninni að greiða félögunum fjórar milljónir hvoru um sig.
Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs.
Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir fjórir dagar síðan fréttastofa RÚV birti fyrst slúðurfréttir um Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þá barnamálaráðherra. Þessar fréttir voru í mikilvægum atriðum svo illa undirbyggðar að ljóst er að fréttafólk RÚV hafði ekki reynt að staðfesta sannleiksgildi þeirra með óyggjandi hætti, þótt um væri að ræða gríðarlega alvarleg mál.
Er rétt að rifja upp versta höfundarviðtal íslenskrar bókmenntasögu? Já, ég held það.
Stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins bókaði á fundi stjórnarinnar að stofnunin þyrfti að bregðast við alvarlegum ásökunum á hendur henni vegna byrlunarmálsins umfram það sem þegar hefði verið gert með ítarlegri upplýsingagjöf. Þannig mætti verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins.
Formaður blaðaljósmyndarafélags Íslands segir duttlunga Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, hafa gert það að verkum að einn stærsti fréttaviðburður síðustu áratuga, tæming Grindvíkinga á húsum sínum, var nánast ekkert ljósmyndaður. Slík embættisafglöp megi ekki endurtaka sig.
Í fyrstu frétt RÚV um mál Ásthildar Lóu barnamálaráðherra s.l. fimmtudag sagði þetta: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Þegar þessi pistill er skrifaður, að kvöldi 22. mars, hef ég ekki séð þetta leiðrétt eða dregið tilbaka.
Eggert Jóhannesson og Golli hlutu í dag verðlaun fyrir mynd ársins og fréttamynd ársins 2024. Verðlaunin voru afhent í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en þar var á sama tíma opnuð ljósmyndasýning sem verður opin til 27. apríl 2025.
Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður mun taka við stöðu aðstoðarritstjóra á Heimildinni. Systir hans, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, er ritstjóri miðilsins.
Eins og kunngert fyrir þó nokkru síðan var ákvað Skjár 1 að leita til Umboðsmanns Alþingis vegna synjunar Fjölmiðlanefndar & þáverandi menntamálaráðuneytisins við að endurgreiða stöðinni útlagðan kostnað vegna talsetningar og textunnar fyrir efni ætlað börnum yngri en 12 ára á þeim forsendum að stöðin „uppfyllti ekki öll skilyrði“ og því leitast til við að fá það nákvæmlega upp á borðið hvaða skilyrðum stöðin væri ekki að standa undir.
Blaðamannafélagið hefur sent bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fram kemur að ef nefndin ákveði að taka fyrir mál í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun um framferði starfsfólks Samherja á árinu 2021 þurfi nefndin að beina sjónum sínum að viðbrögðum lögreglu í málinu og rannsókn hennar á þeim sex blaðamönnum sem fengu réttarstöðu sakbornings.
Ekki liggur fyrir hvenær möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á byrlunarmálinu svokallaða verður tekið fyrir hjá nefndinni en hún fundaði í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir áformin harðlega og segir Alþingi ekki eiga að skipta sér af málinu.