

Áform eru uppi á Bíldudal um að endurbyggja eitt veglegasta hús nítjándu aldar, Kaupmannshús Péturs J. Thorsteinssonar útgerðarmanns, þar sem sonur hans, listamaðurinn Muggur fæddist. Tvö önnur hús yrðu endurreist og þannig búin til gömul götumynd.
Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna.
Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana.
Minjastofnun Íslands er ekki sú ríkisstofnun sem mest er milli tannanna á fólki frá degi til dags. Raunar ætla ég að leyfa mér að efast um að fólk þekki almennt til starfsemi stofnunarinnar eða viti endilega af tilvist hennar.
Sunna Pamela Olafson - Furtenau er ættuð úr Skagafirði, Eyjafirði og af Langanesi en hefur búið alla sína ævi í Bandaríkjunum. Hið sama gildir um fjölmarga afkomendur Íslendinga vestan hafs.
Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns.
Fornleifafræðingar sem vinna við uppgröft í Seyðisfjarðarbæ eru komnir niður á mannvirki frá landnámsöld sem virðist hafa verið nýtt til fiskverkunar. Fornminjarnar fundust undir skriðu sem féll fyrir sexhundruð árum.
Enn leita menn að hinum heilaga kaleik á Íslandi, nú síðast við Skipholtskrók, þar sem grafin var fjögurra metra djúp hola án árangurs. „Niðurstaðan var neikvæð, það var engar vísbendingar að finna þarna,“ segir Þórarinn Þórarinsson arkitekt.
Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri.
Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum.
Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum.
Fornleifafræðingar í Egyptalandi tilkynntu í dag að þeir hefðu fundið þrjú þúsunda ára gamla borg sem hefur legið grafið undir sandi. Fundurinn er sagður einn sá stærsti frá því að gröf Tútankamons faraós fannst á fyrri hluta 20. aldar.
Friðaðar og friðlýstar minjar, þar á meðal bæjarstæði, hús og kirkjur, gætu farið undir hraun ef gos hæfist á Reykjanesi. Minjastofnun hefur kortlagt hvaða menningarminjar sem hún hefur á skrá séu í hættu út frá nýjasta spálíkani eldfjallafræði- og náttúruváhóps Háskóla Íslands.
Um fimm þúsund ára gamall fornmunur sem upphaflega fannst í Dronningarsal Píramídans mikla í Gísa hefur komið í leitirnar í vindlakassa í skosku borginni Aberdeen. Vonast er til að hægt verði að varpa nýju ljósi á byggingu píramídans.
Skemmdarverk hafa verið unnin á um sjötíu listaverkum og öðrum safngripum á þremur af frægustu listasöfnum þýsku höfuðborgarinnar Berlín.
Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands.
Krús með um 1.100 ára gömlum gullmyntum hefur fundist við uppgröft í Ísrael.
Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins.
Fornleifafræðingar í Noregi hafa hafið fyrsta uppgröft víkingaskips í landinu í rúma öld.
Höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands hefur óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi.
Námugreftarrisinn Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa eyðilaggt 46 þúsund ára gamla hella frumbyggja Vestur-Ástralíu.
Hópur fornleifafræðinga hefur fundið líkamsleifar rúmlega sextíu loðfíla á svæði sem leggja á undir byggingu nýs flugvallar sem ætlað er að þjóna Mexíkóborg.
Meira en 60 fornminjar fundust á svæði þar sem áætlað er að reisa snjóflóðavarnagarða fyrir ofan Seyðisfjörð. Ekki verður hægt að hefja vinnu við þá fyrr en Minjastofnun gefur út að það sé óhætt.
Yfirvöld á Páskaeyju kalla nú eftir því að hömlur verði settar á bílaumferð í námunda við fornleifar eyjarinnar eftir að pallbíl var ekið á eina af hinum þekktu Moai styttum sem er að finna víða um eyjuna.
Fréttamiðlar hafa allmikið fjallað um afleiðingar stórviðranna nú í vetur. Einn þáttur hefur þó þar orðið útundan, sem nauðsynlegt er að koma á framfæri enda um sameign þjóðarinnar að ræða.
Ég tel það vera mjög mikilvægt að opinberir aðilar í samstarfi við t.d. einkaaðila taki höndum saman um varðveislu og viðhald gamalla skipa og báta og haldi þannig til haga mikilvægum þætti í atvinnusögu okkar landsmanna.
Í óveðrinu 14. febrúar gerðist það meðal annars að í Vestmannaeyjum flaut hinn sögufrægi vélbátur Blátindur upp, slitnaði frá bryggju og sökk í höfninni.
Fornleifafræðingar telja sig mögulega hafa fundið ankeri úr flota Spánverjans Hernán Cortés, sem lagði veldi Asteka undir sig á sextándu öldinni.
Rannsakendur fyrirtækisins Vulcan Inc. telja sig hafa fundið annað af fjórum flugmóðurskipum Japana sem Bandaríkjamenn sökktu í orrustunni við Midway í seinni heimsstyrjöldinni.
Kisturnar voru grafnar upp á Theban-greftrunarsvæðinu.